Vikan

Tölublað

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 43

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 43
degi þrjá til fjóra kílómetra. Hlaup eru einhver bezta æfing- in, sem völ er á. Skólarnir eru uppeldisstofnanir og mega því ekki grafa undan heilbrigði nem- endanna, heldur leitast við að auka það. — Og að lokum Benedikt, ef þú vildir gefa þeim, sem þjást af svefnleysi eitthvert gott ráð í lokin. — Þegar svefninn fer að trufl- ast af spennu, skaltu slaka á, fara út í náttúruna, reyna á líkam- ann og hvílast. Við þekkjum öll þá hættu, sem getur verið sam- fara því, að fara út á götu á rauðu ljósi. Svefntruflanir, sem stafa af óróa, kvíða og öryggis- leysi, eru tákn um það, að þú sért staddur á rauðu ljósi. ★ í leit að eiginmanni Framhald af bls. 21. Gamla konan borgaði reikn- inginn og yfirgaf mig. En hún hringdi aldrei. Eftir allar þessar misheppn- uðu tilraunir i leit minni að eig- inmanni, fór ég í alvöru að í- huga, hvort það gæti verið, að ég væri of kröfuhörð. Ég óskaði hvorki eftir auði né völdum. Ég leitaði aðeins að þægilegum lifsförunaut. HANN VARÐ AÐ VERA TRYGGUR OG TRÚR Það var aðeins eitt, sem var algjört skilyrði, liann varð að vera trúr og tryggur, ég vissi það of vel frá hjónabandi minu, hvað hægt var að eitra og eyði- leggja með ótryggðinni. Einum manni kynntist ég, sem ég varð í raun og veru dálitið hrifin af, en hann vildi helzt fá milljónir með konunni og þær átti ég ekki.... Næsti maður hugsaði meira um menntun og menningu en pen- inga. Hann hét Carl Erling og var á fertugsaldri, stór vexti, grannleitur með viðkvæmnis- legar hendur. Hann hafði góða stöðu hjá rikisfyrirtæki og tölu- verðar tekjur. Hann bauð mér á veitingahús, það var venjan. REGLULEG YFIRHEYRSLA Svo byrjaði samtalið. Hann studdi olnbogunum á borðið, þrýsti fingurgómunum saman og horfði á mig. — Ég hef verið trúlofaður þrisvar sinnum, sagði hann. — Og ennþá ógiftur. ... ? Hann brosti dapurlega. — Já, þvi miður. í hvert skipti liafa augu mín opnast, og ég hefi séð, hvílík voðaleg mistök, ég var um það bil að gera.... Það er andstæða gamla orðtaksins um, að ástin sé blind. Vel á minnzt, hver sagði þau vængj- uðu orð... .? Hann var ögrandi á svipinn. Ég hugsaði andartak og gris- aði svo: „Shakespeare!“ — Rangt, sagði hann alvarlega. — Það var Plato. Svona byrjaði það. Á næsta stundarfjórðungnum þrælaði hann mér i gegnum lista- og bókmenntasögu. Þetta hefði getað verið spurningaþáttur í sjónvarpi, nema hvað spurning- arnar voru snöggt um erfiðari. Ég fann hvernig svitinn spratt út á enninu á mér, þótt ég fyndi, að þessi gangandi orðabók kæmi aldrei til greina. — Hvað heitir höfundurinn að „Lygn streymir Don“? — Hvað heitir síðasta leikrit Artli- urs Miller? Hvenær fékk Jolin Steinbeck Nóbelsverðlaunin? Þá kviknaði á perunni hjá mér og ég galaði: — 1962, en má ég nú koma með spurning- ar á móti? — Rétt bráðum. — Og svo skaut liann næztu pilu eldsnöggt að mér.... — Hver var inót- dansari Rudolfs Nurejevs, þegar að hann dansaði siðast í Vín? (Margot Fonteyn, en því hafði ég auðvitað gleymt.) Sömuleið- is vildi hann fá að vita, hvað og hvar Karajan spilaði næst, hvort ég ætti nokkrar hljómplötur með Svjatoslav Richter, og livað ég gæti sagt um tólftóna hljóm- listina. Loksins dró hann andann og þá skaut ég inn í: — Hér koma mínar spurning- ar: — Nefndu þrjá frægustu jass hljómsveitamenn, sem spila á klarinet? — Hverjum er Eliza- beth Taylor gift. .. . ? Þá varð hann reiður. Hann hafði engan áhuga á jass og enn- þá minna á kvikmyndum, nema að þær væru menningarlegs eðl- is. — Jæja, þá er það þessi, hélt ég miskunnarlaust áfram. — Hver var það, sem fann upp topplausu tízkuna....? — Þetta heyrir nú alls ekki til almennrar menntunar og er ekki sæmandi samtalsefni við borð á veitingastað. Þér eruð falleg og flott kona, en ég er hræddur um, að áhugamál okk- ar séu allt of ósamstæð. Þér meg- ið ekki láta yður þykja það, en...... Nei, ég var alls ekki mikið leið yfir að kveðja þennan herra, þá var betra að vera einn, en að eyða lifinu í spurningaþætti. , I VATNSBERAMERKIÐ Tveim vikum siðar sat ég enn við borð á veitingahúsi, með ókunnum herra sem miðlunar- skrifstofan liafði sent mér. — Þér eruð fæddar undir Vatnsberamerkinu, —hóf hann samtalið. — Þá ætti ég, sem til- heyri Tvíburamerkinu að passa •' * V EINANGRIÐr GEGN HITA OG KULDA Þér fáiö einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum árum í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun notalegri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað). STEINULL H.F. Lækjargötu — Hafnarfirði — Simi 50975. VIKAN 29. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.