Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 22.07.1965, Qupperneq 4

Vikan - 22.07.1965, Qupperneq 4
Ég sá þig vinna, ég sá þig bjarga einu lífinu eftir annaö. Þessi stóra feita hjúkrunarkona sagöi að hún hefði aldrei séö nokkurn skurölækni eins góðan.... Þetta var ströndin, þetta var hið nýja heimili Jeff. Þríhyrningur vatns myndaðist milli bátsins og strandarinnar um leið og Tjald- ane lagði frá landi. Hann stækk- aði, hann minnkaði, bananahýði flaut í honum, blómið frá í gær, kókoshnetur, flísar úr bambus- viði. Nokkrir drengir stungu sér í vatnið, brún strik, gullnir lík- amir, hvítar tennur; þeir reyndu að synda spottakorn á eftir skip- inu en gáfust svo upp. Fyrst var andlit Jeff og síðan líkami henn- ar í hvítum léreftskjólnum með rauða höfuðbúnaðinn, auðgreind- ur meðal hinna, svo vasaklútur- inn hennar, lítíll kveðjufáni, svo varð hún aðeins hvítur títuprjónn í vef fjöldans. Og svo hafði-Tjald- ane snúið til /fullá og Skilið ströndina eftir,‘,snúið stafni mót opnu hafi. Það 'gjampað^ á öld- umar, seglbátarnir'runnu áfram, kennileitin flöttust út, fjarlægð- in, sjóndeildarhringurinn, allt að eilífu horfið ...... Hvað nú? hugsaði Halden og horfði út í tómið fyrir framan sig. Það var ennþá möguleiki á því að sameina SBM gufuskipa- félagið og stórt, amerískt gufu- skipafélag. Það var vandamál, sem hann þurfti að glíma við, strax og hann kæmi til Banda- ríkjanna. Það hafði virzt mikil- vægt og spennandi, heillandi hættuspil, þegar hann lagði upp í þessa ferð. Nú virtist það fölt og ómerkilegt eins og allt annað. Einhver klappaði honum á öxl- ina; það var varfærið klapp með fyrirgefningarbeiðni í sjálfu sér. — Er þetta ekki ljómandi stund til að ljúka við taflið okkar? spurði Vandengraf, og það hljómaði eins og hann væri að bjóða drukknandi manni björg- unarbelti. — Þér eruð huglesari, Vanden- graf, sagði Mynheer Van Hal- den, hallaðist þunglega á fram- réttan handlegg vinar síns og saman gengu þeir inn í salinn. VI. Merkið „truflið ekki“ dinglaði eins og venjulega á hurðarhún- inum hjá doktor Maverick. Pat nam staðar og leit efins á það. í dag gat það þýtt að í dag lang- aði lækninn í raun og veru til að fá að vera í friði; hann verð- skuldaði hvíld eftir það, sem hann hafði gegnumgengið þessa nótt, hugsaði hún. Hún leit á handlegginn á sér, á merkið og aftur á handlegginn. Skeinan var orðin blá og handleggurinn tek- inn að bólgna og það var óþægi- legur æðasláttur í honum. Ef tii vill verður hann vondur út í mig, ef ég læt þetta versna, hugsaði hún. Reyndin var sú, að henni þótti gott að hafa afsökun fyrir því að hitta lækninn. Hana hafði langað svo klukkutímum skipti að hitta hann og tala við hann. Hann var bezti maður, sem hún þekkti — það er að segja að And- erson frágengnum. Nú var hún jafnvel ekki viss um, að Ander- son væri eins góður og indæll og hún hafði haldið. Hann hlaut að vera heimskur að láta veiða sig svona, hugsaði hún. Þetta var næstum eins og að giftast með skammbyssu við bakið. Jæja, það gat verið að faðirinn hefði rétt honum fáeina seðla ásamt dótt- urinni. Pat var einmana og hafði orðið fyrir vonbrigðum, en hin litla skemmtistúlkusál hennar var of óþroskuð eða of auðmjúk til að nota svo hátíðleg orð um £ VIKAN 29. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.