Vikan

Issue

Vikan - 01.07.1965, Page 33

Vikan - 01.07.1965, Page 33
Hverfisgötu 18 — Sími 11832 skólamólum og Öllu fræÖslukerfi landsins. Sjómannaskólinn, Kenn- araskólinn og Iðnskólinn í Reykja- vfk fó vegleg húsakynni. Með nýj- um fræðslulögum 1946, verða allir unglingar skólaskyldir fram ó fimmtónda ár. Á sextánda ári ganga þeir unglingar, sem hyggja á langskólanám, undir samræmt próf um land allt. Þefta próf er nefnt landspróf, og nýtur ekki neinna sérstakra vinsælda Mennta- skólum fjölgar og stúdentaviðkom- an eykst. 1945 útskrifar Verzlunar- skólinn í Reykjavík sinn fyrsta stúd- entaárgang og Menntaskólinn á Laugarvatni 1954. Háskóli íslands eflist mjög eftir að hann flyzt í hin nýju húsakynni. Við hann hefst kennsla í verkfræði, viðskiptafræði, lyfjafræði, tannlækningum og marg- víslegum greinum til B-A-prófs. Deildum háskólans er fjölgað úr fjórum í sex. Tala háskólastúdenta er að nálgast þúsundið. Reistur er nýr stúdentagarður, íþróttahús, samkomuhús Háskólans og hafin bygging raunvísindastofnunar, Kröfurnar um heimsendingu hand- ritanna í Árnasafni verða æ hávær- ari, og nú hillir undir þann dag, er þau koma heim. Sett er á stofn Handritastofnun Islands undir stjórn dr. Einars Ólafs Sveinssonar. íslenzk náttúruvísindi eflast mjög, og þjóð- in eignast fjölda efnilegra visinda- manna á því sviði, sem feta í fót- spor manna eins og Þorvalds Thor- oddsen, dr. Helga Péturss., Guð- mundar Bárðarsonar, Stefáns Stef- ánssonar og annarra af eldri kyn- slóðum. Nóg eru einnig verkefnin í þessu undralandi eldsumbrota og annarra náttúruhamfara. 1947 verður mikið Heklugos. Þar ferst einn duglegasti vísindamaður þjóð- arinnar, Steinþór Sigurðsson, við rannsóknir sínar. 1961 verður eld- gos í Öskju, og haustið 1963 hefst gos á hafsbotni við Vestmanna- eyjar, og myndast þar ný eyja, Surtsey, sem vekur athygli bæði innan lands og utan. — Framfarir verða í heilbrigðismálum þjóðarinn- ar, og verður dánartalan ein hin lægsta í heimi. Landsspítalinn, Landakotsspítalinn og Elliheimilið Grund eru stækkuð mjög, reist er heilsuverndarstöð í Reykjavík, og unnið er að stóru borgarsjúkrahúsi Reykjavíkur. Reist er vinnuhæli fyrr- verandi berklasjúklinga í Reykja- lundi í Mosfellssveit, sem þykir til fyrirmyndar og vekur jafnvel at- hygli í útlöndum. Reist er dvalar- heimili aldraðra sjómanna, Hrafn- ista. Vandaðir spítalar eru reistir víða utan Reykjavíkur, t.d. á Akra- nesi, Blönduósi, Akureyri, Neskaup- stað, Keflavík, Hafnarfirði og við- ar. Farið er að vinna að byggingu læknahúss í Reykjavík. Innan þjóðkirkjunnar linnir nokk- uð deilunum milli hinnar eldri og yngri guðfræði. þótt ekki hverfi þær með öllu úr sögunni. Margar kirkjur eru reistar, t.d. vegleg kirkja í Skálholti, og unnið er að Hall- grímskirkju og mörgum öðrum kirkj- um í Reykjavík. Vegleg hátíð er haldin við vígslu Skálholtskirkju 1963. Sigurgeir Sigurðsson biskup deyr 1953 og verður þá Ásmundur Guðmundsson biskup fram til 1959, en Sigurbjörn Einarsson verður eft- irmaður hans. íþróttaáhugi eykst mjög í land- inu. íslenzkir frjálsíþróttamenn vinna frækileg afrek á alþjóðavett- vangi. Á Evrópumeistaramóti í Brussel 1950 verður Gunnar Huse- by Evrópumeistari í kúluvarpi og Torfi Bryngeirsson í langstökki. Clausensbræður, Haukur og Örn, vinna á þessum árum glæsileg íþróttaafrek. Á Olympíuleikunum í Melbourne 1956 hlýtur Vilhjálmur Einarsson silfurverðlaun í þrístökki. Margir íþróttavellir eru gerðir, t.d. glæsilegur völlur í Laugardal í Reykjavík, þar er unnið að gerð íþróttahallar. Erlendis vekur Al- bert Guðmundsson á sér mikla at- hygli sem afburðasnjall knatt- spyrnumaður. 1962 lætur Benedikt G. Waage af störfum sem forseti Í.S.Í., en það hafði hann verið í 36 ár. Gísli Halldórsson tekur við af honum. Hinir öldnu íþróttafröm- uðir Björn Jakobsson og Lárus Rist hverfa af sviðinu. — íslendingar vekja á sér athygli á alþjóðavett- vangi fyrir afrek í skák. Þar gnæf- ir hæst hinn ungi snillingur Friðrik Ólafsson, sem vinnur glæsileg af- rek á mörgum alþjóðamótum. Stormurinn Framhald af bls. 17. Hún mátti ekki missa stjórn á sér. Stormar höfðu margir kom- ið áður; hún mátti ekki láta sjúk- legar skynvillur lilaupa með sig í gönur einungis vegna þess að hún var ein í þessum kjallara. En hún gat ekki rekið af sér ástæðulaus- an óttann, sem þjakaði hana, þó hún bældi hann niður. Hún fór aftur að heyra fótatak manns- ins fyrir utan liúsið. Þó hún vissi það vera imyndun, þá virtist það hræðilega raunverulegt — marr- ið undan fótum á mölinni, hægt, þungt, þrautseigt, eins og varð- ganga næturvarðar. Hún þurfti aðeins eitt fang af eldiviði. Þá gæti hún kveikt eld og haft ljós og yl og notakennd. Hún myndi gleyma þesum ógn- um. í kjallaranum var þefur af ryki og gömlum raka. Loftbitarn- ir voru loðnir af kóngulóarvef. Þar var aðeins eitt ljós, dauft, úti í einu horninu. Smálækur rann niður eftir veggnum og hafði þegar myndað allstóran poll á gólfinu. Eldiviðarlilaðinn var i fjarlæg- ara horninu, undan ljósinu. Hún nam staðar og rýndi i kringum sig Enginn gat leynzt þarna. Kjallarinn var opinn, burðarsúl- urnar of grannar til að leyna manni. Það slökknaði á oliukynding- unni með skörpum smelli. Henni GUNNAR ÁSGEIIRSSONmeWy HudnrlandBbraut 16 VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.