Vikan

Tölublað

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 11

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 11
LITIÐ UM ÖXL TIL EYJA Síðasti hluti EFTIR LOFT GUÐMUNDSSON TEIKN. HALLDÓR PbTURSSON þar sem fegurst er tali'ð landslag i Evrópu. En hann vissi hvergi fegurra en í Eyjum; sneri þvi heim þangað, kom sér upp litilli tann- Iœkningastofu, fágaður heimsmaSur og öllum prúðari og jafnvigur á frönsku, itölsku og þýzku og fagurkeri á bókmenntir, tónlist og myndlist. En ekki gerSu allir Eyjaskeggjar viðreist. DugnaSarformaSur þar sagSi mér frá því, er hann fór fimmtugur á alþingishátiSina á þing- völlum áriS 1930, og sá rennandi vatn í fyrsta skipti á ævinni, þegar bíllinn fór yfir brúna á ElliSaánum. . . . KJÖRVIÐIR OG KYNLEGIR KVISTIR Þó aS aldrei yxi skógur i Eyjum, greru þar kjörviðir i annarri merkingu af traustari rót, vökvaSir sædrifi og seltu, stæltir viS sviptibylji og skarSaveSur. Kjarkmiklir og æSrulausir garpar, sem sóttu fast til fanga, bæSi á sjó og i björg. Kannski voru þeir á stundum fullkappsmiklir i sókn sinni. En sökum merkilega náinna tengsla þeirra viS höfuSskepnurnar, treyst viS erfSareynslu kynslóS fram af kynslóS, sem meSal annars kom fram í alltaS ósfreskri skyggnigáfu á sjólag, skýjafar og birtubrigSi, svo og harSfylgi þeirra og þrek urðu slys færri af dirfsku þeirra en ætla mætti, þegar þess er gætt hve litlum farkosti þeir stýrSu og aS hvergi verSa sneggri veSrabrigSi og harSari eða hafrót meira en við Eyjar, enda fyrir opnu Atlantshafi. Sá, sem séS hefur brim sleikja grös á sjötiu metra liáu bergnefi á Bjarnarey og sletta löðr- inu yfir bergkrikann milli MiSkletts og Heimakletts hlýtur aS bera lotningu fyrir þessum mönnum og minningu þeirra. Oft hef ég óskaS þess, aS ég hefSi reynslu og þekkingu til aS segja frá afrekum þessara gömlu garpa, en þaS geta þeir einir, sem bornir eru og barnfæddir i Eyjum — en þaS gera þeir ekki, þvi aS þeim finnst allt þessháttar eSlilegt og hversdagslegt, og svo fellur þetta i gleymsku. ÞaS væri líka freistandi aS geta nútímagarpa þar, sem moka upp fiskinum á stóra og glæsilega vélbáta, sem þeir gömlu myndu hafa kallaS hafskip, en þeirra saga verSur seinna skráS af öðrum, þegar hún er öll — og þaS er langt þangað til, sem Framhald á bls. 39. VIKAN 5. tbl. J J

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.