Vikan

Tölublað

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 22

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 22
NT F8AMHAIDSSAGA HlfST I HSStl BIABI ANDY PAXTON ER DÆGURLAGASTJARNA, FRAMORSKARANDI VEL LATINN. HANN ER AÐ KOMA f FYRSTA SINNI FRAM A NÝJUM STAÐ, EN ÞEGAR KONA HANS ÆTLAR AÐ LITA EFT- IR LITLUM SYNI ÞEIRRA, KEMUR BABB f BÁTINN —EN HVAÐ ÞAÐ ER, KEMUR FRAM f FYRSTA HLUTA HINNAR NÝJU FRAMHALDSSÖGU, SEM HEFST HER. GERIÐ ÞIÐ SVO VEL OG GÓÐA SKEMMTUN. Blö8in kölluðu atburðinrl „athygl- isverðasta glæp aldarinnar". Ýkjurn- ar voru skiljanlegar, því atburður- inn var ruddalegur og mikið reið- arslag, og þau sem voru við málið riðnir ekki síður þekkt nöfn í Am- eríku en þekktustu sigarettutegund- ir og sápumerki. Lífsreynsla þeirra og hvernig þau brugðust við henni, fékk smám saman djúpa merkingu. Hver ný þróun, hvert hugsanlegt smáatriði [ málinu, var rætt f blöð- unum og gert að umræðuefni yfir morgunkaffinu, á skrifstofunum og verzlunum um allt landið. En hinn eiginlegi sorgarleikur var leikinn bak við tjöldin, utan við sviðsljós- ið og sjónmál hinna forvitnu. Eins og óvenjulegt og þögult einvígi milli vinalauss manns og annars, sem átti þá allt of marga . . . Samuel Skolmann kynnir: ANDY PAXTON. Frumsýning f kvöldl Köld rökkurþokan, sem laumað- ist upp frá Kyrrahafinu, myndaði daufan geislabaug um rauða neon- Ijósastafina og glæsilegan skemmti- staðinn, sem var alveg niður við ströndina. El Dorado var gerður aðallega úr gleri og steypu, og um- kringdur vatni á þrjá vegu, en á fjórða veginn var borgin bak við hann, eins og iðandi Ijósateppi. Viku eftir viku, árið f kring, bauð staðurinn upp á mjög þekkt nöfn í skemmtanaiðnaðinum. Aðstaða El Dorado milli Los Angeles og Las Vegas gerði að verkum, að það var sérlega heppllegt að koma þar fram með ný skemmtiatriði, án þess að það tæki glansinn af frumsýn- ingum á stærri stöðum síðar meir. Samuel Skolmann kynnir: ANDY PAXTON. Frumsýning í kvöld! Ég býst ekki við, að ég muni nokkurn tfma venjast því að sjá nafnið mitt f neonljósum, hugsaði Andy Paxton um leið og bíllinn beygði heim að húsinu. ( hans aug- um hvíldi eitthvert undur yfir frægð hans. Það var ekki einu sinni nauð- synlegt að kalla hann „söngvarann Andy Paxton" eða „sjónvarpsstjörn- una Andy Paxton". Nafn hans var nóg: ANDY PAXTON. Hann sat afturí f gula kadilakkn- um sínum og hafði mann á hvora hlið. í framsætinu sátu tveir menn í viðbót, þar af annar ökumaður- inn — fjórir menn alls, sem allir unnu fyrir Andy og þágu laun frá honum. Vinstra megin við hann sat Baker, gamli skólafélaglnn hans og bezti vinur — alvörulaus háðfugl. Hægra megin við hann sat Lanny AAunce, skipulagsstjóri fyrir hljóm- plötufyrirtæki Andy. Maðurinn við stýrið var Hub, Iffvörðurinn, og við hlið hans sat blaðafulItrúi Andys, Ed Thornburg. Annar fótur hans var lamaður eftir lömunarveiki, og hann var mjög hæðinn í eðli sínu, stöðugt með einhverja undarlega hæðnisathugasemd á vörunum. En það var öðru nær að þessir fjórir veeru allt fylgdarlið Andy Paxton. Ef hljómsveitin hans var tal- in með, hafði hann um það bil þrjátíu manns á sínum snærum. í þotunni á leiðinni frá Los Angeles, hafði Baker sagt í spaugi: — Við höfum okkar sérstaka hátt á arð- skiptingunni. Andy rakar auðinum saman, við hinir skiptum honum. Andy hafði aðeins skemmt sér yfir þessari athugasemd. Hann var alltaf vingjarnlegasti piltur í garð annarra og hafði enn ekki gert sig sekan um þá sjálfsánægju, sem er einkenni flestra velþekktra skemmti- krafta af hans tagi. Flestir hinna frægustu komu fram við aðstoðar- fólk sitt með lítilsvirðingu eða fyrir- litningu annarsstaðar en á sviðinu, en Andy fann til þakklætis, já, jafn- vel undirgefni, við þá sem unnu fyrir hann. Guli kadilakkinn nam staðar fyr- ir utan starfsmannadyr El Dorado og var um leið umkringdur af fólki. Sérstaklega voru það unglingar, sem þyrptust að bílnum, störðu inn í gegnum gluggana og hrópuðu nafn Andys. Hub drap á bílnum og sagði við Andy: — Ég held þér ættuð að sitja kyrr, þar til ég hef ýtt þeim aðeins til hliðar. Svo steig hann út úr bíln- um — stór, limasver maður með ró- lega og valdsmannslega framkomu. Thornburg, blaðafulltrúinn, sagði: — Þarna geturðu séð, Andy. Allir flykkjast um þig frá upphafi. Hann sagði þetta, eins og það væri endirinn á langri deilu. Hub heppn- aðist ekki svo neinu næmi að ýta fólkinu frá bílnum. Hópurinn lokað- ist utan um hann, um leið og hann ruddi sér braut í gegnum hann. En í sama bili komu nokkrir einkenn- isklæddir lögregluþjónar til skjal- anna, og komu á nokkurri reglu. — Ég skal muna að stríða Hub með þessu, sagði Baker. — Það er ekki maðurinn, sem máli skiptir, heldur einkennisbúningurinn. — Ég myndi ekki gera það ( þín- um sporum, sagði Andy. — Hub er lítið fyrir að láta stríða sér, og ég 22 VUCAN 29. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.