Vikan

Tölublað

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 9
Grenoble: Hér verða næstu vetrarolympíuleikar Ekki er nýafstöðnum Olympíuleikum fyrr lokið en farið er að tala um þá næstu, sem fram eiga að fara 1968. Vetrarleikarnir hafa nú'verið ákveðnir í Grenoble í frönsku ölpunum og þar í kring. Bærinn hyggst nota þessa upphefð til þess að ná mikilli frægð sem vetrarsportstaður og nú þegar eru olympisku hringirnir komnir í auglýsingar þaðan. Fransmenn hafa varið miklum peningum og erfiði til þess að auglýsa upp frönsku Alpana sem skíðaland á borð við Sviss og Austurríki. Árið 1945 voru einungis 15 skíðastaðir (með hótelum) í frönsku Ölpunum, en nú eru þeir 120. 1949 voru á þessum slóðum 325 hótel en nú eru þar 453 hótel. Og þegar þess er gætt, að þarna í grenndinni eru hvorki meira né minna en 464 skíða- lyftur, þá hlýtur þetta að vera hrein- asta paradís fyrir skíðafólk. Frans- menn stæra sig auk þess af Mont Blanc, sem er ekki langt frá Grenoble og hæsta vetrarsportstað yfir sjávar- máli, Tignes, sem er i 2100 m hæð. Með auknum frítíma hvarvetna og vetrarfríum í vaxandi mæli, hefur skíðaíþróttin átt stórauknum vinsæld- um að fagna og fátt þykir fínna, en dveljast á þekktum skíðastað í Ölp- unum. Talið er að Fransmenn eigi hálfa aðra milljón manna, sem iðkar skíðaíþróttina að staðaldri. Það er því miður oft að lögreglan kemst að því að sprengja hafi vald- ið slysinu. Segið ekki sprengjuskrýtlur í flugvélum Það er að feerast í aukana, að svokölluð loftmorð séu framin í Bandaríkjunum. Menn með kýli í kollinum hafa losað sig við tengdamæður, eiginkonur, mæður eða kærustur, með því að sprengja þær í loft upp í flugvélum, ásamt öllum farþegum og starfsfólki vél- arinnar. Oftast eru slík morð fram- kvæmd einungis til að komast yfir tryggingarfé, og heimatilbúnum sprengjum þá komið fyrir í farangri. Þegar vélin er svo komin á loft, stjórnar vekjaraklukka sprengjunni, sem springur eftir vissan tíma og orsakar flugslys. Að minnsta kosti fimm eða sex slík flugslys hafa orðið á sfðustu árum, og í þeim hafa farizt um 150 manns. Það hefur Ifka komið fyrir, að menn hafi framið sjálfsmorð með því að sprengja sjálfa sig í loft upp ásamt öllum öðrum í vélinni. Ástæðan hefur ávallt verið sú sama: Trygg- ingarsvik. En jafnvel að ræða að gamni sínu um sprengjur í flugvélum, varðar nú refsingu f Bandaríkjun- um. Flugfélögin reikna með þrem slíkum „bröndurum" á hverri viku, og á sfðasta ári voru 142 slíkir brandarakarlar teknir fastir þar. Bæði flugfélögin, dómsmálaráðu- neytið og FBI eru orðin þreytt á slíkum gosum og gríni þeirra. Þung- ir dómar bíða hinna seku. Það er nefnilega engin aðferð til, til þess að komast fljótlega að því hvort um grfn eða alvöru er að ræða. Ekkert er lagt í hættu, þegar um er að ræða allt að 180 mannslíf. Glens um sprengjur f flugvélum orsakar nú örugglega brottvísun úr vélinni og ákæru til lögreglunnar. Bandarískur yfirmaður í hernum gerði nýlega að gamni sínu, þeg- ar farangur hans var settur um borð í flugvél, og hafði orð á því, að sprengja væri í farangri hans. Hann var umsvifalaust tekinn fast- ur og FBI kalluð á staðinn. Tveim vikum sfðar var hann dæmdur í um 10 þúsund króna sekt og f árs eftirlit. Geimfari nokkur steig um borð í flugvél ásamt vini sín- um, fór að glensast við flugfreyj- una og sagði: „Hafðu auga með vini mínum hérna. Hann er með sprengju í töskunni". Báðir voru þegar í stað reknir úr vélinni (hún hefur Iíklega ekki verið komin á loft), og geimfarinn var dæmdur í um 20 þúsund króna sekt. Hin nýju STRETCH STRAP brjóstahöld frá Jýilwuetk. eru öðruvísi Einu sinni Alltaf wwuetté HEILDSÖLUBIRGÐIR: Verzlunarfélagið SIF Laugavegi 44 — Sími 16165 LÆ-ö' eö\Ae6a GJáS’T óxlunu^- STRETCH STRAP brjóstahöldin hindra ekki eðlilegar hreyfingar, snúast ekki, særa ekki og þér getið breytt hlíralengd að vild. Skálarn- ar gefa yður fallegar línur. Teygja á hliðum og baki fyrir- byggir fláa og heldur þeim stöðugum. — Hvar sem teyg- ist á brjóstahöldunum er Lycra. — Fást í hvítum og svört- um lit og öllum stærðum. VIKAN 5. tbl. Q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.