Vikan

Tölublað

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 20

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 20
iiSváaa 55 km hraði á mínútu Og þeir skaparar Konkordunnnar hafa i rauninni gert stéttarbrœðrum sínum í Usa það mjög auðvelt, því þeir stefna að þvi að gera sina vél svo ódýra, að flest flugfélög geti eignazt hana tiltölulega fljótt. Hún á ekki að kosta mikið meira en sem svarar 440 milljónum króna íslenzkra. Og til þess að ná því, hafa verkfræðingarnir gert tvennt, sem byltingarsinnar á þessu sviði eru ekki hrifnir af. í fyrsta lagi hafa þeir ákveðið að nota reynda hreyfla af gerðinni Bristol Siddeley Olympus, sem nú eru notaðir í sprengju- flugvélar, jafnvel þótt þær gleypi svo mik- ið bensín að Konkordan geri ekki betur en að komast með alla sína 118 farþega vegalengdina milli Njújorkar og Parisar (um 6000 km), á því bensíni, sem geymar hennar myndu rúma. Og mikil eldsneytis- eyðsla er talin ókostur við hvaða farartæki sem er. í öðru lagi hafa þeir látið sér nægja að nota alúmin i vélina. Alúmin er til þess að gera ódýr málmur og auðunninn. En gall- inn við það er sá, að það tekur að linast við 300 stiga hita á Farenheit (148,8 á Cels- ius). En svo óheppilega vill til, að það er einmitt hitinn, sem myndast við núning loftsins, þegar farið er með Mach 2.2, en Makk þessi er tákn hljóðhraðans og tala sú sem með honum stendur, gefur til kynna hve oft eigi að margfalda hraða hljóðsins til að finna þá tölu, sem Makk visar til hverju sinni. Og hraði Konkordunnar er einmitt Makk 2,2. Viðkomandi verkfræðing- ar halda því fram, að þeirra alúminblanda standist Makk 2,2 alveg örugglega, en sumir hinna bandarísku sérfræðinga bera brigður á það og telja að þessi vél geti aldrei verið örugg yfir 2200 km hraða, eða því sem næst Makk 1,8, og þykir hálfgerður lestargangur. Þeim þarna vestan hafs leizt ekki alls- kostar á að takmarka sig við 2.2 Makk. í fyrsta lagi reiknaðist þeim, að kosta myndi um 20 milljónir dollara — hátt í 900 millj. íslenzkra króna, ef umreiknað væri — að framleiða slíka vél þar i landi. Og sumar tungur þar halda þvi fram, að Bretar og Frakkar geti aldrei haldið Konkordunni i sem svarar 440 millj. ísl. króna, og varla í 660 milljónum. Þess vegna fannst þeim gáfu- legra að snúa sér að vél, sem að vísu kost- aði aðskiljanlegum milljónum meira, en væri jafnframt stærri og hraðskreiðari og gætu þar að auki tekið framförum og orð- ið smám saman ennþá fullkomnari (það þýðir stærri og hraðskreiðari) en það er talið útilokað með Konkorduna. Til þess að smíða hraðskreiðari hljóðliverfur en hana, verða þeir hjá Bóeíng og Lokkhídd að nota titaníum, sem er mun dýrara eu alúm- in en þolir gífurlegan hita. En að ná margföldum hljóðhraða var ekki aðalvandinn. Hljóðhöggið (sonic boom) — dynkurinn, þegar vélarnar fara gegnum hljóðmúrinn — er meira vandamál Einn spekingurinn þarna segir: Við höfum áhyggjar af hljóðmúrnum. Ekki vegna þess sem við vitum um liann, heldur hins, sem við vitum ekki. Við vitum ekki, hve vel menn þola hljóðhöggið, eða hve vel þeir þurfa að þola það. Þetta sagði hann. Og loftferðaeftirlilið bandaríska veit þetta ekki heldur, en hefur komizt að þeirri nið- urstöðu, að amerísku hljóðhverfurnar geti varla framkallað meira hljóðhögg en það sem þeir kalla „tveggja punda yfirþrýst- ing,“ (högg sem bætir tveim pundum á hvert ferfet við þann loftþrýsting, sem fyrir er) en það framleiðir skell á borð við þrumu. Helst vildu verkfræðingarnir láta hljóðhverfurnar demba sér i gegnum liljóð- múrinn í 25 þúsund feta liæð, þar sem loftið er ennþá nógu þykkt til þess að toga ræki- lega í vængina og innihalda nægilegt súr- efni. En í þeirri hæð mundi hljóðhöggið af 225 tonna hljóðhverfu verða slíkt reiðar- slag, að engu yrði likara á jörðinni, en dóms- dagur væri kominn. En skellurinn minnkar eftir því sem ofar kemur, svo líklega fara hljóðhverfurnar ekki í gegn fyrr en i 45 þúsund feta hæð. Kostnaðurinn við að rjúfa hljóðmúrinn i 45 þúsund feta hæð er aðalástæðan til þess að hljóðhverfurnar verða svona dýrar, bæði í gerð og rekstri. í fyrsta lagi þurfa vélarnar, til þess að fara fram úr hraðanum í þeirri hæð, sérstaka risastóra hreyfla, sem geta svelgt í sig nægilega mikið af hinu þunna lofti til að ganga eðlilega. í öðru lagi þarf óliemjulegt eldsneytismagn til þess að koma vélinni svona hátt á hægagangi innan við hljóðhraða — líklega um 25 tonn af þessum 100, sem eldsneytisgeymarnir koma til með að taka. Og vegna þess, hve hljóðhverfurnar þurfa mikið eldsneyti, koma þær liklega ekki til með að geta tekið þyngra hlass en sem svarar 10% af eigin þunga, á móti 15% af eigin þunga eins og þoturnar gera núna. Einn vandinn er sá, að hljóðhverfurnar verða einnig að geta flogið auðveldlega undir liljóðhraða, ekki lakar en þoturnar nú til dags, til þess að geta gengið inn í núgildandi flugmynztur (flying pattern) við flugtak og lendingu, og notað sömu flug- brautir og venjulegar þotur. Bóeing hefur tekið þann kostinn að hafa hreyfanlega vængi á sinni hljóðhverfu. Ekki þó þannig, að vélin blaki þeim upp og nið- ur eins og fugl, heldur er hægt að breyta stöðu yzta liluta vængjanna fram og aftur, eftir því sem henta þykir. í flugtaki og lend- ingu eru fremstu hlutar vængjannna settir fram og út, svo þeir taki eins mikið loft og mögulegt erj en síðan hallað æ meira aftur að vélarholnum, eftir þvi sem vélin fer lirað- ar, til þess að minnka loftmótstöðuna. Lokk- hídd hefur hins vegar ákveðið að nota mjög einfalda gerð af vængjum, aðeins sinn þri- hyrninginn hvorum megin. En sú gerð verður að beinast upp á við á lágum hraða til þess að taka nægilegt loft, svo vélin verður að lenda í þeirri stellingu að nefið vísi upp um tíu gráður, sem er nóg til þess að áhöfnin sér ekki glóru af flug- brautinni. Til þess að vega upp á móti ó- kosti þessum er nefið á liljóðhverfu Lokk- hídd á hjörum, og áhöfnin getur fírað því niður, þegar vélin kemur inn til lendingar, til að eygja brautina. Svona nef kalla þeir þarna úti „droop snoot,“ og við finnum -O Hljóðhöggið er dálítið erfitt vandamál — ennþá. Svona fóru þeir með flughöfn eina í Oklahóma, — það er að segja glerveggina. ekkert skárra orð en fellinef fyrir það. Sem fyrr segir, er áætlað að liljóðhverf- an frá Bóeíng fari með 3330 km hraða á klst en sú frá Lokkhídd með 3700 km. Báð- ar eiga þær að taka 250 farþega, 60 far- þegum fleira en stærstu núverandi þotur, ásamt farangri, en hafa sarnt nóg rúm fyrir eldsneyti og annað, sem þarf til að komast heilu og höldnu milli Njújorkar og Parísar. Og þótt margt sé með þeim ólikt, er samt svo, að flugfélögin koma til með að eiga í erfiðleikum með að gera upp á milli þeirra. Ef byrjað er að bera þær saman efst á eig- inleikalistanum, og þeim gefið á vixl plús og mínus, verður útkoman nokkurnveginn jöfn hjá báðum — jafnmikið af plúsum og mínusum. Ekki er gott að segja, hvað smekkur manna kemur til með að álita um ytra út- lit vélanna. Sumum kann að finnast þær Ijótar og öðrum fallegar, en um það verður ekki deilt, að þær eru rennilegar. En að innan munu fáir merkja muninn. Sætum verður eins skipað og nú tiðkast, þrjú öðr- um megin en tvö hinum megin. Eftir að far- þegarnir eru komnir um borð, verða þeir ekki fyrir neinni nýrri reynslu, fyrr en þeir finna gífurlegt átak hreyflanna, — sem verða svo öflugir, að hljóðliverfurnar þurfa ekki eins langar flugtaksbrautir og þoturnar nú — svo hækkar vélin sig mun örar en nú tíðkast, til að hera hljóðið, sem tvímæla- laust verður hærra en i þotunum, burt frá flugvellinum. 2Q VIKAN 21. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.