Vikan

Tölublað

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 37

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 37
til að binda enda á ringulreið og stiórnleysi." Þetta tiltölulega mikla umburð- arlyndi, sem kínverskir kommúnist- ar sýna eldri kynslóðinni, kemur líka að nokkru fram gagnvart þjóð- ernisminnihlutum landsins. Þegar ég heimsótti Kínversku Mongólíu, hitti ég fyrir mér hirðingia, sem lifðu álíka frjálsu lífi og kúrekar villta vestursins. Eg náði til hirð- ingiabúða nokkurra, um sjö hundr- uð mílur norður af Peking, eftir þriggia daga ferð með járnbraut- arlest, flugvél (kínverskri stælingu á DC-3) og rússaieppa. Búðirnar tilheyrðu að vísu „samyrkjubúi" einu, en hirðingjarnir máttu hafa fjórðung kvikfénaðarins til eigin nota og selia og kaupa eftir vild. Ég átti tal við ungan, aðlaðandi pólitískan kommissar, tuttugu og fimm ára gamla stúlku að nafni Potsjaí, og spurði hvenær hún héldi pólitíska umræðufundi. „Þegar timi gefst til þess — en það er sjaldan," sagði hún. „Við höfum sautián þús- und skepnur að líta eftir — að meðtöldum villihestum, kamelum og sauðkindum." Alltaf á hálfsmán- aðar fresti, sagði Potsjaí mér, eru tjöldin tekin upp, sett á vagna, sem tjaldað er yfir, og hirðingjarnir flytja sig á einhvern annan stað, á þvi þúsund fermílna svæði, sem heyrir undir kommúnuna þeirra. Líf þeirra ber lítil merki þeirrar undir- gefni við kreddur og kennisetning- ar, sem flestir Kínverjar verða að gera sér að góðu. Ég spurði embættismann þann, er ferðaðist með mér, hvort engar tilraunir hefðu verið gerðar til að breyta lifnaðarháttum hirðingjanna. „Við höfum ákveðin fyrirmæli," sagði hann, „til að gera ekkert í þá áttina — eins og sakir stana’a. Við höllumst frekar að því, að bæta líf þeirra en breyta því gagngert." Sennilega er þó megin ástæðan þjóðfræðilegs eðlis. Kínversku Mongólarnir eru lítt frábrugðnir þjóðbræðrum sínum í Mongólíu ytri, sem er sjálfstætt ríki undir sovézkri vernd. Ef Kínverjar tækju upp á því, að herða tökin á þeim, myndu þeir einfaidlega flytja sig norður yfir landamærin. Með öðrum orð- um sagt: Maó þolir Mongólunum hina frjálslegu lifnaðarhætti þeirra vegna þess, að hann getur ekki annað. Maó, hvers myndir blasa við á hverjum vegg, hefur engan opin- beran titil annan en Forseti Mið- nefndar Kommúnistaflokksins, en engu að síður er hann ennþá hinn dularfulli patríarki þjóðar sinnar. Kínverjarnir hafa ekki hugmynd um hvar Maó býr eða hvernig einka- lífi hans er varið. Hann hefur aldrei birtzt í kínverska sjónvarpinu né talað í kínverska útvarpið. Ég hafði ekki búizt við að sjá hann í holdinu, en svo var mér allt í einu smokrað inn í hóp franskra stjórnmálamanna og iðju- hölda, er valizt höfðu til fundar við hann. Við fórum frá Peking snemma morguns með brezk-smíðaðri Vis- countflugvél og lentum í Hangtsjá, borg á vatnsbakka um sjötíu og fimm mílur suður af Sjanghaf. Jafn- skjótt og við vorum komnir út úr vélinni var farið með okkur til Hótel Hangtsjá í vesturúthverfum borgarinnar. „Þið gerið svo vel að bíða á hótelinu," sagði ungur em- bættismaður, sem var í för með okkur. „Þið verðið látnir vita klukkustund fyrirfram." Ég spurði, hvort við yrðum leiddir fyrir for- setann þá um daginn. „Kannski í dag, kannski á morgun," sagði hann. Klukkan fjögur eftir hádegi barði hann að dyrum hjá mér og sagði: „Gerið svö vel að vera tilbúinn eftir klukkustund." Klukkustund síð- ar höfðum við safnazt saman í einkasetustofu nokkurri, og þar kom til okkar Vang Ping Nan, vara- utanríkisráðherra. Við biðum nú í klukkustund. Þá birtist áðurnefnd- ur fylgdarmaður okkar einu sinni enn. „Gerið svo vel að fylgja mér," sagði hann. Við ókum, hægt, um sjö mínútna leið gegnum skóg á vatnsbakka og trjágarð. Ég sá lögreglumönnum bregða fyrir öðru hvoru, svo og merkjum, sem héldu brautinni op- inni fyrir ökkur. Svo beygði forustu- bíllinn, sem var af gerðinni Rauði Fáninn (kínversk stæling á 1950 árgerð af Cadillac), inn á mjóan hliðarveg, og var þar vopnaður vörður við gæzlu. Vegurinn hlykkj- aðist áfram um tvö hundruð jarda leið, en þá tók við þyrping af búngalóum. Þrátt fyrir myrkrið gat ég greint fjögur einnar hæðar hús, eina þriggja hæða byggingu og — í fjariægð — gullið þak lítillar pagóðu. Stærsti búngalóinn var uppljómaður, og í dyrum hans stóð Maó. Embættismaður nokkur kynnti okkur. Maó brosti, gestirnir hneigðu sig, og Maó bauð öllum inn með mjög ákveðinni handarhreyfingu. f forstofunni stillti hann gestunum upp sér til hægri og vinstri handar, nema hvað þeir lágvöxnustu voru látnir standa á upphækkun fyrir aftan hann. Samtímis kom fram Ijósmyndari með blossvél og tók eina mynd af hópnum. Síðan gekk Maó á undan okkur inn f stórt, vel upplýst herbergi með teppum á góifi og dökkrauð- um veggtjöldum (þetta var fyrsta kínverska húsið, sem ég hafði kom- ið í, þar sem ekki hékk uppi mynd af Maó). Hann settist í einn hinna tíu hægindastóla, sem stóðu um- hverfis fundarborð og benti okkur BLAUPUNKT FERÐATÆKI með festingum í bíla. Einnig má setja í samband plötuspilara eða segulband. SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU „Standard" Festingar í flestar tegundir bifreiða. BÍLTÆKI Feröa- tækí með innbyggðum plötuspilara fyrir allar stærðir af plötum - battery og 220 volt. mismunandi tegundir ferða- tækja með bátabylgju. FULLKOMIN VIÐGERÐAÞJÓNUSTA RADMOVER sf. Skólavörðustíg 8 - Reykjavík - Sími 18525

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.