Vikan

Tölublað

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 11

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 11
" : ■. • ; ; ? ? *' - : mmm IflýSÍI >ii?S*píS Uí-tá '> ' ••; •'- < "”****• <■•■ , mi - -j ■' •;i :::::::: ::;- :x:x ■'•: /i .• ;••• : ••;.'•••;; . ::,•: • ::: .;::.:-:v;:::::::':;:::- Z.: . -.-•••• • •': s ■■■ ■ ■-- -i t&Z ' ' ' ••:■'• . -• - . -/• ■• •:•••: ---- í í - V ■.•• ::::/ ■, « £«£«« Þotulestin, sem hér sést, myndi þjóta ón aðstoð- ar allra hjóla og teina á 400 mílna hraða á klst. gegnum „rósina" og aldrei snerta veggina. Þa8 er fyrirbyggt meS sex „útblóstursrörum", sem sjóst glöggt á myndinni, þrjú að framan og þrjú að aftan. Gegnum þau yrSi hleypt loft- þrýstingi, þannig aS lestin yrSi óvallt inni viS miðju rósarinnar. MeS þessu móti yrSi engin mótstaða eSa viðnóm viS veggina. Þessi 40 metra langa lest gæti flutt 104 farþega, væri hún knúin ófram af túrbínuvélum. Þótt „rósin" sé hér sýnd gagnsæ, yrSi hún sennilega gerS úr stóli. HöfuSvandamólið er, hvernig ætti aS leggja hana. Á henni mættu ekki vera snöggar bugður, og er því hætt við, aS mikiS þyrfti aS sprengja og bora gegnum fjöll og kletta. Sumir verkfræðingar vilja hafa hana aS öllu leyti neS- anjarSar, en slíkt er kostnaSarins vegna ófram- kvæmanlegt eins og nú standa sakir. ington til Boston með þotu, en tíminn, sem fer í ferða- lög til og frá flugvöllunum lengir ferðina um einn og hálfan tíma. Ef farið er með járnbrautarlest, tekur ferðin 8 klst. og 40 mín., ef allt gengur að óskum. Nýja „þotu- lestin“ færi þessa vegalengd á rúmri klukkustund, og þá slyppu menn við alla leigubíla í sambandi við flug- vellina. Unnið er markvisst að tilraunum með þessi farar- tæki, og spá þeirra, sem að smíði þeirra vinna, er sú, að þetta séu farartæki framtíðarinnar. Eins og sjá má af meðfylgjandi teikningum, þá er í svipinn um tvennskonar hugmyndir að ræða: Loftpúða- lest, sem fer eftir teinum og aðra loftpúðalest, sem fer eftir feiknarlegu stálröri, ekki ósvipað því, þegar byssu- kúla skýzt í gegn um hlaup. Að sjálfsögðu verða stýr- ingar til að varna því, að lestin snúist innan í rásinni. Á þessum lestum er gert ráð fyrir tveim skrúfuþotu- hreyflum, samskonar og eru á Viscount flugvél Flug- félags íslands og hraðinn á einnig að geta verið eitthvað ámóta við þann hraða, sem Viscount flugvélin nær. Sú gerðin, sem gengur eftir teinum eða stýrinum, er að sjálfsögðu margfalt minna fyrirtæki og miklu við- ráðanlegri er ráslestin. Þar er jafnvel talað um þann möguleika, að þessar lestir kunni að verða flugfélögun- um skeinuhættur keppinautur. Þrátt fyrir síaukinn hraða í loftinu, þá tekur það alltaf óratíma að ferðast langar leiðir á flugvelli og bíða þar klukkustundum saman. ER NÝJA LOFTPÚÐALESTIN FARARTÆKI FRAMTÍÐARINNAR? Það hefur verið sagt, að við Islendingar höfum hlaupið yfir járnbrautar- stigið í samgöngumálum okkar. Of snemmt mun að slá því föstu. Að vísu er óhugsandi að hér verði komið upp gamaldags hjóla- og teinabraut úr þessu, en færi svo, að þess- ar nýju loftpúðalestir reyndust framúrskarandi farartæki, þá kynni það að komast á dagskrá að nýju að leggja járnbraut austur fyrir fjall úr Reykjavík eins og einu sinni þótti koma til greina. VIKAN 29. tbl. ^

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.