Vikan

Tölublað

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 7
HVAT ES MEÐ DRAUGUM? Herra ritstjóri! í blaði yðar 11 tbl. ‘65 er löng grein eftir Geir Vilhjálmsson sál- fræðing um „draugagang“ eða dularfull fyrirbrigði, og er svo að sjá sem greinarhöfundur sé a.m.k. ekki sannfærður um ó- raunveruleik slíkra fyrirbæra, og telji einstrengingslega afneitu’- þeirra óskynsamlega. Segir hann ýmis dæmi slíkra fyrirbæra, sem góðar heimildir eru fyrir og á- þekk eru hvert öðru. Styðja þær frásagnir hver aðra og þá vitan- lega einnig þann skilning, að fyr- irbærin á bænum Saurum í fyrra- vor hafi getað verið raunveruleg, og satt það sem frá þeim var sagt. Enda virðist mér greinarhöfund- ur segja þær til stuðnings slík- um skilningi. Samt verður hon- um það á, að fara að bollaleggja um það berum orðum í fjöllesnu blaði, hvort um svik hafi verið að ræða af hendi heimilisfólks- ins, óefað þó meir af athyglis- leysi en vilja á að leggja illt til þessa fólks. Honum virðist að- eins hafa sézt yfir það, að allar þessar „tilgátur“ og dylgjur gagnvart Saurafólkinu, voru úr lausu lofti gripnar, og að í öllu því sem fram kom um málið var ekki eitt einasta atriði, sem gæti gefið ástæðu til grunsemda gagn- vart hlutaðeigendum. Eina ástæð- an, sem þeir sem þannig töluðu, gátu haft fyrir máli sínu, var sú að fyrirbærin væru óhugsanleg, gætu ekki gerzt. En hvar eru nú forsvarsmenn þeirra sannfæring- ar? Osló 15. apríl. Þorsteinn Guðjónsson. NIÐUR MEÐ SÆLGÆTISÁTIÐ. Kæra Vika' Nú á dögum er mikið rætt um sjúkdóma og mataræði og fólk þykist yfirleitt vita hvaða matar- tegundir eru hollar og hverjar óhollar. Hitt er svo annað mál, hvort fólk tekur nokkuð tillit til hollustu eða óhollustu í sínum daglegu venjum. Flestir vita að sælgæti er óhollt börnum, a.m.k. ef þau fá mikið af því. En hver hugsar um það? Alls staðar sjást börn með sælgpeti og sum börn eyða 10—15 kr. daglega í sæl- gæti auk þess sem þau borða kökur heima hjá sér oft á dag. Svo eru biðstofur tannlækna full- ar af krökkum með svartar og brenndar tennur. Kæra fullorðna fólk, þetta er allt okkar að kenna. Það erum við, sem eigum að hafa vit fyrir krökkunum. En ekki betra að gefa sér tíma til að lesa sögu fyrir litlu greyin en að senda þau út í búð með aura, svo við getum haft frið? Er ekki betra að eyða meiri tíma og minni peningum í börnin? Og kæru afar og ömmur, frændur og frænkur, getið þið ekki líka reynt að hugsa skynsamlega? Ef ykk- ur langar til að gleðja börnin með því að stinga einhverju upp í þau, þá munið eftir að búðirn- ar eru oftast fullar af ávöxtum. í nágrannalöndum okkar er haf- in barátta gegn sælgætisáti barna. Við öpum svo margt eftir útlendingum hvort sem er, get- um við ekki tekið t.d. Dani og Norðmenn til fyrirmyndar um skynsamlegri lifnaðarhætti og venjur? Við eigum heimsmet í tannskemmdum, eigum við endi- lega að reyna að halda því? Svo þakka ég Vikunni allt gott og bið henni blessunar. Mamman. AF HVERJU HRINGIR HANN? Kæra Vika! Ég er 16 ára gömul stúlka, og var með strák í tvö ár áður en við hættum svo að vera saman. Nú er hann með annarri stelpu, en hringir oft til mín — stund- um allt að þrisvar í viku — og vill hitta mig. Samt var það hann sem sleit sambandi okkar. Mér þykir mjög vænt um hann, en vil ekki hitta hann, því ég ótt- ast að það fari allt sömu leið. En af hverju er hann alltaf að hringja í mig? Óhamingjusöm. Það virðist sannarlega líka vera erfitt fyrir hann að hætta að hugsa um þig. Ég held að þú ættir að segja honum eins og satt er, að þú sért of hrifinn af honum til að vilja hitta hann aðeins einstöku sinnum, og að skilyrði fyrir því að þið hittist aftur sé að hann hætti alveg að vera með hinni stúlkunni. Kannske það sé í rauninni slíkt skilyrði, sem hann vil fá. Ef hann hæíttir ekki að vera með henni, skaltu heldur ekki hitta hann. Það er tilgangslaust, og þú verður aldrei Iaus við hann aftur. VINSÆLAR UTANLANDSFERÐIR með íslenzkum fararstjórum. Margra ára reynsla og ótvíræðar vinsældir tryggja farþegum okkar skemmti- legt og snurðulaust ferðalag undir leiðsögn reyndra fararstjóra sem mörg ár 1 röð hafa farið sömu ferðirnar, viðurkenndar og vinsælar af þeim mörgu sem reynt hafa. Við auglýsum sjaldan því hinir fjölmörgu ánægðu viðskiptavinir, komnir heim úr SUNNUFERÐUM eru okkar bezta auglýsing. Nú þegar hafa margir pantað far í þessar helztu hópferðir sumarsins. LONDON - AMSTERDAM - KAUPMANNAHÖFN, 4. júlí og 17. septem- ber. 12 dagar kr. 11.800,00. Stutt og ódýr ferð, sem gefur fólki tækifæri til að kynnast þremur vinsæl- um stórborgum Evrópu, sem þó eru allar mjög ólíkar. Milljónaborgin Lond- on tilkomumikil og sögufræg höfuðborg heimsveldis með sínar frægu skemmtanir og tfzkuhús. Amsterdam heillandi og fögur með fljót sín og skurða, blómum skrýdd og létt í skapi. Og „Borgin við Sundið“, Kaup- mannahöfn þar sem Islendingar una sér bezt á erlendri grund. Borg 1 sumar búningi með Tívoli og fleiri skemmtistaði. Hægt að framlengja dvölina í Höfn. Fararstjóri: Jón Helgason. EDINBORGARHÁTÍÐIN 23. september 7 dagar kr. 7.210,00. Flogið til Glasgow og dvalið í viku í hinni undurfögru höfuðborg Skot- lands, Edinborg á frægustu listahátíð álfunnar, sem þar er árlega haldin um þetta leyti. Farið í skemmtiferðir um skozku hálöndin, þar sem lands- lagsfegurð er víðfræg. Hægt að framlengja dvölina og fara til London. Fararstjóri: Gunnar Eyjólfsson, leikari. PARÍS - RÍNARLÖND - SVISS, 27. ógúst. 21 dagur kr. 18.640,00. Þessi vinsæla ferð hefir eins og flestar hinar verið fullskipuð ár eftir ár. Fólki gefst kostur á að kynnast nokkrum fegurstu stöðum Evrópu í rólegri ferð. Flogið til Parísar. Dvalið þar í borg fegurðar og gleði sólríka sumar- daga. Flogið til Rínarlanda og ekið um hinar fögru og sögufrægu Rínar- t>yggðir. Verið á vínhátíðinni, þar sem drottningin er krýnd. Að lokum er dvalið í hinu undurfagra Alpafjallalandi Sviss í Luzern, þar sem tindar Alpafjalla speglast í vötnum. Farið í ökuferðir og siglt. Skroppið í skemmti- ferð yfir til Ítalíu. Hægt að verða eftir á heimleið í London, eða Kaup- mannahöfn. Fararstjóri: Jón Helgason. ÍTALÍA í SEPTEMBERSÓL. 3. september. 21 dagur kr. 21.300,00. Flogið til Milano, og ekið þaðan um fegurstu byggðir Ítalíu, með 3—4 daga viðdvöl í Feneyjum, hinni „fljótandi ævintýraborg" og listaborginni Florenz. Fimm dagar í Róm og gengið á fund Páfans. Fjórir dagar í Sorrento við hinn undurfagra Napoliflóa. Farið til Capri og annarra frægra og fagurra staða. Siglt með Michelangelo, splunkunýju, stærsta og glæsilegasta hafskipi ítala (43 þús. smál.) frá Napoli til Cannes á Frakklandsströnd. Þar er dvalið 1 3 daga í baðstrandarbænum Nizza, áður en flogið er heim með viðkomu að vild, í Kaupmannahöfn, eða London. Fararstjóri: Thor Vilhjálmsson. ÍTALÍA OG SPÁNN, 21. september, 21 dagur kr. 24.860,00. Þessi óvenjulega ferð gefur fólki kost á því að kynnast fegurstu stöðum Ítalíu og Spánar og hefir slík ferð ekki áður verið á boðstólum hérlendis. Flogið til Feneyja og dvalið þar í hinni undurfögru „fljótandi" ævintýra- borg, sem stundum er kölluð „drottning Adriahafsins". Flogið þaðan til Rómar og dvalið í nokkra daga í „borginni eilifu", þar sem margt er að skoða. Ekið suður til Napcli og dvalið á Capri, áður en siglt er með hinu nýja og glæsilega hafskipi ítala, Michelangelo (43 þús. smálesta) lúxusskip búið öllum lífsins þægindum. Komið til Gibraltar á þriðja degi og ekið um hina undurfögru Sólströnd Andalusiu til baðstrandarbæjarins Torremolinios, þar sem dvalið er i fjóra daga. Ekið siðan eina fegurstu leið Spánar til Madrid með viðkomu í Granada hinni fornu höfuðborg Máranna á Spáni, þar sem hallir þeirra og skrauthýsi standa enn. Að lokinni dvöl í Madrid er flogið til London, þar sem hægt er að framlengja ferðina. Fararstjóri: Jón Helgason. ÆVINTÝRAFERÐIN TIL AUSTURLANDA, 8. október, 20 dagar verð kr. 19.850,00. Þessi ótrúlega ódýra Austurlandaferð var farin fullskipuð með 35 farþeg- um í fyrra og komust miklu færri en vildu. Verðið er svona lágt vegna samvinnu við enzka ferðaskrifstofu, sem hefir á leigu lúxushótel, í Egypta- landi, sem starfrækt er í fyrrverandi höllum Faruks konungs. Flogið til Amsterdam. Dvalið þar í sólarhring, áður en flogið er til Cairo. Þar er dvalið í viku og farið í skoðunarferðir um Nílardal. Síðan getur fólk valið um vikudvöl á baðströndinni í Alexandriu, eða ferðalags til „Landsins helga" Jerúsalem. Betlehem og fleiri sögustaða Biblíunnar, auk Damaskus og Lib- anon. Dvalið í tvo daga í London á heimleið og hægt að framlengja dvölina þar. Fararstjóri: Guðni Þórðarson. í SUNNUFERÐUM eru eingöngu notuð góð hótel. Engar langar þreyt- andi bilferðir, flogið og siglt lengstu leiðirnar og ekið aðeins þar sem lands- lagsfegurð er mest. í öllum tilfellum er hægt að framlengja dvölina erlendis. Kjörorð okkar er: Aðeins það bezta er nógu gott fyrir okkar farþega. Við gefum sjálfum okkur ekki einkunn, en spyrjið þá mörgu sem reynt hafa SUNNUFERÐIR. Margir velja þær aftur ár eftir ár. — Kynnið ykkur verð og gæði annarra ferða — og vandið valið. Biðjið um nákvæma ferðaáætlun og pantið snemma. Ferðaskrifstofan SUNNA Bankastræti 7. — Sími 16400.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.