Vikan

Eksemplar

Vikan - 22.07.1965, Side 7

Vikan - 22.07.1965, Side 7
Við höfum alltaf reynt hérna á Vikunni að fylgjast með nýjum gerðum bifreiða eins og þú veizt, ef þú hefur lesið bílaprófunina og fleiri greinar um bíla. Auk þess hafa oft komið þættir um sögu ýmissa bifreiðategunda. Myndir af þessum bifreiðum, sem þú nefnir ættirðu að geta fengið hjá þeim umboðum sem með þær hafa að gera. Jeppinn hlaut af- burðagóða dóma á styrjaldarár- unum, sem herbíll, og var þess vegna prófaður sem landbún- aðarverkfæri, enda hefur hann hentað sérlega vel til þeirra starfa. Ég er hræddur um, að þeir hjá General Motors vilji heldur meira en gagnfræðapróf, senni- lega þarf verkfræði- eða tækni- menntun til að komast að í teikn- ingu hjá þeim. Annars sakaði ekkert að þú skrifaðir þeim út (á ensku auðvitað) og atliugaðir möguleikana á að komast í verk- smiðjurnar hjá þeim. Þú gætir hugsað um það, meðan slátturinn stendur yfir. AFBRÝÐISEMI Kæra Vika. Áður en ég hitti manninn minn og giftist honum, hafði ég verið trúlofuð tvisvar sinnum áður. Eftir að ég kynntist honum, hef- ur hann verið sá eini rétti fyrir mig. Ég hef sagt honum allt' af létta um fortíð mína, og hann segist vera glaður yfir því, að ég hafi lagt spilin á borðið. Svo mað- ur gæti freistazt til að halda, að allt væri í lagi, en það er það ekki. Maðurinn minn er haldinn af mikilli afbrýðisemi venga for- tíðar minnar og notar hvert tæki- færi til að minna mig á, að fortíð mín sé ekki „hrein“. Þetta getur jafnvel komið fyrir, svo að aðrir heyri til. Nú langar mig til að spyrja þig, hvort það sé rangt af mér að tala um þetta við föð- ur minn og biðja hann um að tala alvarlega við manninn minn, en hann hefur alltaf borið mikla virðingu fyrir honum. Eins og málin standa nú, held ég þetta ekki út mikið lengur. Ég þarf virkilega á hjálp að halda, mað- urinn minn fer ekki eftir því, sem ég segi. Anna. Auðvitað áttu að tala við föð- ur þinn um þetta, það er alls ekki rangt, heldur nauðsynlegt. Það er maðurinn þinn, sem fer rangt að ráði slnu með því að taja þannig um þig í áheym annarra. Ef þessi sjúklega af- brýðisemi hans verður ekki stöðvuð í tíma, tekur þú þá áhættu, að hjónaband ykkar fari út um þúfur, svo að ég ræð þér eindregið að tala við föður þinn eins fljótt og þú getur. Gangi þér vel. AUMIR FÆTUR Kæra Vika. Upp á síðkastið hef ég fengið najög þykkt hornkennt lag undir fæturna og fylgja því mikil eymsli eftir daginn. Ég fer reglu- lega í heitt fótabað og við það mýkist húðin og er ágæt dálitla stund, en eftir dálitla stund fer allt í sama farið aftur. Getur þú ekki gefið mér gott ráð við þessu? Ein fótsár. Byrjaðu á að kaupa þér eina örk af sandpappír númer 60 eða IV2. Brjóttu hann eftir hnifskafti eða einhverju svipuðu, og klipptu síðan af það, sem ekki þarf. Því næst strýkur þú fram og til baka með hnífskaftinu, þar sem þú hefur harða húð. Þú getur valið á milli, hvort þú gerir þetta fyr- ir eða eftir 10 mínútna fótabað. Gerir þú það eftir baðið, gættu þess þá vel að þurrka fæturna vandlega með þurru handklæði, áður en þú byrjar slípunina. Að endingu smyrðu fæturna vel með feitu kremi, t.d. vaselíni. Gott ráð er einnig að skipta oft um skó, gjarnan 5 sinnum á dag. Ef þú átt skó, sem klemma eða meiða, þá gerðu eitt, HENTU ÞEIM! Næsta skipti, sem þú kaupir skó, fáðu þér þá einhverja, sem falla rétt að fæti, það er að segja ekki támjóa og ekki með mjög háum hæl. Þar sem þetta er nú að komast í tízku aftur, ætti ekki að vera ýkja erfitt að finna skó, sem er þægilegt að ganga í auk þess að vera fallegir, Nútíma kona notar Yardley fegrunarvörur Yardley fegrunarvörur eru fram- leiddar fyrir yður samkvæmt nýiustu tækni og vísindum, eftir margra óra rannsóknir og til- raunir í rannsóknarstofum Yardl- ey í London og New York. Yardley veit að þess er vænst af yður, sem nútíma konu, að þér lítð sem bezt út, ón tillits til hvar þér eruð eða hvernig yður líður. Þess vegna býður Yardley yður aðeins hin réttu andlitsvötn og krem, hvernig svo sem húð yðar er og Yardley tízkul itirnir í varalitum, augnskuggum og make up, sem fara yður bezt. BIÐJIÐ UM YARDLEY í NÝJUSTU PAKKNINGUNUM. Innflytjandi GLÓBUS h.f. VIKAN 29. tbl. rj

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.