Vikan

Útgáva

Vikan - 08.07.1965, Síða 43

Vikan - 08.07.1965, Síða 43
Bílaprófun vikunnar 100 kílómetrana á minna en 16 lítrum. Fjöðrunin er ágæt; þessi Rambler er á erfiðis (heavy duty) fjöðrum eins og aðrir þeir Ramblerar, sem hingað koma, með sinn gorminn fyrir hvert hjól. Með réttum loftþrýstingi í dekkjunum tekur maður hvorki eftir því, að fjöðrunin sé of Eftir nokkurra klukkustunda æfingu hafið þér algjörlega losað yður við ókunn- ugleikann og þér látið yður ekki detta í hug að handskrifa. Til daglegra hréfaskrifta, til þess að fylla út skýrslur og skjöl. Fyrir skólann og heimavinnu henntar vélin notum aUr- ar fjöiskyldunnar. Öll orð á sínum stað, sérhver blaðsíða hrein og fögur og mörg skýr afrit. HAFIÐ ÞÉR PRÓFAÐ AÐ VÉLRITA Á OLIVETTI LETTERA 32? olivetti mjúk eða of hörð, svo hún hlýt- ur að vera alveg mátuleg. En það er mikið atriði, að hafa réttan loftþrýsting i dekkjunum. Fyrst var af misgáningi alltof hart i þeim, þvi mörgum hættir alltaf tii að harðpumpa lijólin undir stórum og þungum bílum, og rekur i rogastans, þegar hampað er framan í þá öllum þessum pésum frá umboðinu, þar sem stendur að aðeins eigi að vera 24 pund í hverju hjóli. Svo hrista menn bara liausana og setja allt upp undir 40 í dekk og þar með er sá hyrndi laus. Bíllinn verður ómögulegur í stýri og slingrar til og frá á veg- inum og verður stórhættulegur á beygjum. En þegar þrýsting- urinn er réttur af, fer allt i iið- inn um leið; billinn verður stöðugur i stýri og stöðugur á vegi og stöðugur í beygjum. Munurinn er alveg ótrúlegur. Og meðan við erum að tala um stýri: Fyrir alla muni, væntan- legir kaupendur, látið ykkur ekki muna um að taka hann með „power“ stýri. Það er að visu allt í lagi með venjulegt stýri, en hitt er betra, og þið ætlið að kaupa gó&eui bil, er það ekki? Bremsurnar eru stórkostlegar. Mér datt fyrst i hug, þegar mér varð á að koma við þær, að ég hefði (óvart að sjálfsögðu) ekið á 50 sentimetra þykkan járnbent- an steinvegg úr loftasteypu með öllum hugsanlegum steypubæti- efnum. Að framan eru diskar en að aftan borðabremsur með stór- um skálum, og allt er þetta „pow- er“. Einn kosturinn er sá, að þær eru algerlega sjálfstillandi. Svo er náttúrlega þetta tvöfalda bremsukerfi Ramblersins, sem gerir næstum ómögulegt að missa bremsurnar af meira en tveimur lijólum í einu. Slíkan útbúnað væri nær að lögskipa almennt heldur en blessaðar aurhlífarnar (drullusokkana) sem gera litið annað en að auka grjótkast í akstursstefnu bílsins. Bremsur Ramblersins eru hreint til fyrirmyndar, þegar maður hefur vanið sig á að vera nægi- iega léttstígur — og það kemur fljótlega. Handbremsa er engin á bíln- um, en hennar í stað er „stigið- á“ stöðubremsu (step-on parking brake), sem mér finnst hálfgert ómark. Ef þú ert til dæmis að koma upp Ingólfsstræti og þarft að stansa við Bankastrætisljós- in, ber þér samkvæmt viður- kenndum ökuaðferðum að halda bílnum á handbremsunni til að forðast að hann renni vitundar- ögn aftur á bak, og það er ofur einfalt mál að grípa í venjulega handbremsu og halda við, án þess að þurfa nokkurn tima að taka úr gir. Þú getur sem sagt staðið rólegur á kúplingunni og verið tilbúinn að taka af stað hvenær sem er, og enginn góð- ur ökumaður tefur umferðina að nauðsynjalausu. En með „stígið-á“ stöðubremsu þarftu að taka úr gir, sleppa kúplingunni, stíga á stöðubremsuna stiga á kúplinguna, setja i gír, og svo geturðu ekki smáhaldið við um leið og þú ferð af stað, heldur verður að sleppa allt i einu. Þetta er svo sem allt í lagi, og skiptir engu máli fyrir sjálf- skiptingu, en ég er á þvi, að þetta sé verra fyrirkomulag en gamla fyrirkomulagið. Að innan er billinn iburðar- mikill og virðulegur á sportleg- an hátt. Mælaborðið er matt og klætt í sama lit og annar innan- búnaður bílsins. Mælarnir liggja vel við í tveimur hringlaga skíf- um, en þar vantar smurmæli og ampermæli, bara ljós í staðinn. Fyrir miðju er blikkljós, sem kviknar ef stöðubremsan er á, og annað, sem blikkar ef sætis- belti eru i bílnum, en gleymzt hefur að nota þau. Þurrkurnar VIKAN 27. tbl. 43

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.