Vikan

Tölublað

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 48

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 48
Systur I Katharine Whitehorn heitir ensk stúlka, sem skrifar vikulega þætti í brezka blaðið „Observ- er“, og tók ég mér það anda bessaleyfi, að þýða einn þeirra, ef vera kynni að hún ætti ein- hverjar systur í anda hér á landi. essi grein er tiieinkuð þeim, sem einhvern tíma hafa skipt um sokka í leigubíl, burstað hárið með naglaburstanum í baðherberginu þar sem þær eru gestkomandi, eða nælt upp faldinn með öryggisnælu — þær sem aldrei hafa lent í þessu, gerðu kannski bezt í því, að hætta lestrinum núna. En þær, sem ekki eru alveg vissar um hvar í flokki þær standa, ættu að spyrja sig eftirfarandi spurninga: Hafið þið nokkurn tíma tekið eitt- hvað aftur úr óhreinatauskörfunni, vegna þess, að þegar ailt kom til alls, var það hreinna en það sem þið voruð í? Hve margir hlutir eru á þessari stundu á röngum stað á heimilinu — eru bollar í dagstofunni, kuldaskór í eldhúsinu og fleira ef til vili á gólf- inu í þessum herbergjum, sem ætti annars að standa á sínum stað? Gætuð þið mátað föt í hvaða búð sem er, fyrirvaralaust, hvenær sem er, án þess að hafa áhyggjur af undir- fötunum? Hvernig hreinsið þið negl- urnar, því að það gerið þið þó? Hrein- skilin svör ættu að skera ótvírætt úr því, hvort þið eruð í sama flokki og við — tilheyrið hinum brjóstum- kennanlega, bjartsýna og misskilda kynstofni trassanna og subbanna. Við erum ekki venjulegt fólk, sem hefur orðið svona, heldur erum við fædd þannig. Það er meira að segja hægt að þekkja okkur úr við fjögurra ára aidur: Við erum telpurnar á leik- vellinum með annan sokkinn niður á ökkla og enga skiptingu í hárinu: tíu ára erum við þær, sem alltaf sýnast óhreinar, hversu hreinar sem við erum (í mótsetningu við þær álfameyjar, sem sýnast engilhreinar þegar þær eru sem skítugastar); fimmtán ára bjarga okkur svartir sokkar, en í búningsherbergjunum komum við upp um okkur berfættar með leggjum, sem líkjast mest flekk- óttum hundsfótum, vegna þess að við kusum heldur svart blek en stoppu- garn. ÞAÐ KOSTAR FYRIRHÖFN. Þær, sem ekki eru subbur, álykta samúðarlaust, að við séum svona vegna þess, að þetta kjósum við helzt. Þær gera sér ekki Ijóst, hve óhemju- mikla fyrirhöfn og óþægindi það kost- ar að vera trassi: hve oft við þurf- um að fylia rafgeyminn í bílnum vegna þess að við gleymdum að láta gera við hann, hve miklu við eyðum í leigubíla til þess að sækja pakka, sem við höfum gleymt í búðum, hve mikið við þurfum að strauja, þegar fötin hafa legið í ferðatöskunni í marga daga eftir ferðalagið. Við öðlumst meiri leikni í ýmsu, það verður að viðurkennast: ég er t.d. miklu flinkari að halda nagla- lakksflöskunni milli tveggja fingra en þær vinkonur mínar, sem aldrei hafa lakkað á sér neglurnar í neðanjarðar- brautinni, og þær geta heldur ekki klippt á sér neglurnar með vasahníf. En þetta vegur engan veginn upp á móti óþægindunum, sem þetta ástand veldur okkur. Ég er nú samt ekki að sækjast eftir vorkunnsemi lesenda, heldur að reyna að finna leiðir til að bæta úr vand- ræðunum. Mér finnst, að rétt væri að letra á dyrastafinn á öllum þessum húsum, þar sem draslið ræður: AUir þeir, sem ganga hér inn, gefi upp alla von; það er nefnilega bjartsýnin, sem er versti fjandmaður okkar. Við von- um í lengstu iög, að við munum eftir að þvo hvíta kragann okkar, eða að okkur gefist tími til að greiða okkur á leiðinni á skrifstofuna, eða smeygja okkur inn í húsið og úr kápunni áður en nokkur tekur eftir því, að á hana vantar þrjá hnappa. Ég held, að betrl árangur næðist, ef við horfð- umst í augu við alla þá hluti, sem við komum aldrei í verk að gera. ENGINN GÓÐUR ÁSETNINGUR. Við getum t.d. gert okkur Ijóst, að enginn mannlegur máttur getur hjálp- að okkur til að vera alltaf vel snyrt- ar, jafnvel ekki öðru hverju. Við get- Köflótta húfan Búið til sniðin með því að strika ferninga á pappír, 5x5 sm hvern, teikna síðan út- línur sniðanna eftir skýringarmyndinni og klippið út. Sníðið 2 stk. af sniði merkt 4, og sníðið um leið fóður fyrir eyrað eftir neðsta hluta stykkisins. Sníðið 4 stk. af sniði merkt 5 og 2 stk. af sniði merkt 6 (skyggni), og ath., að sniðið liggi að miðju að framan, MF, við tvöfalda brún efnisins, svo stykkið verði heilt. Sníðið öll stykk- in með >/2 sm saumfari, og ath., að þráð- rétt liggi í þeim. Sníðið fóður í húfuna, ef æskilegt þykir og saumið það saman. Sníðið „vlieseline" (millifóður) og festið laus- lega við öll stykkin. Saumið fóðrið við neðstu hluta eyrnastykkjanna (merkt 4). Leggið það réttu mót réttu, saumið, snúið við og þræðið í brún. Saumið stykkin saman, þannig að 2 stk. merkt 5, komi milli eyrnastykkjanna að framan og hin 2 stykkin að aftan. Byrjið að sauma öll stykkin þar sem þau eru mjóst. Klippið millifóðrið af saumförunum og pressið út saumana og tyllið þeim ,1 \ VIKAN 5. tbl. Húíur saumaðar úr „mohair“- eíni föstum, ef með þarf. Skyggnið er saumað saman við miðju að aftan og ytri brún að ofan, síðan er því snúið við og þrætt í brún. Saumið nú húfukollinn (og fóðrið) við skyggnið og leggið þá aðra efnisbrún skyggnisins við innanverðu húfunnar, jafnið víddinna, og saumið 1 sm frá brún, að undanskyldum eyrnastykkjunum, sem saum- ast með þéttum sporum í höndum. Brjótið síðan hina brún skyggnisins að vélstungunni, og leggið niður við í höndum. Hvíta húfan Sníðið 6 stk. af sniði. merkt 3, úr efninu og einnig úr þunnu lérefti eða ,,vlieseline“. Sníðið fóður, ef æski- legt þykir, eftir sömu sniðum og saumið það saman. Tyllið léreftinu á röngu, og saumið síðan stykkin saman. Byrjið að ofan þar sem þau eru mjóst. Klippið léreftið af saumförunum, og pressið út saumana. Prjónið nú stuðlaprjón, 1 1. sl. og 1 1. br., neðan á húfuna. Notið til þess 30—40 gr. af hvítu, meðalgrófu, fjórþættu ullargarni. Fitjið upp 160 1. á prj. nr. 2'/2, og prj. 10 sm. Hæfilegur grófleiki prjónsins er um 34 1. = 10 sm breidd. Saumið stuðlaprjónið saman á hliðunum. Saumið síðan húfukollinn (og fóðrið) við stuðlaprjónið, réttu mót réttu, >og jafnið um leið víddina. Brjótið stuðlaprjónið tvöfalt inn á röngu og leggið niður við í höndum. Búið til dúsk og saumið á húfukollinn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.