Vikan

Tölublað

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 34

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 34
/ LILiJU LILJU LILUU LILJU % ö- rrt u, GERA ERFIÐA Fást í verzlunum um land allt DAGA LÉTTA 00000000^ Það var eitthvað óvenjulegt á seyði I rue de la Vallée de Misére. Á þessum tíma árs var örtröð af viðskiptavinum, sem fylltu veitinga- húsin, sungu og klingdu glösum. En í fjarri enda götunnar var óvenju- legur hópur hvítklæddra vera með hvítar háar húfur; veitingamenn- irnir í nágrannakránum og eldhússveinar þeirra, vopnaðir ólíklegustu vopnum. — Við vitum ekki hvað við eigum að gera, hrópaði einn þeirra til Angelique. — Þessir djöflar hafa sett slagbranda fyrir hurðina með bekkjunum og þeir eru með skammbyssur.... — Við verðum að senda eftir lögregluverðinum. — Davíð hljóp að sækja þá, en.... Veitingamaðurinn í kránni við hliðina lækkaði röddina: — Varðliðar konungsins stöðvuðu lögregluvörðinn I rue de la Triperie. Þeir sögðu þeim, að viðskiptavinirnir, sem væru að skemmta sér í Rauðu Grímunni, væru háttsettir aðals'menn, höfðingjar frá hirð kon- ungsins, og það gæti komið lögreglumönnunum illa i koll, ef þeir væru að stinga nefjum i þetta mál. Davíð hélt engu að síður til Chatelet, en þjónarnir höfðu einnig komið þangað og varað verðina við. — í Chatelet var honum sagt að gera út um málin við viðskiptavini sína sjálfur. Geysilegur hávaði kom út úr kránni Rauðu Grímunni, hávær hlátur, ruddalegur söngur og svo grimmúðugleg öskur, að hár veitingamann- anna stóð upp á endann, undir hárkollunum þeirra. Bekkjum og borðum hafði verið raðað fyrir gluggana. Það var ó- mögulegt að sjá, hvað fram fór inni fyrir, en út heyrðust brothljóð glers og leirvöru og endrum og eins snöggur skellur í skammbyssu, sem sennilega hafði verið miðað í fíngerðan skúlptúr hins dýrmæta kristalls, sem Angelique hafði skreytt með borðum á arinhillunni. Angelique sá Davíð í svip. Hann var hvítur eins og svuntan hans, og servíettan, sem bundin var um enni hans, var rauð af blóði. Hann kom til hennar og sagði henni stamandi alla söguna. Aðalsmennirnir höfðu komið fram með óþolandi hroka frá upphafi. Þeir höfðu fyrst verið að drekka i hinum kránum. Þeir höfðu byrjað með því að hvolfa fullri, næstum sjóðandi súpuskál yfir höfuð eins eldhússdrengsins. Það var stöðugt verið að reka þá út úr eldhúsinu, þar sem þeir ætluðu að þrífa til Suzanne, þrátt fyrir það að hún var ekki beinlínis girnileg útlits. Og að lokum hafði svo verið þessi sorglegi atburður með Linot, sem hafði vakið með þeim þessar hryllilegu þrár.... — Komdu, sagði Angelique og greip um handlegg unga mannsins. — Við verðum að líta á þetta. Við verðum að fara í gegnum garðinn. Tuttugu hendur héldu í hana. — Ertu brjáluð....? Þeir munu reka þig í gegn! Þetta eru úlfar. Hún sleit sig lausa og dró Davíð með sér inn i garðinn. Þaðan komst hún inn í eldhúsið. Davíð hafði vandlega slegið slagbröndum fyrir dyrnar, sem lágu úr eldhúsinu inn í matstofuna, áður en hann hljóp út með hinum þjónun- um. Angelique dró andann léttar. Hin eyðileggjandi hönd aðalsmannsins hafði þá að minnsta kosti ekki náð i birgðirnar, sem hún hafði komið sér þar upp með miklum tilkostnaði. Með hjálp unga mannsins ýtti hún borðinu upp að veggnum og klifraði upp á það til þess að sjá í gegnum gluggann, sem var uppi undir loft- inu inn í veitingastofuna. Hún sá eyðilegginguna blasa við. Mölbrotnir diskar, glös og bollar og óhreinir dúkar. Svínssíðurnar og hérarnir höfðu verið höggnir nið- ur úr loftinu. Dauðadrukknir mennirnir hrösuðu yfir matvælin á gólf- inu og spörkuðu þeim til hliðar. Klúrir söngvar þeirra, bölv og guð- last heyrðist nú greinilega. Flestir þeirra stóðu umhverfis eitt borðið, kringum arininn. Af lima- burði þeirra og sívaxandi loðmælgi mátti geta sér þess til, að þeir myndu bráðum falia niður víndauðir. Yfir birtunni frá eldinum var eitthvað yfirnáttúrulegt og glæpsamlegt við þessa gapandi, bablandi munna, undir svörtum grímunum. Glæsileg fötin voru slett út með vini og sósu og ef til vill blóði. Angelique reyndi að koma auga á lík Linots og veitingamannsins. Þar sem öllum kertunum hafði verið hvolft, var meginhluti stofunn- ar í myrkri. —• Hver var fyrstur til að ráðast á Linot? spurði hún í hálfum hljóðum. — Litli maðurinn, þarna yfirfrá við borðshornið, þessi sem er með bleiku borðana. Hann virðist vera fyrirliði fyir hópnum. Einmitt í sama bili staulaðist náunginn, sem Davíð hafði bent á, með efiðismunum á fætur, lyfti glasi sínu með skjálfandi hendi og hrópaði í falsettu: — Herrar mínir, drekkið skál Astrée og Asmondée, prinsa vinátt- unnar. — Ó, Þessi rödd! hrópaði Angelique og hrökk við. Hún myndi hafa þekkt hana hvar sem var. Þetta var röddin, sem ennþá vakti hana upp af verstu martröðunum: — Madame, þér eigið að deyja! Svo það var hann. Alltaf hann. Var hann af djöflinum kjörinn holdi klæddur persónugervingur hennar illu örlaga? — Varð hann fyrstur til að slá Linot með sverðinu sinu? spurði hún. — Kannske — ég man það ekki. Þessi stóri þarna fyrir aftan hann, Þessi með rauða demantinn, hann stakk hann líka. Sá maður þurfti heldur ekki að taka ofan grímuna til þess að hún þekkti hann. Bróðir konungsins og Chevalier de Lorraine! Nú var hún viss um að hún þekkti nöfn allra hinna. Einn þeirra hóf að kasta stólum og bekkjum í eldinn. Annar þreif flösku og henti henni þvert yfir herbergið. Flaskan brotnaði á eld- stónni. Þetta vor koníak. Bjartur blossi þaut upp og kveikti undir eins í húsgögnunum. Eldurinn æstist, dundi upp í gegnum reykháfinn og logandi eldibrandar ultu fram á steingólfið. Angelique flýtti sér niður af borðinu. — Þeir ætla að kveikja í hús- inu. Við verðum að hindra þá! Davið tók taugaóstyrkur utan um hana og hélt henni fastri. — Farðu ekki. Þeir drepa þig. Þau tuskuðust eitt andartak. Reiði hennar og óttinn við íkveikju juku henni afl. Henni tókst að losa sig og hrinda Davíð frá sér. Svo lagaði hún grímuna sína. Hún kærði sig ekki, fremur en mennirnir, um að láta þekkja sig. Akveðin í bragði dró hún slagbrandana frá og opnaði eldhúsdyrnar með miklum fyrir- gangi. Koma konunnar í svörtu skikkjunni með þessa undarlegu, rauðu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.