Vikan

Tölublað

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 32

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 32
BLAUPUNKT BÍLTÆKI „Standard" Festingar í flestar tegundir bifreiöa. FERÐATÆKI með festingum í bíla. Einnig má setja í samband plötuspilara eöa segulband. SENDUM GEGN PÖSTKRÖFU Ferða- taki með innbyggöum plötuspilara fyrir allar stærðir af plötum - battery og 220 volt mismunandi tegundir ferða- tækja með bátabylgju. FULLKOMIN VIÐGERÐAÞJÓNUSTA ' .*•#> i RADIOVER sp. Skó!avörðustíg 8 - Reykjavík - Sími 18525 * « * ’jphUPnar Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): pú munt fá ánægjulegt frí í vikunni, ef þér tekst að fá þá sem næst þér standa til að slappa svolítið af eftir udanfarandi erfiði. Fjármálin hafa kannski verið bág, en þetta slampast allt án þess að um teljandi skort sé að ræða. ©Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Temdu þér svolítið meiri hófsemi og stillingu. Eink- um máttu vara þig að reyna ekki um of á þolrifin I þeim, sem þér eru nákomnir, með frekju og hamagangi. Börn eru mjög hænd af þér, og þú skalt heldur laða þau að þér. ®Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Hjónabandið hefur líklega ekki verið upp á það bezta upp á síðkastið, og það er ekki sízt þér að kenna. Reyndu nú að hressa upp á það með því að vera sem mest heima og sinna maka þínum sem mest. Vertu vel á verði á föstudag. Krabbamerkið (22. júni — 23. júli): Hugsaðu nú alvarlega um framtíðina. Upp á síð- kastið hefur ýmislegt farið aflaga, en það er hægt að bæta úr því. Það borgar sig oft að hafa minna í kringum sig en komast yfir það í staðinn. Áhyggjur og sjálfsmeðaumkvun ættu að vera víðsfjarri. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): OSérvizka er leiður löstur, og það borgar sig að reyna að leyna henni sem mest út á við. Stutt ferðalag væri mjög æskilegt og gæti fært þér fjárhagslegan ávinning. Láttu öll ritstörf eiga sig, þú myndir að- eins gera það sem þú sæir eftir seinna. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): ©Hugsaðu þig um áður en þú ræðst í aðalframkvæmd þessarar viku. Hún er tæpast nógu vel undirbúin, og þú kæmist að betri kjörum ef þú hugsaðir málið betur og geymdir þetta. Um helgina gætirðu lent í ánægjulegu samkvæmi, en farðu varlega með áfengi. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Er ekki kominn tími til að fara að hugsa sig alvar- lega um að hætta allri óþarfa eyðslusemi? Þú veizt ekki hve mikið þú kannt að þurfa á fé að halda á næstunni og þá er betra að það sé ekki allt farið í hégóma. Reyndu að leggja peningana í eitthvað hagnýtt. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember); Hættu nú um stund að hafa áhýggjur út af öllum sköpuðum hlutum. Þú og afleiðingar orða þinna og gerða eruð ekki eins áhrifamikill liður í tilverunni og þú heidur. Slappaðu af og sjáðu sólina skína og njóttu þess um stund að vera aðeins þú sjálfur. Bogmannsmerkið (23. nóvcmber — 21. desember): ®Þetta verður þér mjög ánægjuleg vika, ef þú reynir ekki að vera duglegur heldur láta hverri stund nægja sína þjáningu. Reyndu að vera sem mest í hópi ástvina þinna og kannski gera eitthvað óvenju- legt, ef þig langar til. Mottó: Fieira er matur en feitt kjöt. ©Steingeltarmerkið (22. desember — 20. janúar): Þig hefur lengi langað að taka ærlega í lurginn á einhverjum, sem stendur þér nær. Nú er tækifærið til þess. Einkum eru stjörnurnar hagstæðar þeim, sem eru langþreyttir í erfiðu hjónabandi. Um helg- ina gerist eitthvað óvenjulegt. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): OLáttu Bakkus ekki ná of miklum tökum á þér. Hann hefur verið þér skeinhættur undanfarið, en snúðu nú við blaðinu. í þessari viku skaltu taka þig til og skila öllu því, sem þú hefur fengið lánað. Fieiri myndu lána þér, ef þú værir fljótari að skila. OFlskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Þú hefur góða lund að eðlisfari og átt auðvelt með að afla þér vina, en spillir stundum fyrir þér með fljótfærni og ókurteisi, i staðinn fyrir frjálsmann- lega framkomu. Taktu á þig rögg og farðu betur eftir siðareglum þar sem þú kemur í heimsóknir í þessari viku. g2 VIKAN 21. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.