Vikan

Tölublað

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 41

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 41
Tvö heimsfyrirtæki FRA AEG: SJÁLFVIRKAR ÞVOTTAVÉLAR, ELDAVÉLAR, ELDAVÉLASETT, GRILLOFNAR OG ÚRVAL ANNARRA HEIMILISTÆKJA. FRA BOSCH: KÆLISKÁPAR, FRYSTIKISTUR, ÞEYTIVINDUR OG HRÆRIVÉLAR. SOLUUMBOÐ: Reykjavik: Akranes: Patreksf jörður: ísaf jörður: Sauðárkrókur: Akureyri: Húsavík: Austurland: Vestmannaeyjar: Keflavík: Húsprýði h.f., sími 20440—41. Staðarfell h.f. Vesturl jós. Verzl. Kjartans R. Guðmundssönar. Kaupfélag Skagfirðinga. K.E.A'. kaupfélag Þingeyinga. Verzl. Elísar Guðnasonar, Eskifirði. Haraldur Eiríksson. Stapafell. Bræðurnir Ormsson h.f. Vesturgötu 3 — Sími 11467. að eiga að lestri loknum. Lánaði Hjörsi svo sjómönnum á vertíð bækur úr þessu safni sinu við vægu gjaldi en misháu, og fór það eftir gæðum bókanna. Var leigan á glæpareyfurum og þess- háttar bókmenntum 50 aurar, fyrir sæmilegar bælcur 25 aurar — en beztu bækurnar lánaði hann ókeypis, „og vildi enginn lesa þær samt,“ að hann sagði og kom þar enn fram takmörkuð virðing Hjörsa fyrir mannfólk- inu. ÞEIR VINNA STRÍÐIÐ Þegar bandarískt hernámslið settist að í Eyjum, rann upp gull- öld lijá Hjörsa, því að þá snýtti hann sér fyrir erlendan gjald- eyri. En þar eð hann gerði sér ljóst að fjölbreytnin eykur eft- irspurnina, tók hann nú upp nýjar skemmtiaðferðir og nýjar fjáröflunarleiðir, sem báru vitni ríkari hugkvæmni en almennt gerist. Hann hafði hár þétt, strítt og uppstætt, sem mjög var tekið að grána. Fékk hann rakara i lið með sér, sem klippti haus hans þannig, að hárburstinn myndaði liáan kamb, eins og burst á rómverskum legíóna- hjálmi, en snöggklippt báðum megin við, svo að ris kambsins sýndist sem mest. Var Hjörsi þá furðulegur ásýndum, þegar hann tók ofan liúfuna — en það gerði hann ekki nema fyrir bein- harðan bandariskan gjaldeyri og hátt aukagjald, ef hernámsmenn fengu leyfi til að taka myndir af honum þannig. Urðu margir til þess eigi að siður og greiddu Iljörsa jafnvel enn hærra gjald, en hann setti up. Það var einhverju sinni að ég kom að Hjörsa, þar sem liann var að stinga á sig slíku leyfisgjaldi og glotti að vanda. „Þetta eru kjánar,“ varð honum að orði, þegar liann sá mig, „en þeir hafa peninginn og þeir vinna striðið.“ Hitler hefði betur ráð- fært sig við Hjörsa, áður en hann lagði út í það vafasama fyrir- tæki, er varð þriðja ríkinu að falli.... Vegna atburða, sem hér verða ekki raktir, töldu yfirvöld í Eyj- um nauðsyn bera til að Hjörsi yrði sendur á Klepp til geðrann- sóknar um tíma, og var lögreglu- þjónn látinn fylgja honum þang- að við annann mann. Tók dr. Helgi Tómasson þeim vel, enda ekki óviðbúinn komu þeirra, og bauð þeim inn í skrifstofu sína, á meðan hann væri að ganga frá einhverjum nauðsyn- legum skilríkjum. Var Hjörtþór að vanda hinn hæverskasti í framkomu. En svo kom þar, að Hjörtþóri leiddist þögnin í skrifstofunni. Reis hann þá úr sæti sínu, bað dr. Helga afsökunar eftir öllum kúnstarinnar reglum.... „Fyrir- gefið, dr. Helgi, en má ég snýta mér?“ Það fannst dr. Helga auðvitað sjálfsagt, en fylgdarmenn Hjörsa, sem vissu hvers mundi von, föln- uðu við og fengu þó ekki að gert er Hjörsi brá klútnum að vitum sér, dró hné að kviði, sneri sér i liálfhring og snýtti sér með linykk — og dró ekki af. Þótt- ust fylgdarmenn Hjörsa aldrei hafa heyrt aðra eins ógnarþrumu úr nefi hans, en dr. Helgá varð svo um, að hann spratt á fætur og vissi ekki livaðan á sig stóð veðrið. Þá glotti Hjörsi. „Slæmur á taugum, dr. Helgi?“ spurði hann liæversklega og stakk snýtu- klútnuni í vasa sinn. Að þvi er Hjörsi sagði sjálfur frá síðar, varð þetta upphaf nokkurrar vináttu með dr. Helga Tómassyni og lionum. Víst er um að, dr. Helgi dæmdi Hjört- þór algerlega lieilan á geðsinun- um. Að sjálfsögðu sá Iljörsi sér færi á að hagnýta sér Klepps- dvölina i auglýsingarskyni þeg1- ar aftur kom heim til Eyja; kvaðst Iiann seinna hafa snýtt sér „privat“ fyrir dr. Helga og það ókeypis, en doktorinn h.efði tekið ósköpin upp á gramnió- fónplötu í því skyni að senda hana erlendum sérfræðingi til rannsóknar. Hafði Hjörsi það og eftir lækninum, að þarna mundi að öllum likindum um heims- metssnýtu að ræða, en þó kæmu þrir aðrir mikilhæfir snýtugarp- ar erlendir til greina; væri einn Tyrki, annar ungverskur og sá þriðji — kaþólskur. Og Hjört- þór glotti við. . . . Ýmsar aðrar sögur mætti af Hjörsa segja, en hér skal staðar numið. Mér verður liann minn- isstæður, og þó ekki fyrst og frémst sem afburðasnjall trúð- leikari, sem hann þó áreiðanlega var — heldur sem ógæfusamur maður, er faldi sár sín undir skrípishamnum er siðar varð honum smánisaman hrjúft og siggkennt hörund, sem engin vopn bitu.... en lierti svo að honum, jafnt og þétt. .. . Ný tilgáta um eðli alheimsins Framhald af bls. 27. kominn í þessa fjarlægð, aðeins tvær af 19 vera sjóanlegar; vetrar- braut vor og Andromeda. Og í 10 milljón Parseca fjarlægð, myndu aðeins 6 eða 7 sjáanlegar. Líkur benda til að stærðir vetr- arbrautanna séu af áþekkum flokk- um, um allan geim, ef meðaltöl eru tekin, þó frá kunni að bregða í ýmsum tilfellum. VIKAN 5. tbl. ^

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.