Vikan - 01.07.1965, Side 28
JAPAN
Q Japanir hafa sannarlega
ekki orðið neinir eftirbátar
að apa eftir vestrænum
þjóðum ýmis atriði úr
skemmtanalífi ekki síður en
iðnaðinum og partýin þar
eru sögð æðisgengin. Þar
fremja menn kviðristu, ef
þeim þykir sæmd sinni mis-
boðið í partýum en aðal
keppikeflið er að ná í svefn-
pillu og koma sér síðan í
jasskjallara, þar sem maður
sér og heyrir hálfsofandi
allt sem fram fer. Stundum
er beinlínis efnt til svefn-
pillupartýa, sem oftast enda
með því að allir lognast
útaf.
<$ Japanskir unglingar. Þeir
höfðu verið í partýi alla
nóttina og sumir voru í pill-
unum, en þeir sem uppi
stóðu, fóru á nærklæðum
út á strönd og héldu dans-
inum áfram. Það vill til að
veðráttan er hlý. Svona
partý heita á japönsku
„suiminyaku asobi“, þ. c.
svefnpilluleikur.
SVÍÞJÖÐ
„Syng om studentens lyckliga
dag“ syngja Sví?.r og stúdentarnir
láta ekki sitt eftir liggja. En þeir
sjálTir sem lifa þessa herlcgu daga,
gera meira en a.ð syngja. Svíar
eru álíka barbarar í brennivíns-
málunum og íslendingar og drekka
sig fulla þegar þeir geta því við
komið. En kvenþjóðin í partýinu
á myndinni gerir sitt til að auka
stemininguna, því sumar eru í þjóð-
búningum frá öldinni scm leið,
sumar í regngalla og sumar á bik-
ini. Partýið var haldið á sænskum
stúdentagarði.
NEW YORK
0 Einkar vinsæll þáttur í skemmt-
analífi ungs fólks í Nýjork eru
bjór og pylsupartý. Það eru frek-
ar fáguð partý, að minnsta kosti
til að byrja með og þá þykir af-
bragð að kneifa bjórinn úr þessum
þýzku könnum, sem sjást á mynd-
inni. Á eftir er plötuspilarinn sett-
ur í gang og fólkið fær sér —
ckki snúning — heldur þessa nýju
tízkudansa þar fyrir westan eins
og t.d. Jcrk, Surf og svo auðvit-
að tvist.