Vikan

Tölublað

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 17

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 17
vikna sumarfrí á ári. Líf þeirra, eins og líf hundrað millióna verksmiðju- verkamanna hvarvetna í Kína, er svo rækilega bundið við verksmiðjuna þeirra, að ótrúlegt má kallast. Verksmiðjan hefur eigin íþróttavelli, auk vöggustofu og leikvallar fyrir börnin, kvikmyndahúss, leikhúss og stórs fundarhúss. Matsalan er alltaf þéttskipuð; þar eru afgreiddir ýmsir rétt- ir, sem kosta frá átta fenum (eða kringum fjögur sent) upp í tuttugu og fimm fen (eða tfu sent). Hrísgrjón, spaghetti og brauð er aðeins hægt að fá gegn skömmtunarmiðum, en skammturinn er vel úti látinn — þrjátíu pund á mánuði á hvern fullorðinn. „Ég matreiði yfirleitt ekki heima, nema á sunnudögum," sagði Tsa. „Það tekur langan tíma að búa til mat, jafnvel einfalda klnverska rétti." Á verkstæðum og mat- sölustöðum getur hvarvetna að Ifta borða og skilti með áletruðum slag- orðum og „hugleiðingum fyrir vikuna", ásamt geysistórum myndum af Maó, sem alltaf er jafn unglegur, brosandi og mjúkur á manninn. Slag- orðin á verkstæði Vong Tsens hvetja hann til að: LESA RITVERK MAÓS FORSETA HLÝÐA Á MÁL MAÓS FOSETA VINNA UNDIR LEIÐSÖGN MAÓS FORSETA VERÐA GÓÐUR VERKMAÐUR HJÁ MAÓ FORSETA Vinnuhraðinn í verksmiðjunni er ekkert ofboðslegur. „Hið fyrsta, sem ég komst að raun um f Kína," sagði tékkneskur tækniráðunautur, sem starfaði við vefnaðariðnaðinn í Peking, „var að þar gengur áróðurinn fyrir framleiðslunni. Umræðum um starfsáætlanir er oftlega frestað til að koma stjórnmálarökræðum að." Vikurnar næstu fyrir fyrsta október slepptu verkamenn f Peking úr ótöldum vinnustundum til undirbúnings skrúðgöngunum á þjóðhátíðardaginn. Þegar Vong Tsen var búinn með vaktina sína, sá ég hann setjast að skyldubundnum pólítískum rökræðum ásamt sex öðrum verkamönnum. Hver verkamaður kom til fundarins með eintak af Ren Mín Ríbaó, Alþýðu- blaði þeirra f Peking. Einn úr hópnum les fyrst ágrip af leiðara dagsins, en síðan er hinum ætlað að koma fram með athugasemdir. Fundurinn, sem ég varð vitni að, var haldinn skömmu eftir árás Norður- Vfeta á bandarísk herskip á Tonkínflóa og gagnaðgerðir Bandarfkja- manna. Auðvitað fékk kínverskur almennnigur ekki annað að heyra, en að um algerlega ástæðulausa ofbeldisárás af hálfu Bandaríkjamanna hefði verið að ræða (á árásir tundurskeytabátanna var ekki minnzt). í leiðaranum voru Kínverjar hvattir til að vera við þvf búnir, að banda- rísku ofbeldisseggirnir létu ekki hér við sitja, og að leggja harðar að sér við störf sín svo að Kfna yrði sterkara. Vong Tsen endurtók fyrir- lesturinn upp úr leiðaranum frá orði til orðs og gaut augunum á með- an öðru hvoru niður á blaðið, sem hann hafði fyrir framan sig. „Þegar ég heyrði ritstjórnargreinina," bætti hann við, „gat ég ekki varizt þvf, að fyllast reiði gagnvart hinum bandarfsku heimsvaldasinnum. Eg heiti því, að efla viðleitni mína til hjálpar þjóð Vfetnams, að leggja harðar að mér í verksmiðjunni, og að leggja fram minn skerf til baráttunnar gegn bandarísku heimsvaldastefnunni." Vong Tsen tók furðulegum hamskipt- VIKAN 5. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.