Vikan

Tölublað

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 26

Vikan - 22.07.1965, Blaðsíða 26
Nú á dögum, á þessari öld vísinda, tækni og hraða, er eins og enginn megi lengur vera að því að hvíla sig. Menn eru hlaupandi milli bankans og skrifstofimnar allan liðlangan daginn og kvöldið fer í eitthvað svipað. Hlaupandi sagði ég. Það hefur verið algert mismæli, réttara væri að segja akandi, því að nú má ekki hreyfa fæturna nema bráðnauðsynlegt sé. Svo koma allar áhyggjurnar, sem eru samfara þessum þeyt- ingi, víxill í þessum banka í dag og öðrum á morgun. Menn reyna að leita afþreyingar og afslöpp- unar með ýmsu móti til að losna við áhyggjurnar, en oftast verð- ur það fölsk hvíld, sem þeir fá út úr því. Það er kannske gott, meðan á því stendur, en næsti dagur fer svo allur í að ná sér eftir afslöppunina um kvöldið. Áðrir fara með frúna í ferðalag til Mallorka til afslöppunar og koma svo heim úttaugaðir og full- ir af áhyggjum vegna óborgaðra reikninga frá ferðalaginu. Marg- ar aðrar aðferðir eru til þess að Yfirmaffur á vinnustaff, sem er tillitslaus og ósanngjarn harff- stjóri, veldur bæði sjálfum sér og öllum sem undir hann eru settir, óhamingju. Sá sem býr undir okinu og bítur þaff í sig, getur beffiff varanlegt heilsutjón og spennan á vinnustaffnum kem- ur niður á konunni og bömun- um, þegar heim kemur. slappa af, sennilega hefur hver maður sína. En hver skyldi þá vera bezta aðferðin? Benedikt Jakobsson íþróttakennari mun vera manna fróðastur um þessi mál hér á landi. Þess vegna brá Vikan sér til hans nú á dögunum til að ræða við hann um afslöppun, af- leiðingar hennar og gildi yfir- leitt. Benedikt bauð okkur inn í hina vistlegu íbúð sína í Bólstaðar- hlíð, og þegar við vorum búnir að koma okkur fyrir í afslöppun- arstellingum, hófst samtalið. Segðu mér Benedikt, nú þarf einhver skilyrði til að afkasta miklu erfiði, ekki satt? Jú, til þess að geta afkastað Benedikt Jakobsson, íþróttakennari. verki, þarf þrekið að vera í réttu hlutfalli við þær kröfur, sem dag- leg vinna gerir. Það er hverjum og einum nauðsynlegt að eiga góða afgangsorku eftir að loknu dagsverki, það er skilyrði þess, að heilsan bili ekki. — Þetta hugtak, heilsa, hvern- ig er hægt að útskýra það? — Það er erfitt að skilgreina það, svo að öllum líki við útskýr- inguna. Menn geta haft mismun- andi skoðanir á heilsufari sínu og annarra og þeim er það auð- vitað í sjálfsvald sett, hverju þeir trúa og hverju ekki. Ef til vill má segja, að sá, sem ekki er sjúkur, sé heill heilsu. En ef við gætum nánar að, getur verið al- veg jafn erfitt að segja um, hvað við er átt með orðinu sjúkur og heill heilsu. Menn getur greint á um það sem annað. Þess eru dæmi, að þrátt fyrir nákvæma rannsókn finnist ekkert sjúklegt, en sjúklingurinn líti þó út sem sjúkur sé og kvarti. Þær kvart- anir eru oftast um þreytu og magnleysi. — En nú hefur þú þínar eig- in skoðanir varðandi sjúkleika og heilbrigði, hvað svo sem aðrir segja. — Já, svo sannarlega. Að vera heilbrigður, þýðir að við- komandi sé laus við sjúkdóma og sjúklegar breytingar og einn- ig að hann njóti innra og ytra jafnvægis. Maðurinn þarf að lifa ánægður í umhverfi sínu og um- gengni við aðra. Hafi hann ein- hver þau störf með höndum, sem eru honum ógeðfelld á einn eða annan hátt og hann getur ekki sætt sig við, veldur það truflun- um á innra og jafnvel ytra jafn- vægi hans og getur haft áhrif á heilbrigði hans til hins verra. — Og hér þarf eitthvaff til að ráffa bót á, hvað er helzt til úr- lausnar þessu og til að forðast Eigum viff aff segja, að hann sé aff bíffa eftir bankastjóra? Aff minnsta kosti er honum mikið niffri fyrir og hin innri spenna lýsir sér í svipbrigffum hans og stöffu. jafnvægistruflun? — Til þess að vera í andlegu og líkamlegu jafnvægi og geta dvalizt ánægður í sínu umhverfi, þarf þrekið að svara kröfum dag- legra starfa. Að vera við góða heilsu er það sama og hafa gott þrek, og gott þrek er það sama og að hafa góða heilsu. — En nú hljóta menn að hafa bæði gott og lélegt þrek, þannig að heilsufarið verði mismunandi eftir því. Hvernig geturðu út- skýrt það nánar? -— Lífeðlisfræðilegar rannsókn- ir sýna fram á það, að starfsget- an vex að jafnaði við líkamlega þjálfun, en þessi hæfileiki minnk- ar með aldrinum. — Eftir því að dæma, er um að gera að hreyfa sig sem mest og reyna að vera á stöðugri hreyfingu? — Það má segja það. Sá, sem vanrækir að hreyfa sig, hefur að jafnaði lítið þrek og því oft litla afgangsorku fram yfir þörf- ina til daglegra starfa, en auðvit- að þarf hann að eiga eitthvað meira í pokahorninu, ef til þess myndi koma, að eitthvað fleira legðist til. — Þetta er þá hin svokallaða þreyta, sem maður finnur fyrir að loknum starfsdegi? — Já, sá maður, sem litla af- gangsorku hefur eftir daginn, er jafnan þreyttur. Þreytan veldur leiða og leiðinn aftur spennu. Spennan truflar svo innra jafn- vægi. Truflizt það, veldur það röskun á ytra jafnvægi og maðurinn þrífst ekki í umhverfi sínu. Skapið er í ólagi og samneyti hans og umgengni við aðra er langt frá því að vera ákjósanlegt. Líttu bara í kring- um þig og sjáðu, hvað þú kann- ast við mörg dæmi úr daglega lífinu. — Þetta hefur þú rannsakað undanfarið með þrekmælingum ef ég man rétt. — Já og þær mælingar hafa gefið miklar upplýsingar, þó að þær hafi ekki alltaf verið sem jákvæðastar fyrir okkur fslend- inga, því miður. Það kom úr- dráttur af því starfi í Vikunni fyrir fáeinum árum og vakti það mikla athygli og hefur vonandi orðið til þess að ýta við ein- hverjum. — Eftir því, sem mér hefur skilizt, er þá hér bæði um and- legt og líkamlegt ástand að ræða. — Þetta ástand hefur verið kallað „stress“-sjúkdómur, og kanadíski líffræðingurinn Hans Selye hefur rannsakað það nokk- uð nákvæmlega, Stress er sam- nefnari fyrir gagnráðstafanir líkamans gegn ytra valdi og á- reynzlu, einu gildir hvað um er að ræða í því sambandi. Vamar- kerfi líkamans er mjög flókið og aðlögunarhæfni mikil. í þessu sambandi hafa ósjálfráða tauga- kerfið og vakarnir þýðingar- miklu hlutverki að gegna. Ef innra jafnvægi truflast, þá virkj- ast bæði taugar og vakar til þess að lagfæra það, sem farið hefur úr skorðum. Þetta sam- starf þeirra virðist þó nokkuð tilviljunarkennt. — Svo að ósjálfráða tauga- kerfið hefur mikið að segja við gagnráðstafanirnar? — Vissar taugar þess hægja á en aðrar örva starfsemi vissra líffæra, svo sem hjarta, blóðrás- 20 VIKAN 29. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.