Vikan

Tölublað

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 50
SunfftesK APPELSÍN SÍTRÖN L I M E Svalandi - ómissandi á hverju heimili Sufifresk VerSur þú niðri í sal, Lissa? — Það heyrir leiknum til, er það ekki? Hún stakk hönd sinni undir handlegg hans — En þú hefur enn ekki gefið mér neitt svar varðandi húsið. — Getum við ekki talað um þetta seinna? Við getum farið út og borðað samon milli sýninga. — Já, bara við tvö ein, sagði Lissa hæðnislega. — Bara við tvö ein og afgangurinn af hópnum. Frammi á ganginum stóð Baker og hallaði sér með þvermóðskuleg- um svip upp að veggnum. Hann rétti sódavatnsflösku í átt til Andy. — Gerðu svo vel, hérna er bólu- vatnið. Ég held, að allt gosið sé farið úr því núna, en varðhundur- inn þarna vildi ekki hleypa mér inn. — Þér sögðuð, að þér vilduð fá yður einn með frú Paxton, sagði Hub. — Þú verður að fyrirgefa, Baker, ég var alveg búinn að gleyma þessu, sagði Andy og klappaði hon- um á öxlina — Viltu fylgja Lissu að borðinu hennar og setjast hjá henni? Mig langar að vita, hvernig heyrist til mín fram í sal. Þið tvö eruð þau einu, sem ég get treyst til að gagnrýna mig ærlega. Baker hafði gleymt móðgun sinni: — Með mestu ánægju, kæri vinur, sagði hann. Á sviðinu fyrir ofan þau var hljómsveitin byrjuð að leika ein- kennislag hans. Andy stökk upp stigann og árnaðaróskir hinna skullu á hælum hans. Sýningin heppnaðist mjög vel. Þessir einstöku dauðu punktar, sem aldrei er hægt að losna við, þeg- ar maður kemur í fyrsta skipti fram á nýjum stað, hurfu að mestu leyti vegna persónuþokka Andys. Fólk- ið hló að bröndurum hans og þakk- aði bæði söng hans og einföld dans- spor með lófataki. Hann varð að syngia mörg aukalög. Hann losnaði ekki fyrr en hann afsakaði sig með því, að hann og Lissa neyddust til að fara heim og leysa barnapíuna af. Þegar hér var komið sögu, hafði Charlie Marble fyrir löngu hringt til Las Vegas og sagt framkvæmda- stióra næturklúbbsins, sem Andy átti að koma fram í að þessari viku lokinni að hann þyrti ekki að hafa neinar áhyggjur. Andy Paxton hafði enn einu sinni bætt stórsigri við þá, sem fyrir voru. Það var jafn erfitt að losna und- an þeim, sem á eftir þurftu að heilsa Andy í búningsherbergi hans og óska honum til hamingiu. En í skjóli hins limasvera Hubs, heppnaðist honum að iokum að smeygja sér út um starfsfólksdyrnar. Lissa og Baker biðu eftir honum í bílnum. Hub settist við stýrið. — Hvert ökum við þá, herra Paxton? — Það eru röskir tveir tímar þangað til ég á að koma fram aft- ur, sagði Andy, eftir að hafa litið á úrið sitt. — Langar eitthvert ykk- ar í eitthvað að éta? — Ég veit um lítinn, mexikansk- an veitingastað, þar sem maturinn er ekki sem verstur, sagði Baker. — Allt, sem þar fæst að éta, heldur magasárinu örugglega við. Þegar þau óku frá El Dorado, sagði Lissa: — Mig langar að skreppa fyrst heim á hótelið. Svo ég geti litið aðeins á Andy litla. — Ef eitthvað væri að, myndi Doreen hringja, sagði Andy. — Mig langar nú samt að sjá hann, sagði Lissa og það voru þrá- kelknisdrættir um munn hennar. — Ég gæti vel hugsað mér að komast að því, hvernig Doreen lið- ur, sagði Baker. — Varstu með nokk- ur skilaboð frá henni, Lissa? — Nei, svaraði Lissa stuttaralega. Andy vissi að hún var ánægð með Doreen sem barnfóstru, en kærði sig ekki um að hún hitti Baker oft. Hub ók upp að hótel Casa Blanca, þar sem Paxtonf jölskydan hafði íbúð á annarri hæð. Andy og Baker stigu út úr vagninum og Baker hélt dyrunum opnum fyrir Lissu. — Ég ætla að skreppa með þér og líta á strákinn, sagði Andy. — Nei, gerðu það ekki, sagði Lissa. — Hann sefur áreiðanlega, og það væri synd að vekja hann. Ég verð komin aftur eftir andar- tak. Hún flýtti sér inn í hótelið. Allar hreyfingar hennar voru fjandsam- legar, og eitt andartak langaði Andy til að fara á eftir henni, hvað sem hún segir, en honum fannst kjánalegt að stofna til rifrildis út af slíku smáatriði, sérstaklega þeg- ar hinir voru viðstaddir. Hann hafði oft og einatt ákveðið að koma af einurð fram við Lissu, en hann hafði sjaldan fengið tækifæri til þess. Hjónaband þeirra var ekki skreytt með raunverulegum árekstr- um og rifrildi, sem hann hefði ef til vill unnið, heldur af mörgum síend- urteknum smámunum, þar sem hann varð óhjákvæmilega sá sem lét í minni pokann — einfaldlega vegna þess að honum fannst þettá ekki vera nógu mikils virði til að rífast yfir því. Allt í einu glumdi við óp. Sker- andi hvellt vein konu, sem gripin er af skelfinu. Hub var kominn út úr bílnum og til þeirra sem stóðu úti á götunni, áður en bergmálið var dáið út í kvöldkyrðinni. — Hvaðan kom það? Sáuð þið nokkuð? Lamandi grunur fór um Andy. Hann leit upp og kom auga á Lissu, sem stóð í glugganum á dag- stofu þeirra með eitthvað hvítt ( annarri hendinni, og hún hamraði með krepptum hnefum á rúðuna, þangað til hún brotnaði. Þá æpti hún aftur og sagði eitthvað, sem alls ekki skildist. Allt í einu riðaði hún fram og aftur og féll svo aftur yfir sig. Þetta hvíta, sem hún hafði verið með í hendinni — samanbrot- inn pappírsmiði — fauk úr glugga- kistunni út í loftið og flögraði hægt niður á götuna. Framhald í næsta blaði. LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð 5Q VIKAN 29. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.