Vikan

Tölublað

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 47

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 47
í afmælisgjöf, og ég fór með þær inn til móður minnar og sagði: — Ég skal gefa þér allar appel- sínurnar mínar, ef þú hættir að gráta. En ég man ekkert eftir föður mínúm. Jeff brosti, þegar hún sá fyrir sér Anders litla, sem reyndi að hugga móður sína með því að gefa henni afmælisappelsínurnar. Meðan þessu fór fram hafði nótt- in fyllzt af nýjum hljóðum, kvak- inu í froskunum, tístinu í trjá- pöddunni. Drengurinn, sem sat í sætinu fyrir framan þau og ók, með breiðan nakinn fótinn á benzíngjöfinni, hallaði höfðinu aftur á bak og horfði upp í mjóa himinlínuna, sem sást upp á milli trjánna, og án þess að snúa sér við, sagði hann eitthvað við And- ers. Framhald í næsta blaði. Fangaráð í flutninga- lest Framhald af bls. 5. bekknum sínum. Ryan hafði ekki hreyft sig. Þegar kom fram ó seinnihluta dags, nam lestin aftur staðar, dyrn- ar voru opnaðar og þýzkur her- maður henti inn tveimur dósum af kjöti og brauðhleif handa liðþjólf- anum. Hinn varðmaðurinn gekk fram til þess að fá sinn skammt af matnum, og beið meðan liðþjálf- inn skar brauðhleifinn í tvennt með byssustingnum. Ryan fylgdist með þeim, þaðan sem hann sat á bekkn- um. Siðan opnuðu báðir varðmenn- irnir kjötdósirnar sínar með byssu- stingjunum og settust niður til að borða. Fincham, Costanzo og Stein tóku fram nesti sín og fóru að dæmi varðmannanna. Nokkru seinna hægði lestin á sér á ný og stanzaði smásaman. Eftir stundarkorn voru dyrnar opnaðar og Klement stakk höfðinu inn i vagninn. Hann var mjög ánægju- legur á svipinn. — Út! skipaði hann. — Ég vil að þið fáið svolitla hreyfingu! Fangarnir fjórir hoppuðu niður. Varðmennirnir komu þétt á hæla þeim. Þeir voru í risastórum járn- brautarsal með mörgum sporum og brautarpöllum. Fleiri lestir voru inni á stöðinni. Úr lestinni við hliðina á þeirar eigin, störðu borgaraklædd- ir ítalir og einkennisklæddir Þjóð- verjar og ftalir á þá með óduldum áhuga. — Róm, sagði Costanzo. — Komið, sagði Klement. — Spazier. Gangið, Hann skálmaði af stað eftir braut- arpallinum. í lasstum vögnunum lömdu fangarnir og spörkuðu f veggina og bölvuðu. — Hleypið okkur út, djöfuls súr- kálsæturnar ykkar! hrópaði einhver svo hvellt, að það yfirgnæfði ann- að. _ Hversvegna hafa þeir þennan skyndilega áhuga fyrir okkur fjór- Það getur stundum veriS þægilegt að geta búið til ábætisrétt með litlum fyrirvara. SÚKKULAÐIKREM. Bræðið 200 gr. af suðusúkkulaði í vatns- baði. Hrærið svo að mesti hitinn rjúki burt. Bætið 4 eggjarauðum í og hrær- ið vel í á meðan. 2 eggjahvítur eru stíf- þeyttar og blandað í. Hellt í litlar skálar eða bolla og þeyttur rjómi, sem hefur verið bragðbættur með svolitlu duftkaffi COUPE MELBA. Góðar perur eru flysjaðar og soðnar heilar í sykurlegi þar til þær eru mjúkar. Helzt verða þær svo að kólna, en þær eru bornar fram í skál með vanilluís og mörðum, frystum jarðarberjum. Hraðfryst jarðarber fást venjulega í búðum hér f Reykjavfk, en auðvitað má notast við jarðarberjasósu, t.d. gerða úr góðri berjasultu, sem hrærð er út með jarðar- berjasaft. KARAMELLUBANANAR MEÐ VANILLUÍS. Kljúfið banana eftir endilöngu V2 matsk. af sykri á hvern helming. Setj ið þá síðan inn í vel heitan ofn eða gril þar til sykurinn er bráðnaður og Ijósbrúnn. Þeir eru bornir fram rjúkandi heitir með köldum vanilluís (keyptum í næstu búð, ef tíminn er naumur) eða með ísköldum þeyttum rjóma. er settur ofan á hverja skál, og söxuð- um möndlum eða hnetum stráð yfir. FRONSK EPLAKAKA. 6—8 epli eru flysjuð og hverju epli skipt í 4 hluta, sem svo eru soðnir meyrir í sykurlegi, en það tekur ekki nema ör- litla stund. Látið renna vel af eplabit- unum og látið þá kólna eins og tími er til. Þeir eru svo settir á smurt eldfast fat og möndludeig sett yfir, en það er gert þannig: 100 gr. af smjöri er hrært létt og hvítt með 1 dl sykur. 125 gr. af flysjuðum möndlum hakkað í möndlu- kvörn og sett saman við deigið, ásamt rifnum berki og safa úr V2 sítrónu. 2 eggjarauður hrærðar saman við og 3 stífþeyttar hvítur. Bakað í 35—40 mín. við ca. 225 gráðu hita og borið fram með þeyttum rjóma eða vanillu- eða sítrónusósu. Nokkrir flfOtgerðir ábætis- réttlr VIKAN 21. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.