Vikan

Tölublað

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 49
-ASTMAR- ^odajfc Varðveitið augnablikið með KODAK filmu! Þér getið treyst KODAK filmum — mest seldu filmum í heimi HANS PETERSENÍ S«l 20313 BMLKBSTRJETl 4 eigin sjónvarpsdagskrá, og meðal fyrstu gesta, sem þar komu fram, var Lissa Deane. Að ráðum blaða- fulltrúa síns tók hann að bjóða henni út. Til að byrja með kærði hann sig ekkert sérstaklega um hana. Lissa hafði verið ótrúlega vinsæl barna- stjarna í Hollywood. En þegar hún stækkaði, hvarf hún í skuggann til þess svo allt í einu sem fullorðin kona að uppgötvast á ný sem ó- venju heillandi persónuleiki. Þetta gerðist nokkurnveginn samtímis þv(, að Andy hóf s(na framgöngu. Hlið við hlið fóru þau með leifturhraða upp eftir stjörnubrautinni upp á há- tind vinsældanna, og ánægja áhorf- enda yfir þessari tilviljun ætlaði engan enda að taka. Slúðurdálka- höfundarnir tóku að tæpa á hjóna- bandi, löngu áður en þeim datt það alvarlega í hug sjálfum. Þau heyrðu alls staðar, að þau væru ástfangin hvort af öðru. Og þar sem þau voru bæði heilbrigð, lif- andi, og þar að auki ung, áttu þau ekkert erfitt með að trúa þvf, að þau bæru raunverulega hina einu, stóru ást í brjósti. Brúðkaupið var frábærlega vel sviðsett og not- að óspart ( auglýsingaskyni, með hinn fullkomna Andy: „og svo lifðu þau hamingjusöm það sem eftir var ævinnar", — sem allir bjuggust við og heimtuðu. Og þegar þau eign- uðust lítinn son eftir rúmt ár, var það aðeins kórónan á meistaraverk þeirrar hamingju, sem þeim var ætluð. Hann var skýrður Andrew Paxton yngri. Engan grunaði hversu viðkvæmt hjónabandið í raun og veru var. Lissa var önnum kafin við kvik- myndaleik í Kaliforniu, meðan vinna Andys við sjónvarpið batt hann við stórborgirnar á austur- ströndinni. En það var annað og meira en hið landfræðilega, sem aðskildi þau. Þrátt fyrir fíngert út- lit sitt, var Lissa þver og einþykk eins og Indíáni. Hún hefði þurft að eignast mann, sem hefði dug til að segja henni fyrir verkum, en það gat Andy Paxton — þessi góði og almennilega náungi — ekki með nokkru móti. Þau voru sín á milli farin að tala um skilnað, meðan aðdáendur þeirra töldu þau ennþá nýgift. Út á við héldu þau þó áfram að leika hamingjusöm ung hjón af stakri snilld, svo þau léku á alla nema sjálf sig. Það var einn þáttur í þessu sjónarspili, að Lissa var komin til borgarinnar í kvöld, á- samt ársgömlum syni þeirra til að vera viðstödd frumsýningu manns- ins slns f El Dorado. Og allir voru sammála um, að á þessum síðustu og verstu tímum væri bæði fallegt og uppörvandi að sjá þetta dæmi um hamingjusamt fjölskyldulíf. — Jæja, þá skulum við tala um þennan skilnað, sagði Lissa. — Þurfum við endilega að gera það núna? andvarpaði Andy. —• Ég þarf að fara inn á sviðið eftir eitt andartak. — Þetta er eini tíminn, sem ég hefi möguleika til að tala við þig undir fjögur augu. í fyrsta lagi er það húsið. Ég hef fengið lýgilega gott tilboð. Við getum fengið mik- ið meira fyrir það núna en síðar, þegar allir vita um skilnaðinn. Ég hef einnig beðið fasteignasalann að svipast um eftir skemmtilegu litlu óðalssetri handa okkur — þá eig- um við ekki á hættu, að orðrómur og slúður myndist með það sama. — Mér þykir verra að húsið verði selt, sagði Andy hikandi. — Ég hafði vonað, að þú myndir búa þar á- fram, vegna Andrews. Þetta er dá- samlegur staður fyrir barn. Hann hefur allan þennan stóra garð til að leika sér í og . . . — Það er næstum hjartnæmt að þú verður allt í einu gripinn af föðurlegri umhyggju, sagði Lissa. — Ég var ekki viss um að þú værir á því hreina með að þú ættir son, nema náttúrlega þegar um það er að ræða að auglýsa sig með því. Andy roðnaði. — Nú ertu órétt- lát, Lissa. Eins og allt er í pottinn búið, hef ég ekki haft mikla mögu- leika á þvf að vera honum raun- verulegur faðir. Hann hafði, þegar sonurinn fæddist, verið yfirmáta stoltur og hrifinn, fullur af ósögð- um fyrirætlunum. Á því ári, sem síðan var liðið, hafði hann þó orð- ið að láta sér lynda að vera að mestu leyti fjarri Andrew litla. Einkum vegna frama síns og starfa, en að nokkru leyti vegna hins þvingaða andrúmslofts milli hans og Lissu. Með sjálfum sér bar hann þá von, að begar Andrew yrði lít- ið eitt eldri, gæti myndazt á milli þeirra góð og traust vinátta, sem uppbót fyrir þetta síðasta ár. — Hvar er hann annars í kvöld? — Á hótelinu, ásamt frú Ruicé. Doreen Ruicé var banrfóstra And- rews, grannvaxin, rauðhærð, ung kona, sem hafði gifzt snemma og skilið fljótt við manninn sinn. — Ég var hjá honum, þangað til hann var sofnaður, þessvegna kom ég svona seint Einhver barði dyra. Hub stakk höfðinu inn: — Það er verið að kalla á yður, herra Paxton. — Segið að ég sé að koma . . . VIKAN 29. tbl. 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.