Vikan

Tölublað

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 16

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 16
GUÐINN HEITIR MAO Mao Tse-Tung leiðtogi þjóðarinnar, hið opinbera ijóSskáld ríkisins og guS. Hatar Bandaríkjamenn eins og pest- ina. Sprengjan er stoS hans og stytta og margir eru uggandi um þvílíkt vopn í höndum hans. Skúlptúr eftir Jack Gregory. Kína er eins og heil heimsálfa og samgöngur eru víSa erfiSar. Þeim gengur betur aS komast yfir fljótiS á ösnunum eSa draga vagna meS hand- afti heldur en aS koma hinum rúss- nesk-ættaSa Pobetabíl yfir. En hiS op- inbera skáld þjóSarinnar, Mao, hefur sagt: „JörSin er svo hrífandi, eins og rjóS stúlka, hvítklædd. Þannig gagntaka þau mann þessi fjöll og þessar ár, þau kalla óteljandi skara af hetjum til þess aS leitast viS aS skara framúr og nálgast jörðina." tvö hundruð og fjörutíu feta breitt, en er endum þess sleppir taka við frum- stæðingslegir troðningar. Helztu byggingar borgarinnar — Alþýðuhöllin og Byltingarsafnið, að ógleymd- um aðalstöðvum útvarps, sem öflugur hervörður t'öðugt gætir, eru byggðar í hinum kauðalega sovézka stíl. Hinn fyrírrer^armikli Ijótleiki þeirra stingur miög í stúf við fágæta fegurð arkitektúrs annarra minnismerkia og eldri við Sjanganstræti: Tíen An Men, „Hliðs Hins Himneska Friðar", og „Forboðnu Borg- arinnar" gömlu, sem nú er trjágarður, safn og dregur að margt ferðamanna. Hér er það sem leiðtogar Kína búa, jafn einangraðir frá fólkinu og For- boðna Borgin var á tfmum keisaraættanna Ming og Tang. Allir útlendingar í Peking búa einnig við einangrun. Langdvalargestir, sem starfa á vegum kínverskra aðila, búa í heljarmiki11i byggingasamstæðu utar- lega í borginni, og nefnist sá staður „Vináttugarðurinn". Var hann upphaf- lega byggður handa sovézkum tækniráðunautum, en þeir fóru 1961. Stiórn- arerindrekar og sendiráðsstarfsmenn búa annað hvort á Pekingh'óteli eða í öðru af tveimur „diplómatagettóum", sem borgin hefur upp á að bjóða. Blaða- menn og kaupsýslumenn búa jafnan á Hótel Hsin Sjíaó, sem hefur þá óborg- anlegu sérstöðu að vera eina hótelið í öllu Kína, sem útbúið er með bar. „Við fáum ekki að fara út fyrir Peking — nema til flugvallarins — jafnvel ekki til að skoða Minggrafhýsin og Múrinn Mikla, án sérstaks vegabréfs," sagði brezkur stjórnarerindreki við mig, „og flestum umsóknum okkar um ferða- leyfi utan borgarinnar er vísað frá með setningunni: „Það er ekki heppilegt"," Peitahó, baðströnd í nágrenni Peking, mega stjórnarerindrekar aðeins heim- sækja á tímabilinu frá fimmtánda júnf til þrítugasta og fyrsta ágúst, og regl- ur mæla svo fyrir: „Stiórnarerindrekar mega koma hvar sem er á Peitahó nema þangað sem þeir mega ekki koma." Sérstakar skákir á ströndinni eru ætlaðir kínverskum embættismönnum og fjölskyldum þeirra, aðrar eru teknar frá fyrir sendiráðsfólk frá kommúnistaríkium á kínversku línunni, enn aðrar eru ætlaðar kommúnistum á Rússalínu og svo hafa sendiráðsstarfsmenn „kapítalískra" ríkja og vestrænir langdvalargestir auðvitað sér skák. Langdvalargestirnir eru næstum eins einangraðir og stiórnarerindrekarnir, alveg án tillits til þess hvaðan þeir eru og á hvað þeir trúa. „Eg er búinn að vera hér í átta mánuði, en hef þó aldrei komið inn á kínverskt heimili," sagði ungur franskur tungumálanemi við mig. Ég var að vísu dálítið heppn- ari. Um nokkurra daga skeið bjó ég hjá kínverskri fjölskyIdu, allt frá því að blessað fólkið reif sig upp klukkan sex á morgnana (til að taka þátt í ein- hverskonar hergöngu undir slagorðinu Sósíalismi er góSur, sem hátalari uppi á húsþaki gjallaði í sífellu) og þangað til það háttaði á kvöldin. Gestgiafar mínir voru auðvitað „útvaldir"; á hvern máta vissi ég aldrei, en mér er þó nær að halda að þeir hafi verið mjög svo dæmigerð vel stæð Peking- fjölskylda. Vong Tsen, þrítugur að aldri, var rennismiður við Vélsmiðju númer eitt í Peking, og kona hans, Tsa, tuttugu og níu ára, vann á krana við sama fyrirtæki. Þau eiga fjögur börn: það elzta, níu ára drengur, er hjá ættingjum í öðrum borgarhluta. Vong Tsen, Tsa og hin börn þrjú (stúlkur sjö og fimm ára og áþán mánaða) búa í eins herbergis íbúð í nýtízku þriggja hæða sambyggingu. Allir í byggingunni vinna í sömu verksmiðjunni og hafa lítið saman að sælda við annað fólk. Tvær fjölskyldur eru saman um ör- lítið uppþvottaherbergi, og matur er eldaður við kolaofn. Rafliós eru í íbúð- unum, en heldur dauf, og miðstöðvarhitun að vetri. Niðri í anddyrinu er sími og innanborgarsamtöl eru ókeypis, líkt og í Sviþjóð. Tvö rúm fylltu að vísu nærri því út í herbergið, en þó var þar einnig vekj- araklukka, útvarpstæki, saumavél, kommóða og geymsluskápur úr tré. Sam- eiginleg mánaðarlaun hiónanna eru sem svarar fimmtíu og fimm dollurum. (Flestir verkamenn í Peking hafa fjörutíu og fimm jen á mánuði, eða kringum tuttugu dollara). í húsaleigu borgar Vong Tsen hálfan annan dollar á mánuði. Vong Tsen og kona hans vinna sex átta stunda vaktir á viku, og fá tveggja . M i 1 V pp }' f'. ÍBÉí Éɧ| llllllil VIKAN 5. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.