Vikan

Tölublað

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 16

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 16
Böðvar Kvaran við skrifborð sitt í bókaherberginu. Á bak við hann hægra megin á myndinni eru nokkrar stórar bæk- ur í ljósu bandi. Þar er skrá Böðvars yfir öll íslenzk blöð og tímarit frá upphafi — í 13 bindum. Frú Guðrún Kvaran í bókbandsherberginu. Á bak við hana er m.a. Morgunblaðið vandlega innpakkað. Örlítill hluti af bókaskáp Böðvars. í tveim efstu hillunum eru m.a. Mánedstidende — Minnisverð tíðindi — Margvíslegt gaman og alvara — Klausturpósturinn — „Gamli“ Skírnir — Ármann á Alþingi — Sunnan- pósturinn — Almanökin frá 1837 o.fl. Bækur blöð og tímarit Það má telja öruggt, að enginn eigi eins fullkom- ið og fallegt safn íslenzkra tímarita frá upphafi, og Böðvar Kvaran, fulltrúi hjá Skeljungi. Frá því hann var ungur piltur í skóla, hefur hann safnað öllum þeim tímaritum íslenzkum, sem hann hefur höndum komizt yfir, enda er nú svo komið að þar vantar hvergi í blað. Og enn 1 dag fær hann öll þau tímarit sem út koma, til að setja í safnið. Það gefur að skilja að safnið er stórt og hefur að geyma ógrynni lesmáls, enda orðið mjög verð- mætt. Bókaherbergi Böðvars að Sóleyjargötu 9 er auðvitað þéttskipað innbundnum tímaritum og bók- um frá gólfi til lofts, og þar er margar gersemar að finna. Það er líklega einstakt við þessa söfnun hans, að allflest ritin hafa þau l.jónin bundið sjálf inn, en í kjallaranum hafa þau bókbandsstofu með öllum nauðsynlegustu tækjum, og þar sitja þau við bókband í frístundum. ,,Þetta væri óframkvæmanlegt öðruvísi“, sagði Böðvar, ,,því það er svo dýrt að láta binda inn svona mikið magn bóka í gott band.“ í bókbandsstofunni eru allar hillur fullar af inn- pökkuðum tímaritum, sem bíða þess að verða bund- in inn og komast í hillur. Eiginkona Böðvars, frú Guðrún Kvaran, hefur líka safnað töluverðu af fallegum útskornum mun- um úr beini, en þá hefur hún flesta náð í á ferða- lögum erlendis. Þar eru fílstennur haglega útskorn- ar og allskonar fínlegir austurlenzkir munir. Nokkrir munir, sem frú Guðrún hefur safnað. Sigurður Ágústsson# Sigurður Ágústsson rafvirki og skátaforingi, saínar auðvitað öllu því, sem viðkemur skáta- hreyfingunni, sem hann hefur verið í og starf- að fyrir frá því hann var unglingur. Þar á meðal eru öll þau frímerki, innlend sem erlend, sem tengd eru því málefni á ein- hvern hátt. Slík söfnun er einmitt ein skemmti- legasta hlið frímerkjasöfnunarinnar — að safna merkjum, sem viðkoma einhverju sérstöku mál- efni, og takmarka safnið við það, 1 stað þess að eiga fyrir sér að safna þeim firnum af frí- merkjum, sem gefin eru út í hverju landi. Oftast er það að frímerkjasafnarar eiga sér eitthvert áhugamál annað en sjálf frímerkin, og þá er tilvalið að tengja hvorttveggja á þennan hátt. Það eru ekki ýkjamörg ár síðan Sigurður fór að safna þessum merkjum, en árangurinn er samt sem áður undraverður, enda leggur hann mikla rækt við að ná 1 öll slík merki, sem gef- in eru út í heiminum. Það má geta þess hér, að Sigurður hefur fleiri áhugamál en söfnunina og skátahreyfinguna, því hann unir sér löngum stundum við að mála allskonar myndir og gera tilraunir með alls- konar nýjar aðferðir, ný efni, til að búa til myndir úr. Það eru furðulegustu hlutir, sem hann getur búið til úr ódýrum málmpappír, bút- um af frauðplasti og öðrum tilfallandi efnum, sem hann mótar á ýmsa vegu og málar. Japönsk Olympíumerki. >>í>iísá-<<<<Á<íí<<<?- ■•■ ■■■ •• Skátamerki frá Formósu. VIKAN 27. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.