Vikan

Tölublað

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 49
um þess vegna gefið allar góðar ny-^^það er okkur ofvaxið að eiga hreina árs-fyrirætlanir upp á bátinn; Þóttj* ^jvasaklúta). og jafnvel tíu punda poka við eigum tvenn pör af hvítum hönzk- j af sykri. um, endar það aðeins með því, að: við löbbum út með tvo hægri hand- ar hanzka; hárkollur mundu aðeins verða óþarfa peningaeyðsla, því að þær okkar, sem ekki geta haldið eðii- legu hári sínu sæmilega greiddu, mundu áreiðanlega ekki koma því 1 verk, að snyrta gervihárið. Við ætt- um heldur að einbeita okkur að því, að vera í sæmilega hreinum fötum dags daglega, hafa stálhæla á skónum, því að alltaf gleymist að gera við tréhælana, þegar þeir fara að étast upp og að eiga töskur, hanzka og allt þvílíkt í einum lit, svo að við séum ekki í brúnum skóm við svarta tösku. Þegar við höfum gert okkur ljóst, að enginn mun nokkru sinni segja ,,hún er alltaf svo smart“, getum við farið að leggja áherzlu á, að líta ein- staka sinnum svo stórkostlega vel út, að allir falli í stafi af undrun og aðdáun. Jane Austen hafði rétt fyrir sér, þegar hún sagði, að engin falleg stúlka, sem vön væri gullhömrum, gæti glaðzt jafn mikið af hrósi og stúlka með venjulegt útlit, sem hlust- aði á það, hve dásamleg hún væri þetta kvöld. Við getum líka hætt við góðan ásetning um að kaupa alltaf jafnóð- um það, sem vantar, en farið að kaupa inn í stórum stíl, svo að lengra verði á milli þess, að skortur sé á öllu nauðsynlegu. Líka er hægt að kaupa ýmsar tegundir af vöru, sem ekki falla í manns eiginn smekk og geyma hana til að grípa til, þegar hitt er búið. Það er að vísu eitt í þessu, og það er, að venjulega eigum við enga peninga heldur, því að í byrjun mán- aðarins eyðum við öllu eins og sjó- maður í landlegu, en þegar peningar eru fyrir hendi má alveg eins eyða þeim í risastórar dósir af hreinsunar- kremi og marga kílómetra af andlits- þurrkum (því að þurrkurnar tilheyra nauðsynjavöru hjá okkur, þar sem Fyrir utan þetta grimmilega raun- sæi á einkenni okkar, held ég að aðeins tvennt geti hjálpað okkur. Ann- að er vani: það kann að virðast ótrú- legt, en meira að segja subbur temja sér stundum góðar venjur (við burst- um til dæmis tennurnar, þótt það komi fyrir, að við höfum ekki annað en handsápu til þess), en þessar venj- ur eru í rauninni það, sem heldur okkur uppi. Subba, sem ekki baðar sig nema þegar hún hefur tíma til, baðar sig aldrei; eina von hennar er daglegt bað á hverjum morgni. Ef hún kaupir mat hér og þar sem hún á leið um, verður aldrei neitt úr því, en kaupi hún vikulega í sjálf- sölubúðinni, verður í öllu falli eitt- hvað til vikuna út. Hitt atriðið er peningar, því að eina leiðin til að hún komi einhverju í verk er að borga einhverjum fyrir að gera það fyrir hana. Meira að segja húslegustu subburnar vilja borga eitthvað fyrir húshjálp. Hafi maður orðið of seinn með bréf í póstkassann er ekki um annað að ræða en kosta upp á langlínusamtal; gleymi hún einhverju áríðandi, er ekki um annað að ræða en borga fyr- ir að fá það sent. Eigi að hreinsa gólfteppið daglega, gerir enginn það nema dagleg húshjálp. Allar subbur ættu að giftast ríkum mönnum; ég el með mér þá leyndu von, að meðal ríka fólksins leynist einhver subba, sem enginn hefur flett ofan af enn. Peningar, slægð og raunsæi geta hjálpað okkur eitthvað; en lífið er samt miskunnarlaust. Ég skrifaði þessa grein fyrir tveimur árum, en þar sem ég var þá ritstjóri tízkusíð- unnar, fannst mér ekki sérlega við- eigandi að birta hana. Nú fannst mér að hún gæti komið í góðar þarfir; nema hvað ég fann hana auðvitað ekki og varð að skrifa heila klabbið upp aftur. ☆ VANAFESTA OG LEIKUR Augnamálnlngin Það er ekki sama hvernig augnskugginn og strikin eru sett á -— það fer allt eftir lagi og legu augnanna. Reynið eitthvað af þessu og athugið hvort það fer af til vill betur en gamla augnmálningin. Henrik er tveggja ára, og hann verður alveg óhuggandi ef mjólkurkrús- in hans stendur ekki nákvæmlega á þeirri blómamynd á bakkanum, sem honum finnst að hún eigi að standa. Begga, sem er eins og hálfs árs, er vön að sækja morgunblaðið, strax og hún heyrir skrjáfa í bréfarifunni í forstofunni. Fyrir nokkru sat hún á koppnum, þegar blaöið kom, og þess vegna sótti mamma hennar það sjálf. Þá varð Begga svo óhamingjusöm, að ekki var nokkur leið að hugga hana, nema mamma hennar færi út og setti blaðið aftur í gegnum bréfa- rifuna, þannig að litla kríiið gæti gert sín venjulegu morgunverk. Þegar Jón litli, sem bráðum er fjögurra ára, fer í rúmið, fara bæði pabbi hans og mamma með inn í herbergið hans. Eitt kvöldið á mamma hans að segja honum sögu og það næsta pabbi hans. Meðan Jón háttar sig syngur hann: Pabbi elskar Jón, Jón elskar pabba, mamma elskar Jón, Jón elskar mömmu, pabbi elskar mömmu, mamma elskar pabba o.s.frv. aftur og aftur. Síðan eiga báðir foreldrarnir að kyssa bæði Jón og bangsa og svo tuskufílinn, áður en þau fara frá honum. Slíkir vanar virðast eflaust flestu fólki einkennilegir og óskiljanlegir. En það er mikið meira þarna bak við en sést í fljótu bragði. Svo nefndir séu kvöldsiðir Jóns litla, er enginn vafi á því, að þeir veita honum ró og öryggi undir svefninn. Hann sofnar strax eftir þessar „seremoníur" — sæll og viss um að allt sé eins og það á að vera í litla heiminum hans. Annars geta mæður auðveldlega notað vana barnanna sér í hag. Lóló gerir alltaf heilmikið uppistand, þegar hún á að fara úr baðinu. Eitt kvöld- ið pakkaði mamma hennar henni inn í stórt baðhandklæði. Pakkinn með stelpuanganum var sendur til pabba, sem ekki átti von á neinu. Þetta fannst Lóló svo skemmtilegt, að nú flýtir hún sér upp úr baðinu á hverju kvöldi til að leika pakka fyrir pabba. Sigga var ekki verr við neitt en að láta þvo á sér hárið, en nú sættir hann sig með glöðu geði við þá hreingerningu, bara vegna þess, að mamma hans fann einu sinni upp á því, í miðjum hamaganginum, að segja að hann væri blóm, sem garðyrkjumaðurinn yrði að vökva vel, svo að það yrði stórt og fallegt. Þótt börn á vissu aldursskeiði séu vanaföst 1 sambandi við sérstaka hluti, þarf það alls ekki að þýða það, að þau séu neitt sérlega vanaföst í eðli sínu, og ef þetta helzt óeðlilega lengi fram eftir aldri, á heldur að reyna að draga úr því — enginn er bættari með vanafestu og kreddusemi á fullorðinsaldri. Eins geta vanar barnanna verið einn í dag og annar á morgun. Aumingja ÓIi litli ,sem alltaf vildi sykuriaust skyr á morgnanna, vill nú gjarnan sykur út á það, en getur varla verið þekktur fyrir það, þar sem mamma er búin að slá því föstu, að hann vilji þetta ekki og að hann sé svo vanafastur að eðlisfari. Það á ekki að reiðast börnunum eða sýna þeim óþolinmæði þótt þau séu með svona sérvizku, heldur hafa það hugfast að þetta er þeim eðlilegt á tímabili og jafnvel nauðsynlegt við innra öryggisleysi, en eldist af þeim ef allt er með felldu. VIKAN 5. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.