Vikan

Tölublað

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 48

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 48
um, spurði Fincham. Stein kinkaði kolli í áttina að far- þegalestinni. — Hann er að sýna okkur, sagði hann. — Sjáið, hvað hann belgir sig út. Hann er að reyna að láta líta svo út, sem hann persónulega hafi tekið okkur fasta. — Faðir, spyrjið hann hvort hann hafi ekki gert sér Ijóst, að farþeg- arnir geti heyrt lætin í föngunum, sagði Ryan. — Það er ekki til að hæla sér af, að halda mönnunum svona innilokuðum. Hann getur verið viss um, að það finnst ítölun- um ekki heldur. Klement leit á andlitin í gluggum farþegalestarinnar og sá þar að- eins andúð í staðinn fyrir aðdáun- ina, sem hann hafði reynt að fram- kalla. Hann beit í neðri vörina og sagði eitthvað við Constanzo. Hann ætlar að hleypa þeim út í fimm mínútur, túlkaði Constanzo fyrir Ryan. — Fyrir hvern einn, sem reynir að flýja, lætur hann skjóta tíu, þegar við komum út fyrir stöðv- arsvæðið. — Það er bezt að láta þessi boð ganga, faðir, sagði Ryan. — En spyrjið fyrst um vatnið. Hvort hann vill koma okkur til Þýzkalands dauðum eða lifandi. Klement samþykkti að leyfa fimm mönnum úr hverjum vagni að sækja vatn f vasapela og kúta VIKAN 21. tbl. handa félögum sínum. Vatnsburð- urinn átti að fara fram undir ströngu eftirliti. — Kærar þakkir, herra foringi, sagði Ryan. — Helvítis auminginn yðar, sagði Fincham. — Næst bjóðið þér honum sennilega í te. Constanzo og Stein fylgdust með varðmönnunum til að vara fang- ana við. Mennirnir skjögruðu niður úr vögnunum, stirðir í liðamótun- um og uppreisnargjarnir. Farþeg- arnir í farþegalestinni hinum meg- in söfnuðust í gluggana til að glápa. Stúlkurnar brostu og nokkrir karl- mannanna mynduðu V með fingr- unum. Fangarnir blístruðu og gól- uðu og endurguldu merkið. Klement tók að hrópa á hermennina sína og þeir smöluðu föngunum í flýti hin- um megin við lestina. Þar létu þeir buxurnar síga nið- ur um sig og settust á hækjur sínar með nakta, hvíta afturendana á móti gluggum farþegalestarinnar. Fincham settist við hliðina á Ryan. — Ryan, sagði hann lágt. — Mér er ekki fremur um yður gefið en yður um mig, en ef við eigum að sleppa úr þessu, verðum við að vinna saman. Ryan svaraði ekki. — Ég var að horfa á læsingarn- ar á dyrunum. Með smá pjátur- snifsi úr niðursuðudós getum við eyðilagt þær. Þegar orðið er dimmt, getum við slegið varðmennina nið- ur og stungið af. Það er meira að segja mjög auðvelt. — Og hvernig fer þá um hina, sem eru í lestinni? — Þeir eru engin börn, sagði Fincham. — Þeir hafa sjálfsagt sín- ar fyrirætlanir á prjónunum. — Og hvernig fer þá með hót- un Klements? Hann ætlaði að skjóta tíu fyrir hvern einn, sem reynir að stinga af. — Tómur gorgeir. — Haldið kjafti og hlustið frek- ar á það sem ég hef að segja, sagði Ryan. — Jæja, nú fer ég að kannast við yður, sagði Fincham. — Ef við stingum af, þá stinga allir af. —■ Allir? Hvernig í andskotanum ætlið þér að fara að því? — Taka alla lestina. — Taka lestina? — Ekki vænti ég að þér séuð með spil á yður? spurði Ryan. Fincham starði á hann. — Spil? sagði hann vantrúaður. — Liðþjálfinn er eitthvað tortrygg- inn á svipinn, sagði Ryan. — Hann fer sjálfsagt að velta því fyrir sér, hvað við séum að ráðslaga um. — Aha, til þess að vekja ekki at- hygli hans. Jú, reyndar er ég með spil. — Þá skulum við spila. Fincham gróf niður í dótið sitt og kom með spil. Spilin voru slitin, brotin og máð. Þeir settust klofvega yfir bekkinn, hvor á móti öðrum. Fincham stokkaði og gaf. — Með nokkurri heppni ættum við að geta það. Ég opna með hundrað. — Pundum eða dollurum? spurði Fincham. Svo lækkaði hann rödd- ina. — Jæja Ryan, hvernig er áætl- unin? Hvað kemur yður til að halda að við getum þetta? Þeir lögðu undir, keyptu spil, töp- uðu, unnu, stokkuðu upp á nýtt og gáfu, meðan Ryan skýrði fyrir þeim áætlunina, sem hann hafði gert meðan hann virtist sofa á bekkn- um. — Við byrjum á varðmönnunum okkar tveimur, og færum okkur síð- an aftureftir, sagði Ryan. — Við klæðum okkur í einkennisbúninga þeirra og svo tökum við Klement um leið og tækifæri gefst. — En ef spikhlunkurinn hefur nú vagn fullan af hermönnum til eig- in þarfa? — Það hefur hann ekki. Ég gekk úr skugga um það. Klement hefur hreiðrað notalega um sig í sínum vagni. Unglingurinn hlýtur að vera loftskeytamaður. Það er útvarps- tæki í herberginu. Og svo eru tveir hermenn með vélbyssur. Ekkert annað. — Það fór ekki mikið framhjá yður. — Við verðum að taka Klement og loftskeytamanninn ósærða. Við verðum að vita, hvernig hann gef- ur starfsliði lestarinnar fyrirmæli, ef eitthvað kemur fyrir, áður en við höfum náð öllu á okkar vald. Og við verðum að vita, hvernig áætlunin lítur út og hvað nauðsyn- legt er að gera þegar lestin nem- ur staðar. Hvort Klement skilur eft- ir reglubundnar skýrslur um flutn- inginn eða fær fyrirmæli gegnum útvarpið, og þá verðum við að vita hverjum hann gefur skýrslur og frá hverjum hann fær fyrirmæli. Við verðum að vita hvenær skipt verð- ur um varðmenn. Allt þetta verðum við að hafa gert áður en við hefj- umst handa. Þegar við erum byrj- aðir, er það of seint. Við verðum að halda áfram, þangað til við höfum náð allri lestinni. Ef skipt verður um vakt áður en við höfum lokið okkur af, er búið spil. Lestin var lögð af stað á ný og vagninn rykktist til, þegar skipt var um spor utan við stöðina. — Kannske Klement hafi aukalið í sérstökum vagni, sagði Fincham. TJÖLD, hvít og mislit, margar stærðir og margar gerðir. SÓLSKÝU SVEFNPOKAR VINDSÆNGUR margar gerðir. BAKPOKAR Picnic TÖSKUR með mataríiátum GASSUÐUTÆKI margs konar. POTTASETT og KATLAR FERÐAPRÍMUSAR SPRITTTÖFLUR SÓLSTÓLAR margar gerðir. FERÐATÖSKUR alls konar. TJALDLUKTIR TJALDSÚLUR úr stáli. TJALDHÆLAR krómaðir. TJALDSTÓLAR og BORÐ TJALDFATASNAGAR Aðeins úrvals vörur. GEYSIR Vesturgötu 1.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.