Vikan

Tölublað

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 15

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 15
Munir úr safni Péturs. Til vinstri: Gömul brynja. Að ofan: antisk-húsgögn og ísaumað teppi. Vopn og gamlir munir Pétur Guðjónsson, loftskeytamaður, Hverfisgötu 50, hefur ferðazt víða um ævina. í fjölda ára hefur hann gert sér það til gamans og dægrastyttingar að safna saman allskonar gömlum munum — „antik", sem margir eiga sér merkilega sögu, og flestir eru bæði fallegir, sérkenniiegir og verðmætir. Pétur hefur komið miklu þessara muna fyrir á efstu hæð húss síns við Hverfisgötuna, en það er svipað og að koma inn í erlent þjóðminjasafn, þeg- ar þar er komið. Á gólfinu eru vandaðar og skrautlegar ábreið- ur og gömul útskorin húsgögn, en á veggjum fag- urlega útsaumuð veggteppi, gömul málverk eftir erlenda meistara af orrustum og þjóðhöfðingjum, forn vopn, sverð skildir, lensur, spjót, byssur, hjálmar og á einum stað jafnvel heil brynja. Öllu er fyrir komið af einstakri smekkvísi og natni og ber þess ljósan vott að Pétur hefur lagt mikla rækt við safnið og fyrirkomulag þess. Slíkt safn sem þetta verður auðvitað aldrei full- komið, því þar er af nógu að taka og margt eftir að eignast, en víst er að slikt safn verðmætra muna veitir eigandanum mikla ánægju og gleði. Söfnun, sem þessi krefst mikillar þekkingar í sögu, iistasögu, iðnaðarsögu og lifnaðarháttum þjóða og er stöðug fróðleikslind á ótal vegu. Gimsteinninn í safni Þórðar . . . Bakk-öl. Þórður Jónsson. Það eru ekki nema um sjö ár, síðan Þórður Jónsson byrjaði á því að safna allskonar miðum utan af bjór- og gos- drykkjaflöskum, — en á þessum tíma hefur honum tekiát að ná í tæplega 14 þúsund mismunandl miða og frá 28 löndum, allt austur til Japan. Þórður vinnur hjá Ölgerðinni Egill Skallagrimsson, og hefur þannig góða möguleika á að næla sér í islenzka miða, sem hann notar svo til að skipta við aðra kunningja víða um heim. Hann er í nokkrum klúbbum, erlend- um og þar á meðal einum bandarísk- um, og kemst þannig í mörg góð sam- bönd með miðaskiptingu. Þórður á á þirðja hundrað íslenzka miða af mismunandi gerðum og aldri, flesta þó frekar nýlega — nema gim- steininn í safninu — miða sem honum var sendur frá Vestmannaeyjum. Á miðanum sendur „Ölgerðln á Eyrarbakka — Bakk-öl“. Um þennan miða veit Þórður ekkert meira, jafn- vel þótt hann hafi leitað til ýmsra um upplýsingar, og hefur honum ekki tekizt að komast að því hverskonar ölgerð þetta hafi verið, hverskonar öl, né frá hvaða tíma miðinn er. Telja sumir hann vera allt að hundrað ára gamlan, en aðrir jafnvel eldri. Vafalaust er safn Þórðar verðmætt og á eftir að aukast að verðgildi, enda hefur hann brunatryggt það fyrir tölu- verðri upphæð. í upphafi losaði hann miða af flösk- um sem hann komst yfir,, og safnaði þeim, en svo komst hann að því að suma miða er alls ekki hægt að losa af, vegna þess hve límið er sterkt. Þá fór hann að safna ónotuðum mið- um sem hann fær beint frá framleið- endum, og verður þá að skrifa bréf hverju sinni. Það er því mjög mikil vinna, sem liggur í þessari söfnun, en til þess er einmitt leikurinn gerður — að safna vandfengnum hlutum. Miðar af sænskum gosflöskum. Miðar af fslenzkum öl- og bjór- flöskum. Miðar af fslenzkum gosflöskum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.