Vikan

Tölublað

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 8

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 8
^ ^Fyrir snmarið bjððum við yðui eftírtaldar vörur: Sumarkápur, svamp- kápur og ullartweed. Sumarkjóla heila og tvískipta úr - terrylene popplin, ull ullarjersey, og hinum nýju undraefnum CrimpleneogSpinlone, sem þvo má í þvottavél og þarf aldrei að strauja. Apaskinnsjakkar í mörgum fallegum litum. Síðbuxur úr Helanca teygju, sérlega fallegar í sniðinu. Popplinblússur með síðum og stuttum ermum. Pils m. a. hin viðurkenndu Slimma pils. Dragtir einlitar og köflóttar. Vörurnar eru frá þekktustu tízkuhúsum í Danmörku, og einstaklega vandaðar. Tízkuverzlunln Guðrún Rauðarárstíg 1. — Sími 15077. GÓÐUR STRÆTISVAGNABÍLSTJÓRI. Póstur! Rétt til að hnippa í þá sem allt- af eru að skammast út í strætis- vagnabílstjóra: Um daginn var ég í Austurbær-Vesturbær hraðferð. Bílstjórinn, ungur myndarlegur maður, stóð fyllilega áætlun, þótt hann dokaði við eftir mönnum sem komu á harðaspretti. Og þeg- ar hann beygði inn á Nesveginn, sá hann útundan sér, hvar lítil stúlka datt á hjóli uppi á gang- stéttinni skammt frá, og þótt það kæmi honum ekki hið minnsta við sem strætisvagnabílstjóra, stöðvaði hann samt bílinn til að athuga, hvort stúlkan hefði meitt sig illa og hjálpa henni. Segið svo, að allir bílstjórar séu drullu- sokkar! Þið getið þá bara sjálfir verið það. Leið 17. Við tökum ofan fyrir svona manni. Þaff er ekki nema von, aff eftir þeim sé tekiff. VERKSTJÓRARNIR NOKKUÐ MARGIR. Póstinum hefur borizt langt kvörtunarbréf frá byggingariffn- aðarmanni, þar sem hann ræðir hiff alkunna ranglæti heimsins, sérstaklega meff tilliti til steypu- vinnu. En sökum þess, að þetta er löng ritsmíff, birtir Pósturinn hér aðeins úrdrátt úr því: „Mig langar til að koma á framfæri, hvernig vinnubrögðum er háttað við byggingarvinnu, þar sem ég þekki til. Vinnuflokk- arnir samanstanda af yfirmönn- um og undirmönnum og allir vilja að sjálfsögðu leggja sig fram og allir vinna vel við upp- sláttinn, en þegar kemur að sjálfri steypuvinnunni, þá eru vel flestir orðnir verkstjórar eða undirverkstjórar og löglega af- sakaðir að koma ekki nærri því að moka í kjaft hrærivélarinnar og lyfta upp sementspokum. Þessi verkstjóraher tekur sér stöðu uppi á mótunum og vill helzt gera það eitt að jafna til í þeim. Þeir sem framkvæma erfiðið og gangur byggingarinnar raun- verulega hvílir á, eru óharðnaðir unglingar og fullorðnir menn, sem alla ævi hafa unnið erfiðis- vinnu, taka því sem að höndum ber og kunna hvorki né vilja að „kjafta sig upp við yfirverkstjór- ann“. Verkstjórarnir og undir- verkstjórarnir og varaverkstjór- arnir hafa 35 — 40 þúsund á mán- uði fyrir sínar pípureykingar og; staurastuðninga, er drenghnokk- arnir og gömlu mennirnir fá 8. — 9 þúsund. Eru ekki lengur til menn á íslandi, sem geta unnið: tíma og tíma með hörðum hönd- um? Svínið sagði ekki ég, hundur- inn sagði ekki ég o.s.frv." Jón á Bergi. Þetta getur víst veriff rétt hjá þér Jón. íslandingar eru upp til hópa komnir af konungum og fæddir til aff stjórna. Það eru þessir fáu, sem komnir eru af írskum þrælum, sem ennþá „taka því sem aff höndum ber“. Ann- ars skal ekki hér um þaff dæmt, hvort þetta eru ýkjur einar effa ei. En þeir sem byggt hafa aff undanförnu, mundu líklega trúa því, aff seint yrði á suma logiff, sem taka aff sér aff byggja hús. VERÐ Á ÍSLENZKRI MYNDLIST. Kæra Vika! Viltu vera svo góð að skera úr veðmáli. Við erum ekki sammála um það, hvað íslenzkur listamað- ur hafi selt fyrir hæst verð. Ég held því fram, að það sé Kjarval með 50 þúsund, en félagi minn staðhæfir að það sé Ásgrímur með 48 þúsund á uppboði fyrir nokkrum árum. Hvað er rétt? Svo vildi ég þakka fyrir grein- arnar um ungu kynslóðina. Þær eru einhverjar skemmtilegustu greinar, sem ég hef lesið í hér- lendum blöðum. Með kveðju, Sigurgeir. í þessari deilu hafiff þiff báffir verr. Ef miðaff er viff þaff sem selt hefur veriff erlendis, þá á víst Ferró metiff meff 100 þúsund fyrir eina mynd, en Kristján Davíðsson seldi mynd í Stokk- hólmi fyrir 80 þúsund. Nú þýffir í rauninni ekki neitt aff bera þetta saman viff þaff verff, sem kemur fyrir myndlist hér heima á Fróni. Hæsta verð á uppboffi er 56 þúsund fyrir Þingvallamál- verk eftir Kjarval, en viff höfum haft spumir af því, aff nýlega hafi málverk eftir Ásgrím Jóns- son verið auglýst til sölu í dag- blaði og það mun hafa selzt á 65 þúsund. g VIKAN 27. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.