Vikan

Tölublað

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 36
Norska sportgarnsð Peer Gynt (PÉTUR GAUTUR) Palleg mynztur Fallegir litir Garniö fæst aðeins hgá okkur mega nauðsynlega til, af því að þeir eru alltaf svo önnum kafnir við að læra. Eini munaðurinn, sem þeir leyfa sér, er að spila einstöku sinnum borðtennis, sem þeir eru mjög leiknir í. Þeir eru líka svo heppnir að vera alltof ungir til að hafa nokkurn óhuga ó stúlkum — ekki nema 22 óra! Aftur ó móti eru Suður-Afríkubú- arnir stöðugt ástfangnir — á áhrifa- mikinn hátt, með blæðandi hjört- um og öllu tilheyrandi. Og I hvert skifti er það upp á lífstíð . . . Kúbu- búarnir eru einnig mjög blóðheit- ir og næmir fyrir kvenlegum töfr- um. Sérstaklega eru þeir veikir fyr- ir Ijósu hári, og þess vegna hlotn- aðist mér sá heiður að einn þeirra hóf þegar í stað upp bónorð sitt við mig, við fyrstu sýn. Sá hæng- ur var þó á ráðinu, að Castro vill alls ekki að stúdentarnir hans kvæn- ist áður en þeir hafa lokið námi. En hann efaðist ekki um að Castro skifti um skoðun, er hann kæmi heim með Ijóshærða eiginkonu úr hinu fjarlæga norðri! Afríkubúarnir eru yfirleitt afar glaðværir — nema þegar kuldinn er alveg að yfirbuga þá. Þeir eiga mjög bágt með að þola hann, og hin barnslega hrifning þeirra yfir að sjá snjó í fyrsta skifti á ævinni, var algjörlega farin veg allrar ver- aldar eftir þriggja mánaða látlausa fannkomu í vetur. Þeir eru fullir samúðar með mér vegna þjóðernis míns og brosa aðeins með kurteis- legu umburðarlyndi, er ég útskýri fyrir þeim að á Islandi sé alls ekki eins kalt og nafnið bendir til. Því að í hjarta sínu eru þeir fullvissir um, að á því skelfilega landi búi allir í snjóhúsum með hvítabirni fyr- ir húsdýr, og að það sé aðeins föð- urlandsást mín, sem komi mér til að telja þeim trú um annað. Fólk frá fjórum heimsálfum — af þremur, gjörólíkum kynþáttum. Gjörólíkum? A yfirborðinu, já, en maðurinn er, þegar allt kemur til alls, hreint ekki svo flókinn eða fjölbreyttur að gerð. Innst inni búa með okkur öllum sömu hvatirnar, sömu þrárnar, hvort sem húð okk- ar er hvít, svört eða gul, hvort sem landið okkar heitir Island, Kenya eða Kína. Þráin eftir að heimurinn megi sigrast á hleypidómum sín- um og þekkingarleysi — sínum einu raunverulegu óvinum. En víkjum nú aftur að borginni og sögu hennar. Teplice er talin rúmlega 1200 ára gömul. Segir sagan að búandi nokk- ur, Kolostúj að nafni, hafi lagt grundvöllinn að henni, er hann sak- ir tilviljunnar uppgötvaði töframátt lauganna. Dag nokkurn, er hann fór til að vitja svína sinna, sá hann, að eitt þeirra hafði fallið ofan í jarðgiufu fulla af vatni, og fann hann, sér til mikillar furðu, að vatn- ið var sjóðandi heitt. Þetta gerðist c'irið 762, og þar sem fólk á þeim tímum var auðvitað ekki næstum því eins viturt og við erum nú, taldi það laugarnar vera krafta- verk vafasamra máttarvalda. Næstu aldirnar voru þær því tilbeðnar sem slíkar, og þeim færðar fórnir. En í skjölum frá 14. öld er þeg- ar farið að geta um borg þessa vegna hins læknandi máttar lauga- vatnsins, og á 15. öld er nafngreint fólk, bæði innlent og erlent, er hingað kom til að leita sér heilsu- bótar. A 16. öld er fyrsta baðbygging- in byggð, og erlent aðalsfólk, tek- ur að streyma til Teplice ásamt einkalæknum og öðru tilheyrandi fylgdarliði. Hingað til höfðu skil- yrði til baða verið mjög frumstæð, en nú er farið að skipleggja notk- un hins heita töfravatns, og lífið í Teplice tekur á sig nýjan blæ, blæ yfirstéttalífs. I 7 ára stríðinu á 18. öld, er Teplice og umhverfi hennar mark- að sem hlutlaust land, og á með- an að hið mikla blóðbað styrjald- arinnar fer fram allt í kringum hana, eru hermenn beggja styrjald- araðila fluttir til lauganna og gert að sárum þeirra þar. Eftir það trúðu allir hermenn lengi vel því, að í Teplice mætti græða öll sár. Árið 1793 eyðileggst hluti af borginni í eldi, en eftir það eru reistar nýjar laugabyggingar I keisara-stíl, sem enn setja svip sinn á hana. En það er á nítjándu öld, sem hún lifir sitt mikla og fegursta blómaskeið. Teplice verður heims- fræg, ekki aðeins sem hressingar- hæli, heldur einnig sem einhver helzta menningarmiðstöð allrar Evr- ópu. Heimsfrægir lista- og mennta- menn taka að venja hingað kom- ur sínar, og meðal annarra halda Chopin og Liszt hér hljómleika. Beethoven og Goethe eru tlðir gest- ir og Beethoven semur hér 7. sym- fóníu sína. Og árið 1812 hittast þessir miklu listamenn hér í fyrsta sinni. Beethoven hafði lengi lang- að til og lagt drög að því að kynn- ast Goethe, en þegar til kom varð ekki sú vinátta á milli þeirra sem skyldi, og gefur eftirfarandi saga góða vísbendingu um það: Eitt sinn, er þeir voru á gangi í Hallar- garðinum, mæta þeir keisaranum og fylgdarliði hans. Goethe hneig- ir sig hæversklega, en Beethoven gengur hnarreistur áfram og seg- ir síðan við Goethe: Keisarinn hef- ur vald til að skipa ráðherra og leyndarráð, en ekki Beethoven og Goethe. Síðar á svo Goethe hér í síðasfa ástarævintýri sínu með 18 ára gam- alli greifadóttur, Von Leweszow, en hann var þá áttræður. Og hér hefur Richard Wagner að semja hina miklu óperu sína, Tannhauser. Árið 1872 skrifar Jan Neruda um Teplice: í Teplice er líf. Sér- staklega er hljómar lauga-hljóm- listarinnar berast um borgina. Þá skemmta sjúkir sér með heilbrigð- um, en af hvoru tveggja er hér nóg. En húsin geyma lika margar aðr- ar sögur, sem hvergi eru skjalfest- ar. Sögur fólks, sem á umliðnum 00 VIKAN 21. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.