Vikan

Tölublað

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 40
Tegund 650 Vinsælasta buxnabeltið á markaðnum er tegund 650, enda er það sterkt, fallegt og þægilegt. — Lady merkið tryggir gæðin. Cady h.fi* Laugavegi 26 — Sími 10115. aði það, ef liann ætti á liættu að þekkjast. Annie liugsaði um þetta nokk- ur andartök og nuddaði fram- tennurnar með vísifingrinum. — En heppilégt! hrópaði hún svo. — Sjáið þið það ekki? Morð- inginn er blestur. Charley fann allt i einu til sektarmeðvitundar. — Sjáðu nú til, vina mín, sagði liann róandi. Hann lagði handlegginn um- liyggjusamlega um axlir hennar, — Kannske ég ætti að segja þér. . . . — Ó Charley sagði hún. — Skilurðii ekki. Sjáðu nú til. Við vitum, að ])að var morðinginn, sem svaraði í símann. Við vit- uin, að hann getur ekki liafa sagt: „Þeó“. Svo það sem hann sagði hljómaði likt. Hann lilýt- ur að hafa sagt: Ókey, þé þig þeinna! Sem getur, ef ]iað er sagt hratt og óskýrt hljómað al- veg eins og: „Ókey, Þeó, scinna.“ Morðinginn var blestur! Charley leit með örvæntingu á Annie, andlit hans var klætt grímu sektar og örvæntingar. Hann opnaði munninn til að segja eitthvað og lokaði honum svo aftur. Honum var ljóst að hann hafði beðið of lengi. Úr þessu var of seint að koma með útskýringu — ef liann gæti nokkurn tíma gert sér vonir um að tala við Annie framar. — Og það sem meira er, sagði Annie. — Hann var sex fet og fjórir þumlungar á hæð og örv- hentur. — Dásamlegt, sagði undirfor- inginn. — Hvernig. . . . — Lítið á símann, sagði Annie kuldalega, og benti á borðið. Tólið lá á tækinu og og hljóð neminn var hægra megin. — Rétt hendur maður leggur tólið hinsvegar á, og hvað hæð hans viðkemur. . . . Undirforinginn tók í hand- legginn á Charley og þeir gengu yfir að borðinu. — Notuðuð þér þennan síma? spurði undirfor- inginn manninn við skrifborð- ið í lágum hljóðum. Leyilögreglumaðurinn leit upp: — Auðvitað. — Eruð þér örvhentur? Maðurinn leit forvitnilega á undirforingjann. — Nei Hvers- vegna? — Hvernig stendur á þvi að þér látið tólið svona á? Leynilögreglumaðurinn leit á simann og svo aftur upp. — Ég veit það ekki, sagði hann. — Ég geri þetta alltaf. Þeir sneru aftur til Annie. — Stórkostlegt, sagði undir- foringinn. Hann lagði handlegg- inn í hrifningu utan um Annie. — Furðulegt, sagði hann. — Ég er viss um, að þér verðið Char- ley að miklu liði. Hann leit há- tíðlega á Charley. — Við skulum koma liéðan, sagði hann. — Annie hefur séð okkur fyrir nægu verkefni. Afgangurinn verður aðeins rútína. Og það reyndist rétt vera. Annie til mikillar furðu áttu engar mannaveiðar sér stað næstu viku, enginn hluti horgar- innar var settur i hcrkví. Og það sem jafnvel var verra, ekkert blað sagði frá hinni frábæru skarpskyggni Annie í sambandi við morðið. Lögreglan virtist alls engan áhuga hafa fyrir á- lyktunum hennar. Charley reyndi að útskýra þetta. Þau voru nýkomin heim til Annie af híó — liöfðu séð kvikmyndina Fallegt morð, elsk- an mín, og sátu — með nokkurra feta millibili — á sófanum. — I svona málum, sagði Char- ley óþolinmóður, — vitum við hvaða manngerð hefur framið það, og það er allt, sem við þurfum að vita. Vegna ]>ess að við vitum, að hann næst ein- hversstaðar fyrr eða síðar fyrir eitthvað. Fyrir fjárhættuspil. Fyrir fjársvik. Fyrir árás eða rán, alveg eftir því i hvaða fagi hann er. Og liver sem liugsnn- legur getur verið, er alltaf spurð- ur út úr; um þennan glæp og alla aðra, sem við höfum ó- leysta á hendinni. Það var fjarri því, að Annie fyndist þessi útskýring full- nægjandi. Hún hnussaði! það lá við að linussið væri urr. — Þetta er nú eins og að leita að saum- nál í heystakki, sagði hún. -— Með bundið fyrir augun! Og eng- inn eltingarleikur! Þið blíðið bara eftir því að glæpamaður- inn komi upp i hendurnar á ykkur! —- Og livað með það? Við finnum alltaf nálina. — En þegar þið hafið lýsing- una, sagði Annie. — Hér um bil alveg nákvæma og fullkomna lýsingu, og. .. . Þegar morðinginn fannst, eitthvað um viku siðar, minnti andrúmsloftið milli Charley og Annie að spennunni til á háa E-strenginn á rafmagnsgítar, sem fyrir misgáning er tengdur við háspennulinu. Og sú stað- reynd, að morðinginn náðist á nákvæmlega þann hátt, sem Charley hafði sagt fyrir um, hafði ekkert að segja. Þau fengu fréttirnar kvöld nokkurt heim til Annie og Charley tók simann. Þegar hann kom aftur inn í stof- una, brosandi í fyrsta skipti í marga daga, var ekki nema af- sakanlegt, að hann væri svolít- ið hrokafullur. — Skellt á þig hattinum, sagði hann. -— Við förum niður á lög- reglustöð! Ég skal sýna þér morðingja, sem lögregluþjónarn- ir hafa náð án minnstu lijálpar Sam Spade, Chafik eftirlits- manns eða jafnvel Hercule Poir- ot. Þau biðu á lögreghistöðinni, sitjandi á gulum kjaftastólum úr tré, í litlu kuldalegu, livitmál- uðu lierbergi. Undirforinginn, Söluumboð: Davíð S. Jónsson, heildverzlun. Þingholtsstræti 18. — Sími 24333.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.