Vikan

Tölublað

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 19

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 19
Mér hefur reiknazt til, að meS hinni nýju hljóðhverfu Concorde, sem samkvæmt áætlun á aS fara á vængina 1968, en vera til- búin til farþegaflugs áriS 1972, taki þaS eina klukkustund og 38 mínútur aS fljúga hina al- gengustu flugleiS milli New York og Kefla- víkur. Sama vél væri svo 55 mínútur algeng- ustu leiS áfram til Luxemburg, eSa alls NY- LUX. — um Keflavik, millilending þar þó ekki meSreiknuð — tvær klst. og 33 mín- útur. Rolls Royce vélarnar frá LoftleiSum eru meS sama útreikningi 6 klst 32 min plús 3 klst 39 mín eSa alls tíu tíma og ellefu minútur. Og þykir hreint ekki svo slakt. Til samanburSar má geta þess, aS ef sett væri nógu mikiS bensín i Douglas DC 3 vélarnar, sem algengastar eru á innanlands- leiSurn hér, yrSu þær NY—LUX. yfir Kefla- vík 15 klst 52 mín plús 8 klst 52 min eSa fjórar mínútur yfir sólarhring alls! En Lo- ckheed hljóShverfan, sú sem hraSast á aS fljúga, þeirra sem teiknaSar hafa veriS, hún væri 1 klst og 9 mínútur fyrri hluta leiSar- innar en 38 minútur síSari hlutann, eSa einn klukkutíma og 47 mínútur. Bóeing 727, sem fer einna hraSast þeirra sem nú fljúga, væri 4 klst 52 mín plús 2 klst 48 min eSa alls 7 klst og 13 mín þessa leiS. ViS getum líka tekiS hlálegri dæmi, svona til aS skemmta okkur. MeSal flugtími Doug- las DC-3 milli Reykjavíkur og Vestmanna- eyja, er um 28 og hálf mínúta. MeS sama útreikningi yrSi Konkordan, sem fer hæg- ast hljóShverfanna, 2 mínútur og 42 sek- úndur þessa leiS, en Lokkhídd, sú hraS- skreiSasta, væri eina mínútu og 55 sekúnd- ur! Og hversu marga farþega eiga svo þessar hljóShverfur að taka? Konkord (2622,5 km klst) á aS taka 118 farþega. Bóeing 733 (3330 km klst) og Lokkhídd (33700 km klst) eiga samkvæmt teikningu aS taka 250 far- þega. Fréttir af hljóShverfunum hafa veriS aS birtast i erlendum tímaritum viS og viS núna síSustu árin. Nýlega sá ég i banda- risku timariti sagt frá „flugvélinni, sem flytur þig þangaS áSur en þú ferS af staS þaSan.“ ÞaS er sögS dæmisaga um Ungan Mann Á UppleiS í París, sem um morgun, fær þá flugu í höfuSiS aS tala persónulega viS deildina i útibúinu i Honolulu. Hann flýgur af staS meS liljóShverfu klukkan 9 f. h. aS Parísartíma og er kominn til Njú- jork kl 7 f. h. aS staSartíma, talar þar viS drengina á útibúinu á vellinum, ef þeir hafa komizt þangaS i tæka tiS, sem er vafa- samt, þvi hann sendi þeim ekki skeytiS fyrr en um leiS og liann lagSi af staS um morg- uninn. Klukkustundu síSar leggur hann af staS til Los Angeles og er kominn þangaS klukkan 7 f. h. aS sta&artima, fær sér hress- ingu og teygir úr sér i klukkutíma, áSur en hann leggur af staS til Hawaii, en þangaS kemur hann klukkan 8 f. h„ — klukkustund fyrr en hann lagSi af staS frá París. ÞaS eina, sem skyggir á, er aS úriS hans, sem hann hefur ekki fært síSan hann lagSi af staS, sýnir 6 e. h. — en þaS er vel aS merkja sama daginn, svo þaS gerir ekki svo ýkja mikiS til. En hver myndi nú kæra sig um aS fljúga svona hratt? Fjöldinn allur. Þeir hjá Lokk- hídd gleyma því aldrei, þegar eitt flugfélagiS hætti viS aS kaupa Constellatíon hjá þeim, til þess aS kaupa Douglas DC 7, þegar rann- sóknir höfSu leitt í Ijós, aS Dé Sé Sjöan væri aS meSaltali þrem mínútum fljótar milli Miami og Njújork. SkoSanakönnun þriggja flugfélaga hefur gefiS til kynna, aS 90% þeirra, sem nú fljúga meS þotum aS staSaldri, myndu færa sig yfir i hljóShverf- ur, ef þær væru til reiSu, og helmingur þess hóps væri fús aS bæta viS fargjaldiS fyrir þau forréttindi. Og fyrir þá, sem eru mjög önnum kafnir og hver mínútan er dýrmæt hjá, getur þetta borgaS sig tiltölulega fljótt. Lokkhíddmenn hafa reiknaS út, aS bíssnis- maSur i Kaliforníu, sem færi fimm sinnum á ári i verzlunarferS um þver Bandaríkin, sparaSi 35 klst meS því aS fljúga í hljóS- hverfu, eSa því sem næst eina vinnuviku, en ef hann færi fimm ferSir til Evrópu, sparaSi hann sér næstum tvær vinnuvikur, eSa 70 klst. Bandariska þjóSin myndi þó græSa meira en farþegarnir, því vinnan viS hljóShverf- urnar myndi framfæra 50 þúsund manns i mörg ár, fyrir nú utan þaS, aS smíSi slikra véla myndi lyfta flugvélaiSnaSi, en aS- standendur hans hafa liorft á þaS meS nokkrum ugg, aS herinn er farinn aS nota flugskeyti i vaxandi mæli í staSinn fyrir flugvélar. En þetta gerir þó ekki útslagiS, heldur sú staSreynd, aS Bretar og Frakkar hafa komiS sér saman um aS smiSa hljóS- hverfu af Konkord gerS, og hefur sú sam- vinna gengiS meS ágætum, þar til sparnaSar- stjórn verkamannaflokksins brezka fór aS æja undan kostnaSinum og vildi fara hæg- ar i sakirnar. En Du Gól er manna ólikleg- astur til aS gefast upp vegna slíkra smá- muna og mun aS líkindum skipa fulla ferS áfram, þótt brezka ljóniS setji löppina ofan á peningakassann i bili. Ef Konkordan kemst á vaíngina eins og til er ætlazt og Bandaríkjamenn eiga engan mótleik, er hætt viS aS verulegur samdrátt- ur verSi í flugvélaverzlun Bandaríkjanna. Á undanförnum sex árum hafa flugfélög ut- an Bandaríkjanna keypt flugvélar þaSan fyrir sem svarar 55,900.000.000,00 íslenzk- um krónum, og hefur þaS átt sinn þátt i aS gera viSskiptajöfnuS Bandarikjanna þægi- lega hagstæSan, enda eru 75% af þotum allra flugfélaga heimsins smíSaSar þar. Ef Banda- rikjamenn eru ekki meS i dansinum um hljóðhverfurnar, verða þeir aS kaupa Iíon- kordur fyrir jafngildi um 50.000.000.000,00 islenzkra króna, í stað þess að selja sinar liljóðhverfur úr landi fyrir eitthvað á milli 116.100.000.000,00 og 215.000.000.000,00 krón- ur eða jafngildis þeirra i Bandarikjadoll- urum. Það er sem sagt Konkordan, afkvæmi ljónsins og liljunnar, sem hefur komið veru- legum skrið á málin vestan hafs. Og þá var náttúrlega um að gera að búa til stærri og hraðskreiðari flugvél en hana. | | VIKAN 21. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.