Vikan

Tölublað

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 47

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 47
Leikkonan brást ekki hlut- verki sínu meðan á máltíðinni stóð. Langtímum saman sat hún og setti stút á varirnar svo kippt- ist hún allt í einu við, hallaði sér áfram með yfirdrifnum gázka og ræddi í ákafa við félaga sinn, meðan hún lagaði lítillega hárið, rétti svo snöggt út sér aftur og starði tómu augnaráði út í busk- ann. Ungi maðurinn kom fram við hana á hinn sama kurteisa, skemmtilega en um leið óper- sónulega hátt og hann hafði kom- ið fram við Julie í lestinni. Nú brosti hann aðeins til Julie og hneigði sig aðeins í áttina til hennar. Hann kom ekki til henn- ar. Kvikmyndaleikkonan og Paul Duquet (þegar hér var komið vissu allir hvað hann hét), voru miðpunktur alls umræðuefnis þennan dag og meginhluta hins næsta. Síðdegis voru allir hótel- gestirnir á verði, en þau sýndu sig ekki það kvöldið. — Herbergi hlið við hlið! sagði ein barónessan við kvöld- verðarborðið. — Heyrið þér það, Cecilia? Herbergin liggja hvort upp að öðru! Þér vitið hvað það getur þýtt, þegar fólk býr í her- bergjum hlið við hlið! —- Uss, já, en hvaða máli skipt- ir það? spurði frú Thorpe. — Ég las í blaðinu, að hún hefði farið alveg úr jafnvægi, þegar hin vann verðlaunin sem bezta leikkona ársins. Hún kast- aði kálhöfði út um herbergis- gluggann sinn niður á götuna. Bálreið. Jawohl! Frú Thorpe litaðist fyrirlitlega um í forsalnum. ■— Hann hefur kannske tekið hana með sér hing- að til að hugga hana, sagði hún þurrlega. Jahá. Ursula kreisti upp hlát- ur. — Tók hana hingað með sér til að hugga hana. Ekki sem verst. Ha, ha, ha! Ekki nema það þó. Cecilia hefur svo sannar- lega góðan húmor. Julie duldi bros sitt. í heiðursskyni vegna dvalar leikkonunnar á hótelinu var næsta dag sent niður til Luzern eftir einni af kvikmyndum henn- ar. Það átti að sýna hana um kvöldið í aðalsalnum. Allan þann dag sat Cecilia Thorpe í forsalnum, starði út í bláinn og sló í stólbríkina með hringprýddum fingrum sínum til að drepa tímann. Taugar hennar hlutu að vera þandar til hins ýtrasta. Þegar kom að síðdegisdrykkj- unni sátu allir og horfðu á lyftu- dyrnar, en biðin var enn einu sinni árangurslaus. Orðrómur sagði, að stúlkan og félagi henn- ar (ýmist kallaður playboy, kvik- myndaframleiðandi, rithöfundur, framkvæmdastjóri) neyttu allra sinna máltíða í íbúð hennar. Það var Julie ein, sem hafði séð hann, snemma um morguninn úti á svölunum. Hann hafði setið þar og étið morgunverð ásamt þess- ari skrýtnu, síbrosandi og fá- málugu Montgomery. Enn einu sinni sátu þær Julie og frú Thorpe andspænis hvor annarri við eitt borðanna. Svalt loftið streymdi upp úr dölun- um, sem nú voru að verða dimm- ir og kom kertislogunum til að blakta. Á vesturhimninum var kóralrauð rönd hnígandi sólar; birtan var draugaleg. Allt í einu brá fyrir reiðilegri grettu á and- liti frú Thorpe, en það var með vilja. Hún setti hvatlega frá sér sherríglasið. — Æ, það var slæmt! sagði hún. -—- Nú man ég allt í einu eftir því. Ég hef alveg gleymt að segja þér frá því. Purdues er í Sviss. — Purdues? — Ó, Julie, mannstu ekki eftir honum. Hann var herbergisfélagi Russel á heimavistarskólanum. Russel var svaramaður við brúð- kaup hans. Svo andvarpaði hún og bætti við með óánægjuhreim: — Þau koma á morgun. Þau hringdu hingað. Þau ætla að borða kvöldverð með okkur. Get- urðu ímyndað þér nokkuð leið- inlegra? Þau koma hingað strax eftir hádegið. Ég neyðist víst til að vera elskuleg, Russels vegna. Og þau vilja, að ég hitti þau niðri við bátinn. — Hvernig í ósköpunum hafa þau komizt að því, að þú ert hér? spurði Julie. — Ó, Julie, fjöldinn allur af fólki veit að ég er hér. Lögfræð- ingurinn minn ... Dr. Milton ... Og fleiri. Þeim fannst svo gam- an að frétta, að þú værir hérna líka. Minntu mig á að segja bryt- anum á morgun, að við þurfum að hafa borð fyrir fjóra annað kvöld. Viltu gera það? Það rigndi endrum og eins næsta dag. Um hádegisbilið var gigt frú Thorpe svo slæm, að hún var „bara alveg stirðnuð". Þegar hún skjögraði til lyftunn- ar, eftir hádegismatinn, tók hún í Julie og grátbað hana að vera svo væna, að fara til móts við bátinn, sem átti að koma að enda- stöð svifbrautarinnar kl. 2. Hr. Simpson var Breti og einn hinna fáu gesta hótelsins, sem ekki talaði þýzku. Julie hafði kinkað kolli og brosað til hans og þau hvort við öðru, þegar þau hittust í forsalnum og að lokum höfðu þau kynnt sig hvort fyrir öðru. Hann var roskinn, lágvax- inn maður, en leit heiðarlega og vel út. Snjóhvítur bursti mynd- aði fullkominn hring kringum nakinn, sólbrenndan skalla hans. Þegar hún kom niður að svif- brautinni, þennan kalda þoku- dag, var Simpson þegar kominn um borð. Þau voru einu farþeg- arnir. Sætin voru aðeins harðir, grófir plankar og klefinn sveifl- aðist lítið eitt, þegar þau sátu þarna hvort móti öðru og biðu eftir að merkjaklukkan hringdi. Framhald í næsta blaði. Innbyggðir ofnar með Ijósi — gleri í hurð — tímastilli — grilli — með eða ón grillteins. Verð fró kr. 6.400,00. Eldavélar 3ja og 4ra hólfa. Hellur eða gormar, með eða ón klukku og hitahólfi. Verð fró kr. 6.400,00. Þvottapottar 50 og 100 lítra. Verð kr. 3.200,00 og 4.150,00. ABYRGÐ OG VARAHLUTAÞJÓNUSTA. KYNNIÐ YÐUR HINA HAGKVÆMU GREIÐSLUSKILMÁLA Borðhellur 3jb og 4ra hólfa. Verð fró kr. 4.500,00

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.