Vikan

Tölublað

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 40
BAO- parf að vera meira en að pvo líkamann Næsta bað þarf aö vera BADEDAS - vítamínbaö NOTIÐ BADEDAS ævinlega án sápu. BADEDAS vítamínbaSefni er þekktasta baðefni Evrópu í dag. BADEDAS verksmiðjurnar selja þetta undrabaðefni til 59 landa og alltaf fjölgar aðdáendum þess. Heilbrigði Hreinlæti Vellíðan REYNIÐ BADEDAS vítamin- ið og áhrif þess á líkam- ann - EFTIR að hafa einu sinni reynt það munið þér ávallt óska að hafa BADEDAS við hendina. badedas VÍTAMlH- HEILDSÖLUBIRGÐIR: H. A. T U L I N I U S VIKAN 5. tbl. prestur þurfti nauðsynlega að notfæra sér skipsferS, sem féll til Reykjavíkur á laugardegi, og varS svo naumt fyrir aS honum vannst ekki tími til aS tilkynna að messufall yrði daginn eftir. Vissi og að þess mundi ekki þurfa, þar eð fréttin um brottför hans barst auðvitaS strax manna á milli. Þá sá gamli Jón sér leik á borði til að klekkja á presti. Þeg- ar leið að venjulegum messutíma þcnnan sunnudag, klæddist hann í sín beztu föt, labbaði sig til kirkju og þegar hann hitti þar hvorki fyrir klerk né meðhjálp- ara, settist hann á dyraþrepin, kallaSi til þeirra, sem leið áttu lijá og tók þá til vitnis um það, að hann væri þangað kominn til að sækja helgar tíðir og hefði meira að segja ætlað að vera til altaris. En þá væri þaS klerkur, sem ekki léti sjá sig og hefði hann þó ekki tilkynnt messu- fall eða lögleg forföll — fyrir það bæri hann nú alla ábyrgð á sáluhjálp gamla Jóns i Gvend- arhúsum.... Fósturson átti gamli Jón. Var hann ekki eins og fólk flest, hvort sem þvi hefur ráðið upp- eldi eða upplag, eða hvort- tveggja. Var það eitt af tiltækj- um hans að liggja i fjósinu á prestsetrinu á skammdegiskvöld- um og gera griðkonum glennur, er þær komu til að mjólka kýrn- ar. Má vera að strákur liafi vilj- að láta i ljós andúð sína á klerk- dómi að hætti fóstra síns, en ekki kunnað til þess önnur ráð; að minnsta kosti er heldur ó- líklegt að gamli Jón hafi inn- rætt honum virðingu fyrir sókn- arpresti og heimili hans. Svo hvimleitt þótti griðkonum þetta tiltæki stráks, að þær kvörtuðu við prestskonuna, sem var skörungur mikill og dugnaS- arkona; kröfðust þess að honum yrði stuggað úr fjósinu, ella þyrðu þær ekki þangað til mjalta, en hún kallaði þær litlar fyrir sér að hræðast strákinn og kvaðst sjálf mundu venja hann af þessari áreitni. Fór hún svo ein út í fjósið um kvöldið, en strákur, sem hugði að það væri einhver griðkonan, veitt- ist að henni og kom til nokk- urra sviptinga með honum og prestskonunni. Mun þeim hafa lokið með sigri hennar, en reiS var liún, þegar hún kom inn aft- ur úr fjósinu, og krafðist þess af eiginmanni sínum, aS hann' gengi á fund gamla Jóns í Gvendarhúsum og veitti honum átölur fyrir uppeldið á strákn- um. Gerði prestur það. Þegar gamli Jón heyrði prest segja frá athæfi fóstursonar síns, að hann liefði veizt að sjálfri prestskonunni úti í fjósi, lét liann sem hreint gengi fram af sér ósvífni stráks, fór um það mörgum ólíkindaorðum, en bætti svo við: „Hún hefur nú eitthvað verið að spreka honum til, ma- daman, ekki trúi ég öðru....“ Prestur var góðmenni, en nú rann honum i skap sem von var, og krafðist þess af gamla Jóni, að hann veitti stráknum harða ráðningu fyrir athæfið. Þá glotti gamli Jón i Gvendar- húsum. „Það skal ég gera prestur minn,“ sagði hann, „ef þér fleng- ið madömuna....“ HJÖRSI SNÝTIR SÉR.... Hjörtþór hét maður í Eyjum, og var við aldur, þegar ég kom þangað. Hann var einsetumaður, allundarlegur i háttum, lét oft heimskulega og vissi þó betur og átti það til að vera liið mesta ólíkindatól. Tel ég ekki ólíklegt, að hann hafi gert sér þennan skrípisham ungur, þvi an hann hafi þózt nakinn fyrir éljagangi mannlífsins, einhverra hluta vcgna, sem hann tók nærri sér og smámsaman hafi svo hamur- inn orðið honum samvaxinn, en ber kvikan undir. Vist er um það, að laungreindur var Hjörsi og glöggskyggn á mann- fólkið og bresti þess, sem hann kunni vel að notfæra sér á sinn hátt. Lék liann fífliS þvi til at- hlægis, oft af mikilli snilld, en heimti jafnan nokkuð fyrir snúð sinn. ÞaS var helzta iþrótt Hjörsa, að hann snýtti sér svo að undir tók í klettum — í bókstaflegri merkingu. Var það furðulegur þrumugnýr, sem kom úr nefi hans, þegar hann bar snýtuklút- inn að vitum sér, og undur að nokkur mannlegur haus skyldi þola þau ósköp. Ekki lék Hjörsi þá íþrótt ókeypis eða fyrir hvern sem var — kostaði einföld snýta 25 aura, en 50 aura, ef liann snýtti sér með „hnykk“, eins og hann orðaði þaS; en „hnykkurinn“ var í því fólginn, að hann dró hné að kviði og sneri sér hart i hálfhring um leið og þruman kvað við. Fylgdi öllu þessu afkáraskapur mesti, og hló margur ókunnugur að- komumaður dátt að og sparaði ekki tuttuguomfimmeyringinn við Hjörsa, sem stakk gjaldinu í vasa sinn og glotti kalt. Hef ég oft hugleitt það, að snjall sölumaður eða auglýsingasnill- ingur hefði Hjörsi getað orðið, er liann gat selt mönnum slika skemmtan og inngróinn hlýtur sú mannfyrirlitning að hafa ver- ið, sem hann duldi undir skríp- isham sínum. Hjörtþór var maður kattþrif- inn. Hann það meðal annars að atvinnu, að gera hreint í „lúk- örum“ i vélbátum og vistarver- um vertíðarmanna og komst þá oft yfir reyfara og annað bóka- ruzl, sem liann Mrti. EignaS- ist hann smám saman nokkurt bókasafn á þennan hátt og eins munu margir liafa gefið honum bækur, sem þeir hírtu ekki um

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.