Vikan

Tölublað

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 5

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 5
Hedi með teketil. Nýtízku bollastell eftir Hedi, sem vöktu mikla athygli. Sýningarsalurinn Gallery 16 hefur farið vel af stað og haldið þrjár afbragðsgóðar sýningar, þeg- ar þetta er skrifað: Einkasýningu Braga Asgeirs- sonar, samsýningu nokkurra listamanna og fyrir áramótin batik- og keramiksýningu Sigrúnar Jóns- dóttur og Hedi Guðmundsson. Vonandi verður þessi viðleitni metin að verðleikum, en myndlistarstofn- anir á borð við þessa hafa áður séð dagsins Ijós í Reykjavík og lognast út af, vegna þess að ýmsar skranbúðir hafa rekið skemmdarstarfsemi á hendur myndlistarmönnum og listiðnaðarfólki með því að narra fólk til að kaupa fjöldafram- leiddar glansmyndir og innfluttar glerkýr. Hedi Guðmundsson sýndi keramik að þessu sinni og vakti sýning hennar verðskuldaða athygli. Eins og nafnið bendir til, er Hedi af austurrískum uppruna og þar lærði hún listiðn sína í borginni Graz. Síðan lagði hún land undir fót og var bæði í Þýzkalandi og á Norðurlöndum, en á leið til ís- lands með Gullfossi kynntist hún ungum íslendingi, Guðjóni Guðmundssyni, húsasmið, og þau stað- festu ráð sitt litlu síðar. Nú búa þau við Arnarvog í Garðahreppi og þar hafa þau komið sér upp brennsluofni fyrir keramik, sem brennir við hærri hita en nokkur annar ofn hér á landi, 1250 stig. Áður en hún byrjaði sjálfstætt, vann hún um tíma hjá Glit. Hedi ætlar að búa hér áfram, en hún hefur ekki hugsað sér að verða íslenzkur rfkis- borgari. Hún vill ógjarna þurfa að neyðast til að skipta um nafn. Hedi hafði um 150 hluti á sýn- ingunni; nýtízkuleg bollastell, sem vöktu mikla at- hygli, skrautvasa, skálar, lampa og tekatla. Sigrún með batiklampa og Hedi með keramikketil. VIKAN 5. tbl. g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.