Vikan

Tölublað

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 32

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 32
Avon hárhreinsir gerir hár yðar silkimjúkt og auðvelt viðureignar Erað þér ekki ánægð yfir þvi, að þér getið fengið Avon hárúðun til þess að halda hárinu snyrtilegu? Undraveröur árangur næst ef þér notið eitthvaS af hinum fjórum Hi-Light tegundum frá Avon. Allt í einu verður hár yðar mjúkt eins og sumarblær. Silkimjúkt. Viðráðanlegt. Hi-Light hárhreinsir, Sheer Touch eða Firm Touch hárúðun, eru aðeins þrjú af hinni sérstaklega góðu framleiðslu frá Avon. Þér eigið völ á öllum tegundum af snyrtivörum til að fegra og viðhalda húðinni hjá flestum snyrti- vöruverzlunum. Hvernig væri að kaupa Avon snyrtivörur strax í dag? Í8 AVOH cosmetics LONDON • NEW YORK • MONTREAL Einkaumboð J. P. GUÐJÓNSSON H.F. Sími 11740, — Skúlagötu 26 — Box 1189. * 4 Wjupnar Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. Hrú*Fmcrkið Í21. marz — 20. apríl): Vinir þínir koma þár á óvart með vel undirbúnu gamni. í*ú lendír í mjög skemmtilegri aðstöðu fyrir misskilning og átt eftir að hafa mikið gaman af. Þú týnir hlut sem þér þykir vænt um. Nautsmerkið (21. apríl — 21. mai): Þú ert í góðu jafnvægi og nýutr þess að vera til og vinna störf þín. Þú þarft á ráðleggingum að halda í vissu máli, en áður en þú tekur lokaákvörð- un skaltu hafa undirstöðuna trygga, ekki með minnsta veikum punkti. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Þú verður fyrir happi sem hefur töluverða þýðingu fyrir þig persónulega. Þú færð góðar fréttir frá gömlum kunningjum sem staddir eru í fjarlægð. Á laugardaginn færðu kærkominn gest. Heillatala er 7. Krabbamcrkið (22. júní — 23. júlí); Eitthvað veldur þér vonbrigðum og skapar þér tals- verð aukaerfiði. Þú munt þurfa að takast á hendur erfitt verk, sem ólíklegt er að þú þurfir nokkurn- tíman að inna af hendi síðar Heillalitur er gulur. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Þú ert nokkuð sjálfselskur og gætir ekki sem skyldi að tilfinningum umhverfis þíns. tÚivera og félags- líf á mjög vel við. Þú ættir að grípa hvert tækifæri sem gefst til að ferðast. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Mál sem þú hélst að löngu væri sofnað, kemst nú á nýjan skrið og skaltu nota tækifærið og láta álit þitt í ijósi. Þú hittir kunningja þinn og dvelur kvöldstund með honum á skemmtilegum stað. m Vogarmerkið (24. september — 23. október): Þú færð lítinn tíma til að sinna einkamálum þín- um vegna utanaðkomandi manna sem þurfa að hafa samband við þig og taka upp tíma þinn. Bezta skemmtun sem þú ferð á verður dansleikur, e.t.v. á laugardag. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember). Þú hefur gerst sekur um að spilla eigum annarra og færð ákúrur frá aðilum sem þú sízt kærir þig um að skipti sér af málum þínum. Þú kostar all- miklu upp á gamlan hlut sem þú átt, sem vafa- samt er hvort borgar sig. Bogmannsmerkið 23. nóvember — 21. desember): ©Þú hefur tekið þér fyrir hendur margbrotin verk- efni, sem tekur langan tíma fyrir þig að leysa. Reyndu að vera yfirboðurum þínum að skapi, þótt það kosti þig einhverja sjálfsafneitun, þú munt ekki sjá eftir því. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. j’anúar): Þú verður fyrir allmörgum töfum utanaðkomandi [F.] aðila og kemur það þér í tímaþröng með viss verk- efni. Ýmislegt fer á annan veg en þú hugðlr, en þú munt verða harðánægður með niðurstöðurnar. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Vegna forfalla einhvers kemstu í góða aðstöðu til að auka tekjur þínar. Þú færð þakklæti og ef til vill einhverja gjöf fyrir framkomu þína við visst tækifæri. tilíf væri mjög æskilegt i tómstundum. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Reyndu að líta á alla hluti bjartsýnisaugum og sjá fleiri en eina hiið á hverju máli, þá muntu verða vinsæll. Þetta er uppskerudrjúgir tímar fyrir elsk- endur, en enginn ætti að taka hiutina mjög hátíð- lega. g2 VIKAN 29. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.