Vikan

Tölublað

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 18
Guðlnn tieitir MAO Greinarhöfundur bjóst við því, að Kínverjar væru framúrskarandi vinnusamir, en komst að raun um hið gagnstæða. Þeir slóruðu og af- köstin í verksmiðjunum voru léleg. um meðan á fundinum stóð. Þessa viku, sem ég hafði umgengist hann, hafði hann alltaf verið hæglátur í framkomu og rödd hans lág og mild. En jafnskjótt og hann tók til máls á fundinum varð rómur hans harður og rámur, líkt og fyrirles- ara Pekingsútvarpsins. Andrúms- loftið á þessum fundi og mörgum öðrum, sem ég var viðstaddur með- an ég dvaldi í landinu, minnti mjög á vakningarsamkomu. En þegar ekki þurfti meira að segja, flýttu Vong Tsen og vinnu- félagar hans sér út og var greini- lega þungu fargi af þeim létt. Þeir höfðu — munnlega — vottað hinum lifandi guði, Maó, hollustu sína. Enn í dag jafnast ekkert mannvirki í Kína við kínverska múrinn, sem byggður var fyrir 22 öldum til þess að verjast harðsnúnum hirðingja- þjóðum. En ekkert benti til þess, að nokkur framleiðsluaukning yrði í verk- smiðjunni vegna hamagangsins við Tonkfnflóa. Að þessum pólítíska fundi lokn- um talaði ég heillengi við Vong Tsen heima í íbúðarkrílinu hans. Hann kvaðst hafa byrjað vinnu hjá verksmiðjunni fyrir ellefu árum, sem viðvaningur og unnið sig smám saman upp í núverandi stöðu sína, sem þjálfaður rennismiður. Líkt og flestum Kínverjum var honum mjög annt um börn sín, og*ég spurði hvað hann kysi að þau yrðu er þau kæmust til aldurs. ,,Ég vildi helzt að sonur minn yrði læknir", sagði hann — en bætti svo við, er hann minntist hins skylduga svars, ,,en auðvitað væri mér ánægja að sjá Flokkinn hagnýta starfskrafta barna minna á þann hátt, sem hann telur heppilegast." Hann talaði stoltur um trygginga- kerfið kínverska, sem myndi tryggja honum eftirlaun er hann næði sextugsaldri og greiddi mest- alla þá læknishjálp, er fjölskyldan þurfti á að halda. Hann svaraði engu er ég sagði honum að í Evrópu væru einnig elli- og sjúkra- tryggingar, en svipur hans sýndi að hann trúði mér ekki, þótt hann fyrir kurteisis sakir léti ekki á því bera. Ég spurði hver væri stærsti útgjaldaliður hans að frádregnu fæði. Svar hans kom mér á óvart. „Tvisvar á ári," sagði hann, „verð ég að kaupa skrifpappír og stíla- bækur fyrir þau barna minna, sem eru á skólaaldri. Það er töluverð- ur baggi." Ég stakk upp á því við Vong Tsen, að hann spyrði mig ein- hverra tíðinda af lífi Vesturlanda- manna. „Segðu mér," spurði hann, „er það satt að í Evrópu eigi verka- mennirnir bíla?" Næsta morgun fylgdi ég tveim- ur eldri dætrum Vong Tsens í skól- ann. Skólahúsið var stórt, bjart og vel loftræst, ekki ósvipað góðum alþýðuskóla í Bandaríkjunum. Ég hafði veitt því athygli, að börn til sex ára aldurs virtust einu mann- verurnar í Kína, sem nutu fullkom- ins frelsis. Þau hlógu og ólátuðust um allar götur, líkt og fjörugir og óþægir krakkar gera hvar sem er í heiminum. En þegar kínversk börn hafa náð sex ára aldri, verða þau alvarleg í bragði og framkoma þeirra, líkt og foreldranna, ein- kennist af aga og fremur þung- lyndislegu velsæmi. Ég skildi hvernig á þessu stóð, þegar ég hlustaði á kennslustund í skólan- um, sem dætur Vong Tsens sóttu. Börnin eru þjálfuð í þeim tilgangi að gera þau sjálfvirk. í lestrarbók- unum þeirra eru engir einfaldir frasar eins og Litla gula hænan fann fræ, það var hveitifræ", held- ur voru stúlkurnar látnar raula „Maó forseti vakir yfir fólkinu sínu. Á Göngunni Löngu verður her- mönnunum kalt. Maó forseti fer úr frakkanum sínum og gefur hann hermönnunum, ef þeim verður kalt á nóttunni," og fleira af því tagi. Seinna spurði ég óvenju fallega fjórtán ára stúlku, hvað hana lang- aði til að verða þegar hún yrði fullorðin. „Ég hlýði Flokknum og geri hvað sem hann ákveður," svar- aði hún. Á þeim fimmtán árum, sem kommúnistar hafa verið við völd f Kína, hefur kynslóð kínverskra stúlkna vaxið til þroska. íþrótta- iðkanir, skólamenntun og fullkom- ið jafnrétti við karlmenn hafa haft veruleg áhrif á þær. Sumum þeirra hefur breytingin orðið til batnaðar. Þær eru bara Ijómandi fallegar. En á hinn bóginn gerir kínverski púrítanisminn sitt bezta til að út- rýma öllu, sem minnir á kynferði. Búningur allra er hinn sami: pok- andi, kauðalegar baðmullarbuxur og drusluleg skyrta, og um vetur- inn bætist við sniðlaus treyja, þæfð, dökkblá að lit. Takmarkanir barnsfæðinga (sem voru bannaðar 1958—1961) eru nú aftur taldar sjálfsagðar, svo að kínverska mannhafið flæði ekki út yfir alla bakka. Ungu fólki er ráð- ið frá að ganga snemma í hjóna- band. Ungum mönnum er talið hæfi- legt að kvænast um þrítugt, en stúlkum er þær eru orðnar tuttugu og fimm ára. Gengið er mjög ríkt eftir því, að farið sé eftir þessum opinberu ráðleggingum. Sérstakar nefndir á vegum Flokksins eru ein- ráðar um úthlutun íbúða, og óhugs- andi er fyrir fólk, sem brýtur ofan- nefndar reglur, að verða sér úti um íbúð. Vel getur svo farið, að hjón, sem gifzt hafa áður en þau náðu tilskildum aldri, séu skilin að með valdi; flutt sitt í hvort lands- ( horn. Allir ungir Kínverjar eru und- ir stöðugu eftirliti, og það er bók- staflega ómögulegt fyrir ungt par að vera nokkurs staðar út af fyrir sig. Ungur Albani, sem ég þekkti, komst í ástasamband við kínverska stúlku og voru þau vön að hittast í íbúð sameiginlegs vinar, kínversks. En þegar upp komst um ævintýri þeirra, missti vinurinn íbúðina sína og stúlkan var send til fjarlægrar kommúnu. Séð með útlenzkum augum getur lífið í hinu kommúniska Kína sann- arlega verið með eindæmum leið- inlegt og tilbreytingasnautt, en frá kínversku sjónarmiði þarf það ekki endilega að vera þannig. Unga fólkið þekkir ekkert annað þjóð- félag og hefur því enga möguleika til samanburðar. Og langflestum Kínverjum líður betur nú en fyrir fimmtán árum. Túlkurinn minn, greindur tuttugu og tveggja ára piltur að nafni Vú Fú Súng, var ef til vill ekki hlutlaus vottur þess, en niðurstöður hans voru mjög svo dæmigerðar fyrir f jölda landa hans. „Þegar ég var lítill," sagði hann, „og átti heima í smáþorpi f Suður- Kína, dó einn bræðra minna úr hungri. Frændi minn var vellauðug- ur landeigandi, en faðir minn vann fyrir hann næstum eins og þræll. Ég man eftir stigamönnum, sem heimtuðu mat og peninga, og tóku fólk höndum og drápu það sem gísla. Þarna voru engir læknar, og þegar faðir minn veiktist, var ekk- ert hægt að gera. Enginn — jafn- vel ekki broddborgararnir fyrrver- andi — kæra sig um að fá gamla þjóðskipulagið aftur." Ég komst að raun um að túlk- urinn minn hafði rétt fyrir sér ( meginatriðum. Þess ber líka að gæta, að stjórnarvöldin beina at- hygli sinni fyrst og fremst að unga fólkinu, og þeir sem eru fertugir t og þar yfir geta hagað sér tiltölu- lega frjálsmannlega f orði og verki — þeir eru taldir hættulausir og jafnframt of gamlir til að hægt sé að turna þeim. Ég talaði við fræg- an listmálara, sem nú er á sextugs- aldri og nam áður í bandarískum skóla og talar ennþá hlýlega um bandarfska vini, sem hann einu sinni skrifaðist á við. Við flettum saman f gegnum albúm með ný- tízku málverkum kínverskum. Á einni síðunni gat að líta mynd, sem var mjög dæmigerð fyrir hina „raunsæju" list — Maó Tse-túng Framhald á bls. 36. Jg VIKAN 5. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.