Vikan - 01.07.1965, Síða 17
■igíit Malmar
með svo miklum og skyndilegum gný, að henni varð dauðhverft við.
Hún fór fram í eldhúsið og bjó sér til kaffi. Meðan hún beið eftir
að það rynni, reikaði hún um neðri hæð hússins. Hún var undar-
lega eirðarlaus og gat ekki hvílzt. Samt þótti henni vænt um að
vera aftur lcominn heim. Hún virti fyrir sér dagstofuna í nýju ljósi.
Já, þetta var skemmtileg stofa þó hún væri litil. Rósótt glugga-
tjöldin og stólaáklæðin voru björt og hlýleg. En blómin hennar
i gluggakistunni höfðu öll dáið. Ben hafði gleymt að vökva þau
jjrátt fyrir áminningar hennar og nú hengdu þau höfuðin, skræln-
uð og föl. Þessi sjón jók á dapurleikann, sem var að byrja að eyða
allri ánægjunni yfir heimkomunni.
Hún sneri affur til eldhússins og fékk sér kaffi í bolla og óskaði
að Ben kæmi heim. Svo bar liún bollann inn í dagstofuna og lagði
hann á litla kringlótta borðið við einkastól Bens. Það rumdi enn
hátt í kynditækinu og hitann lagði upp, en henni varð sífellt kald-
ara. Hún skalf og náði í gamlan jakka af Ben inn i skáp og vafði
honum um sig áður en hún settist.
Það skrölti í hurðum og gluggum undan vindinum og loftið var
mettað vatnshljóðum. Það fossaði í ræsunum, helltist úr þakrenn-
unum, buldi á þakinu. Hún óskaði heitt að Ben væri kominn. Hún
hafði aldrei verið svo einmana. Og hann var svo þægilegur. Hann
hafði tekið því svo vel, að leyfa henni að fara í þessa löngu heim-
sókn til veikrar systur sinnar. Hann hafði séð fyrir öllu og fylgt
henni á brautarstöðina með fangið fullt af bókum, ávöxtum og
sælgæti. Hún vissi að kveðjugjafirnar voru fórn af hans hendi —
hann var ekki ör á fé. Satt bezt að segja, þá var hann töluvert
fastheldinn.
En hann var góður eiginmaður. Hún andvarpaði óafvitandi yfir
þeim æskuævintýrum, sem hún hafði aldrei átt. En hann var góður
eiginmaður, endurtók hún ákveðin með sjálfri sér um leið og hún
saup á kaffinu. Hann var að visu tiu árum eldri en hún og dá-
lítið sérvitur. Ef til vill nokkur harðstjóri -— á stundum og mis-
lyndur. Hann hafði veitt henni það, sem hún hélt sig þrá, öryggi
og eigið heimili; ef það reyndist ekki nóg var ekki við hann að
sakast.
Hún kom auga á hvítt horn útundan vikublað á borðinu við hlið
sér. Hún rétti út liendina í áttina þangað; þó var eins og fingur
hennar þráuðust við að gripa það. Þegar hún samt sem áður dró
það til sín, sá hún að það var eins og hana hafði grunað, samslconar
umslag og áður. Það var tómt, en utaná það snyrtilega vélritað
eins og venjulega, heimilisfangið: „.Benjamin T. Willsom, Wild-
wood Road, Fairport, Conn.“
Póststimpillinn var frá New York City. Það brást aldrei.
Hún fann hinn gamalkunna herping fyrir brjóstinu þar sem hún
hélt á því í hendinni. Hvað var í þessum umslögum, vissi hún aldrei.
En hver áhrif þau höfðu á Ben vissi hún. Eftir komu þeirra — en
það var u. þ. b. einu sinni i mánuði — var hann önugur, nærri
illúðlegur. Friðsælt samlíf þeirra hrundi niður. f fyrstu hafði hún
spurt hann, reynt að róa hann og sefa en uppgötvaði fljótt að við
það varð hann aðeins reiður og er frá leið forðaðist hún að nefna
þau. í viku eftir að bréf kom voru þau eins og tvær ókunnugar mann-
eskjur undir sama þaki; hann afundinn, hún hálf hrædd, i þjakandi
þögn.
Þetta umslag var stimplað þrem dögum áður. Ef Ben kæmi heim í
kvöld, myndi hann sennilega vera i afleitu skapi og stormurinn
myndi í engu bæta þar um. Samt óskaði hún að hann kæmi.
Hún reif umslagið í smáagnir og fleygði þeim í arininn. Yinplurinn
skók húsið í risagreip sinni og trjágrein féll með bresti niður á
þakið. Um leið og hún rétti úr sér, sá hún hreyfingu utan við glugg-
ann.
Hún stirðnaði öll og hætti að anda, enn hálfbogin yfir arninum
með framrétta hönd. Það sem hún hafði séð glytta í hvítt utanvið
gluggann gegnum regntaumana, var — það var hún handviss um
— mannsandlit. Hún hafði séð augu. Hún var sannfærð um að
það höfðu verið augu, sem störðu inn á hana.
Stormurinn tók á sig persónulegan liótunarblæ. Hún stóð eins
og negld niður langa lengi og hafði aldrei augun af glugganum.
En nú sást þar engin hreyfing, nema vatnsaginn niðureftir glugga-
rúðunni; liandan við liann var sortinn, ekkert annað. Einu hljóðin
voru slátturinn í trjágreinunum, vatnsniðurinn og óhugnanlegt
ýlfrið í vindinum.
Hún fór aftur að draga andann og hleypti loks í sig kjarki til að
slökkva Ijósið og ganga út að glugganum. Myrkrið var eins og vegg-
ur, ókleifur og dulur og rökkrið inni í hiisinu færði storminn nær,
eins og hann væri úlfahópur, sem hefði setzt um húsið. Hún flýtti
sér að kveikja aftur Ijósið.
Hún hlaut að hafa ímyndað sér þessi starandi augu. Það gat
enginn verið úti í nótt sem þessari. Enginn. Samt fann hún sig
slegna hræðilegum óhug.
Aðeins að Ben vildi nú koma heim. Ef hún aðeins væri ekki svona
ein.
Hún skalf og vafði jakka Bens þéttar að sér og sagði við sjálfa
sig að hún væri að verða ímyndunarsjúkur hálfviti. Engu að síður
fannst henni einveran óþolandi. Hún hlustaði eftir grunsamlegu
fótataki utanvið gluggann þangað til hún var viss um að hún heyrði
það, hægt og þunglamalegt.
Ef til vill væri hægt að ná í Ben á gistihúsinu, þar sem hann
dvaldi stundum. Henni stóð nú á sama hvort hún kæmi honum á
óvart eða ekki. Hún vildi fá að lieyra rödd lians. Hún gekk að sim-
anum og lyfti heyrnartólinu.
Línan var gjörsamlega dauð.
Auðvitað höfðu vírarnir slitnað í rokinu.
Hún harðist gegn ofboðsskelfingunni. Andlitið á glugganum var
sjónhverfing, — Ijósbrot í regnvotri gluggarúðunni — og fótatakið
var sömuleiðis ímyndun ein. Raunverulegt fótatak myndi ekki
heyrast gegnum veðurofsann. Enginn gat verið utanhúss i nótt. Ekk-
ert ógnaði henni, í raun og veru. Veggirnir stóðust áhlaup storms-
ins og næsta morgun myndi sólin skína á ný.
Það sem hún átti að gera, var að koma sér eins þægilega fyrir
og framast var unnt, og sökkva sér niður i góða bók. Það var til
einskis að hátta — hún myndi ekki geta sofnað. Ilún myndi aðeins
íifígj3 glaðvakandi og hugsa um andlitið á glugganum og heyra
fótatakið.
Hún ætlaði að ná í eldivið og kveikja upp i arninum. Efst i kjall-
arastiganum hikaði hún; henni virtist ljósið, þegar hún kveikti
það, of dauft. Steinveggurinn var dökkur af sagga neðst í stigan-
um og einhvernveginn hryllilegur. Og kaldur gustur lék um ökla
hennar. Regnið lamdist inn um útidyr kjallarans vegna þess að þær
stóðu opnar.
Sláin að innanverðu losnaði stundum, það vissi hún vel. Ef ekki
hefði verið vandlega gengið frá henni, gat vindurinn hafa losað
hana. Samt jók það á skelfingu hennar að sjá opnar dyrnar. Þær
virtust rökstyðja nærveru einhvers, sem væri áþreifanlegra en storm-
urinn. Hún var lengi að safna kjarki til þess að geta farið niður
stigann og teygt sig út í myrkrið eftir hurðinni.
Hún varð gegnvot á augabragði; en skimandi augu hennar sáu
ekkert nema svarta, svignandi skugga trjánna við húshliðina.
Stormurinn kom henni til hjálpar og skellti liurðinni svo söng i.
Hún keyrði lokuna fyrir af öllum kröftum og reyndi hana til þess
að vera viss um að hún héldi. Svo nærri kjökraði hún af létti, þegar
hún fann að hún myndi standast allar innrásir.
Hún stóð þarna holdvot með fötin límd að sér þegar sú hugsun
læddist að henni, sem gerði hana að gjalti. Setjum svo— setjum nú
svo að andlitið á glugganum hafi ekki verið sjónhverfing. Setjum
svo að eigandi þess hafi leitað skjóls i þvi eina afdrepi, sem fyrir-
fannst á mörg hundruð metra svæði — þessum kjallara.
Hún nærri flaug upp stigann aftur en tók sig svo föstum tökum.
Framhald á bls. 33.
VIKAN 26. tbl. YJ