Vikan

Tölublað

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 6
Allskonar Karlmanna- fatnaSur Einungis úrvalsvörur. '/W> Vesturveri og Lækjartorgi. tlTl GRILL Nú geta allir „GRILLAГ, úti á svölum, úti í garði eða úti í sveit. Við höfum fyrirliggjandi 3 gerðir af „ÚTI GRILLUM“: 18 tommur 23 tommur m/borði. Við höfum einnig BAR- B - 4 mCKfcLI TS (BRtJNKOL) sem eru sérstaklega fyrir „ÚTI GRILL**. g VIKAN 29. tbl. PÁLMINN ÆTLAR UPPÚR ÞAKINU. Kæri Póstur! Ég á gúmmípálma, sem er orð- inn svo stór, að bráðum vex hann upp í gegnum þakið. Er þorandi að klippa af honum? Byrjar hann að skjóta nýjum öngum aftur? Er hægt að nota toppinn sem af- leggjara? Með fyrirfram þökk. Lísa. Já, þér er alveg óhætt að klippa af honum. Mánuðirnir febrúar til marz eru bezti tíminn til þess, (að segja ef hann verður þá ekki búinn að brjóta gat á þakið). Skerðu af leggnum rétt fyrir ofan blað, þannig, að nýtt blað geti vaxið af honum. Gúmmipálminn inniheldur hvítan mjólkurkennd- an safa, sem lekur út, þegar skor- ið er í legginn, svo að hætta er á, að honum „hlæði út“, ef ekki eru gerðar varúðarráðstafanir. Þess vegna skaltu, strax og þú ert búin að klippa af toppnum, bera logandi eldspýtu að sárinu og svíða vel í kring. Síðan límir þú svo yfir með límbandi og þá á plöntunni ekki að verða meint af. Toppurinn er fyrirtaks af- leggjari, þú skalt láta hann halda tveimur eða þremur blöðum. Þú þarft líka að svíða hann, áður en þú setur hann í vatnið, til að hindra blæðingu. Bezt er að setja hann í mjólkurflösku og láta nokkra mola af viðarkolum út í til að halda vatninu frísku. Settu síðan bómullarhnoðra kringum stútinn að innanverðu. Eftir 4 til 6 vikur eru famar að myndast rætur og þá er óhætt að setja hann í dálítið sendna gróðurmold. AVE MARÍA. Kæra Vika mín! Ég hefi nú aldrei skrifað í dálk- ana þína, en nú langar mig svo mikið að biðja þig fyrir þakklæti og það mikið þakklæti til Árelí- usar Níelssonar fyrir dásamlegu danslagatextana hans. Það yljar manni, hvað hann velur falleg orð og hugsun í þessa texta. Það ásamt öðru lýsir þessum góða manni og presti. Ég skil ekki hug- arfarið hjá þeim, sem reyna að gera grín og þusast út af því, að prestur geri danslagatexta. Á ekki allt, sem gleður, erindi til allra manna. Þeir eru heldur ekki fáir, sem þessi lög og textar hafa glatt, það er augljóst, því að það hafa varla komið svo þættir fyr- ir unga fólkið, að þessir textar og lög hafi ekki verið, að ég tali nú ekki um óskalagaþættina fyr- ir sjúka. Það eru sumir, sem halda, að það þurfi einhverja sér- staka menn til að semja svona og finnst þetta óviðeigandi. En ég segi: Sá er drengur, sem við gengur, jafnvel þótt það sé ekki nema fyrir sjálfum sér. Þér Árelíus þakka ég. Lifðu heill og sæll um alla framtíð. Munda að vestan. HÖFUÐVERKUR. Kæri Póstur! Ég er 14 ára gömul og þjáist alveg afskaplega af höfuðverk. Á hverjum morgni, þegar ég vakna, er mér illt í höfðinu. Yfir- leitt lagast það, þegar líða tekur á daginn, en oft tekur það sig upp, þegar ég fer að hátta á kvöldin. Ég hefi tekið inn ósköp- in öll af höfuðverkjatöflum, en það gagnar ekkert. Hvað á ég að gera? Rut. Farðu til læknis og það hið snarasta. Og hættu þessu pillu- áti, þangað til þú hefur talað við hann og fengið rétt meðul. Það getur verið mjög hættulegt fyrir stúlku á þínum aldri að troða í sig pillum í tíma og ótíma. JEPPI Á FJALLI Kæra vika. Ég þakka þér fyrir allt gott og vont. Ég er mikill bílaáhugamað- ur, er reyndar búinn að vera það í 20 ár eða frá því að ég fæddist. En nú langar mig til að spyrja þig, hvar sé hægt að fá myndir af öllum árgerðum Chevrolet, Ford og Dodge. Hvernig væri, að Vikan birti greinar um bíla og segði sögu þeirra lauslega frá upphafi til enda. Mig langar líka til að vita, hvers vegna jeppinn hafi verið gerður að landbúnaðar- bíl. Einnig langar mig til að vita, hvort maður þurfi að hafa ein- hverja menntun til að geta unnið í bílaverksmiðjum við teiknun að samsetningu bíla, ég hef nefni- lega dáltíinn áhuga á að komast að hjá Gereral Motors. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Kær kveðja Bóndasonur, sem á jeppa.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.