Vikan

Tölublað

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 13

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 13
eftir Jack Flnney Teíkning: Baltasar getur verið, að þú skiljir það ekki.... — Það gœti líka verið að ég skildi það, sagði undirforinginn. — Þótt undarlegt megi virðast, var ég einu sinni ungur. Lækn- ingin við tilfelli eins og þínu — það væri ef til vill réttara að segja kúrinn •— er að giftast stúlkunni. — Ég get það ekki. Charley hætti að brosa og það var eins og andlit hans þynntist. — Þrátt fyrir nokkra giftu i sex ára starfi mínu við morðdeild lögreglunn- ar, álítur Annie mig aðeins sæmi- lega þroskað barn, þegar rann- sókn morðmála er annarsvegar. Af reynslu minni, sagði hann beiskjulega, — sem hyggð er á mörg liundruð málum, hefur hún myndað sér mjög lágar skoðanir um lögregluna og aðferðir henn- ar. Undirforinginn benti með þumalfingrinum á stóran sýning- arskáp, sem liéklc á veggnum gegnt borðinu. Á grænni filt- töflunni, undir glerinu, var mik- ið af myndum og banvænum minjum: grimmilega skarpar myndir af líkum eftir ailar teg- undir dauðdaga; menn og konur með æðisgengin andlit, ýmist að hrjótast um eða aðgerðarlaus i örmum lögreglunnar; ýmis morðvopn. — Þú varst með mér í þessum málum, sagði undirforinginn. — Sumum þeirra að minnsta kosti. Þú vannst gott starf stundum. Segðu lienni frá því. — Ég hef gert það. — Og? — Eintóm handabakavinna. Oft handtókum við og sakfelld- um fyrsta náungann, sem við grunuðum. Stundum, í raun og veru, þann eina, sem grunaður1 var. Jafnvel þann eina, sem hægt var að gruna. Veiztu, hvað það þýðir? — Segðu mér það. — Þeir voru saklausir. Undirforinginn brosli dauft. — Já? Hvað um Crowley málið? Var hægt að efast um það? — Nei, sagði Charley alvar- legur. — En það tók tvær vik- ur að komast fyrir endann á því. Iíannske hefur þú haldið að þau væru hröð vinnubrögð. Gafstu þér nokkurn tíma ráð- rúm til að borða meðan þú stóðst í því máli? Eða sofa? — Já. — Asni. Það er enginn tími til neins nema að drekka. Þú ert hræðilega seinvirkur. — Er þessi Annie fljótari? — Hún hefur stundum ráðið málin til lykta fullum fjörutíu og átta blaðsíðum á undan Perry Mason. Undirforinginn andvarpaði. — Af liverju ertu að segja mér þetta? spurði liann. Gliarley seildist i aðra papp- írsklemmu. — Af eigin rammleik hef ég ekki reynzt fær um að sannfæra Annie um að upplogn- ar morðsögur, fullar af gáfuleg- um ályktunum og fíngerðum sönnunarþráðum, eiga ekkert sameiginlegt við staðreyndir lífs- ins. Ég hef sagt lienni frá okkar máli. Þau eru öll leiðinleg. Eng- ir afrískir örvaroddar. Engin hyssa greypt inn i vegginn, sem hleypir af sér sjálf í fyrstu frost- um. Enginn sprautuvökvi, sem breytir hlóðinu i þurran ís eða kemur æðunum til að springa. Það lítur varla út fyrir, að við finnum nokkurn tíma fótaför. Hvað þýðir það? Svarið íiggur Annie i augum uppi. Við liljót- um að láta eitthvað fram hjá okkur fara. Við troðurn undir okkar stóru og klunnalegu fótum fjöldann allan af fíngerðum sönn- unargögnum. Við sakfellum sak- lausa menn á greinilegum og hlægilegum sönnunargögnum meðan féndurnir, sem liafa snilligáfu, sem tekur langt fram okkar rýra ýmyndunarafli, leika lausum liala um borgina og lilæja að okkur. Undirforingi, það er lágmark að eiginkona. manns beri virðingu fyrir manni. — Og hvað með það? — Mér datt i hug, sir, að við tækjum Annie með okkur í næsta mál. Sýnum henni raun- verulegt morð. — Nei. Undirforinginn stóð upp, gekk fram fyrir borðið sitt og benti á veggi skrifstofunnar. — Þetta er ekki bók úr bóka- safninu, sagði hann, — með morði á hverri blaðsíðu. Með hinni hendinni benti hann út um gluggann þar sem lögreglu- mótorhjól stóð í hægagangi. — Þetta er aðallögreglustöðin; lög- regla sein hefur verk að vinna, ekki skeinmtistofnun fyrir ungar stúlkur, Charley. Þetta veiztu. Charley stóð upp og tók húf- una sina af borði undirforingj- , ans. — Ég hýst við því. En það er eitt af þessu ómögulega: Della St'reet fer um allt með Perry Mason. — Colliaus.... — Nei, sagði Charley. — Annie. Hann setti liúfuna á sig, stóð andartak og liorfði á gólf- ið. Ég bjóst nú raunar við þessu. Og þá er ekki nema ein von Framhald á bls. 22. VIKAN 21. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.