Vikan

Tölublað

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 36
BIFREIÐAEIGENDUR BIFREIÐAVERKSTÆÐI i ALLT I BENZIN■ OG DIESELVELAR HEpÖliTE STIMPLAR, SLIFAR OG HRINGIR AUTOLITE KERTI, KERTAÞRÆÐIR, O.FL. VELAPAKKNINGAR -TRANCO VEN7LAR OG STÝRINGAR ENDURBYGGJUM BENZiN- OG DIESELVÉLAR RENNUM SVEIFARASA BORUM VÉLABLOKKIR PLÖNUM HEDD- OG VÉLABLOKKIR SENDUM í PÖSTKRÖFU Þ. JONSSON & CO BRAUTARHOLTI 6 ■ SÍMAR 15362 & 19215 - REYKJAVIK grímu á andlitinu, orsakaði stundarhik meðal ólátaseggjanna. Söngur- inn og ærslin þögnuðu. — Ó! Rauða gríman! — Herrar mínir, sagði Angelique valdsmannslega. — E’ruð þið gengn- ir af göflunum? Öttist Þið ekki reiði konungsins, þegar almannarómur gerir honum kunnugt glæpi ykkar? Af þögninni, sem fylgdi, fann hún, að hún hafði nefnt hið eina orð — konungurinn — sem var þess megnugt að smjúga inn í kófdrukkna heila mannanna og kveikja örlítinn neista af undirgefni., Hún fylgdi eftir þessu fyrsta lagi og gekk ákveðin fram á gólfið. í'yrirætlun hennar var að komast að arninum Og draga úr honum logandi húsgögnin, til að minnka logann og koma í veg fyrir að kvikn- aði í út frá reykháfnum. 1 sömu andrá sá hún, undir borði, misþyrmdan líkama Maitre Bourjus. Við hlið hans lá Linot með opinn maga, en andlit hans var hvítt eins og snjór og friðsamt eins og engilsásjóna. Hann virtist sofandi. Blóð þessara tveggja fórnarlamba rann saman við vínlækina, sem streymdu milli brotinna flaskna. Þessi skelfilega sjón lamaði hana eitt andartak. Og eins og villidýra- temjari, sem missir tökin á dýrunum sínum ef hann lítur af þeim eitt andartak, missti hún stjórn á þessum ölóða flokki. — Kona! Kona! — Það er einmitt Það, sem við þurfum á að halda! Ruddaleg rödd þreif um háls Angelique. Hún fékk Þungt högg á gagnaugað. Henni sortnaði fyrir augum. Hún gat varla andað fyrir ógeði. Hún vissi ekki lengur, hvar hún var. Einhvers staðar í fjarska æpti kona, hátt og endalaust. Henni varð Ijóst, að það var hún, sem var að æpa. Hún lá á borði, og svört, grímuklædd höfuð hÖlluðu sér yfir hana með hlæjandi munnum. Úlnliðum hennar og ökklum var haldið niðri með járnhnefum. Pilsum hennar var ruddalega lyft. — Hver fyrstur? Hver vill fara fyrstur? Hún æpti, eins og maður æpir af martröð, i samofa skelfingu og örvæntingu. Líkami lagðist ofan á hana. Munnur leitaði að hennar. Svo varð þögnin svo djúp, að Angelique hélt að hún hefði misst með- vitund. Sú var þó ekki raunin. Ofsækjendur hennar höfðu þagnað skyndilega og stóðu eins og helfrosnir í sömu sporum. Vínmött og hrædd augu þeirra störðu á eitthvað á gólfinu, neðan sjónmáls Angelique. Maðurinn, sem fyrir andartaki hafði klöngrazt upp á borðið til að nauðga ungu konunni, flýtti sér aftur niður á gólf. Þegar Angelique fann, að hendur hennar og fætur voru frjálsir að nýju, settist hún upp og lagaði pils sin í flýti. Hún var rugluð. Það voru eins og töframaður hefði skyndilega sveiflað staf sínum, og gert óðan hópinn að steingerv- ingum. Hún renndi sér hægt niður á gólf. Þá fyrst sá hún hundinn Sorbonne, sem hafði ráðizt á litla manninn með bleiku borðana, fellt hann í gólf- ið og hafði kjaftinn um háls hans. Hundurinn' hafðt, eins=og Angelique, komið ihn um eldhúsdyrnar, og árás hans var leiftursnögg. Einn hinna ölóðu stamaði: — Kallaðu á hundinn.... Hvar er skammbyssann ? — Hreyfið ykkur ekki, skipaði Angelique. — Ef þið hreyfið ykkur hið minnsta, skipa ég hundinum að bíta bróður konungsins á barkann. Fætur hennar nötruðu undir henni eins og örmagna veðhlaupahesti, en rödd hennar var hrein og skær. — Hreyfið ykkur ekki, herramenn, endurtók hún. — Annars verðið þið allir ábyrgir fyrir konunginum vegna dauða bróðurs hans. Hún gekk mjög hægt fáein skref. Hún leit á Sorbonne. Hann hélt fórnarlambi sínu eins og Desgrez hafði kennt honum. Eitt einasta orð, og járnsterkir kjálkarnir myndu sundurslíta þetta másandi hold og bryðja beinin. Óregluleg hljóð bárust upp úr barka Monsieur d’Orléans. Hann var að byrja að blána. — Warte! sagði Angelique lágt. Sorbonne dillaði örlítið skottinu til að gefa til kynna, að hann skildi hana og biði eftir skipunum. Umhverfis þau stóðu aðrir þáttakendur svallveizlunnar grafkyrrir. Þeir voru allir of drukknir til að skilja hvað var að gerast. Þeir sáu aðeins, að Þessi voðalegi hundur var í þann veginn að kyrkja bróður konungsins, Monsieur, og það var nóg til að halda þeim stjörfum. Án þess að taka augun af þeim, opnaði hún skúffu í einu borðinu og tók þaðan hníf. Hún gekk að manninum með rauðu gimsteinana, sem stóð næstur henni. Þegar hann sá hana lyfta hnífnum, hörfaði hann undan. Framhald í næsta blaöi. öll réttindi áshilin — Opera Mundi, París. Guðinn heitir Mao Framhald af bls. 18. þrýstandi hendur kátra kotunga. „Málar þú svona nokkuð?" spurði ég. Hann gretti sig. „Mín sérgrein er bambusreyr," sagði hann. „Þeg- ar ég er beðinn að gera svona nokkuð," hann drap hendi við myndinni — „þá segist ég alltaf kunna miklu, miklu betri tók á jurtagróðri." Fyrrverandi „borgaralegur" blaðamaður, sem nú stundar þýð- ingar, fær að sækja veizlur hjá Vesturlandamönnum og hitta stjórn- arerindreka þeirra. „í fyrstu," sagði hann, „tortryggðu nágrann- arnir okkur hjónin vegna þessa. „Götunefnd" Flokksins vlldi vita hvers vegna við tækjum slíkum heimboðum. En nú er öll slík af- skiptasemi búin að vera. Auðvitað sæki ég enn pólitíska fundi. En það væri ósanngjarnt að segja að við ættum við óþolandi kúgun að búa." „Kínverskir starfsmenn vestrænna sendiráða," sagði stjórnarerindreki nokkur, „vita, að sú mynd, sem ráðamenn landsins gefa þjóðinni af útlöndum, er rammfölsk. En jafn- framt eru þeir innilega stoltir af hinu nýja Kína — af aðstöðu þess sem meiriháttar stórveldis. Og þeir trúa því að tilgangurinn helgi meðölin — að járnharðan aga þurfi gg VIKAN 5. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.