Vikan

Tölublað

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 2
V *1 í sumri og sól... Vel klæddir í fötum frá okkur Beztu efnin Nýjustu sniðin Stærsta úrvalið l í FULLRI ALVÖRU ER SMYGL GLÆPUR? Fyrirsögnin ætti ekki að vera í spurnarformi, en eins og á stendur, í íslenzku þjóðfélagi, getur það verið vafi. Þegar þetta er skrifað hefur gífurlegt smygl islenzkra- sjómanna vakið at- hygli alþjóðar. iín ekki hneyksli að heitið geti. Einungis verður þetta frétt og spennandi umtals- efni i atburðaleysi hversdagsins. Þegar sagt er frá því, að flösk- urnar hafi skipt þúsundum, þá áætla menn að gamni sínu inn- kaupsverðið og síðan er marg- faldað og þvi eru gerðir skórnir, hvað þeir mundu liafa liaft upp úr öllu saman, ef það hefði heppnazt. Það liggur við, að skipverjum sé hálf vorkennt, að góssið skyldi finnast eftir alla þessa fyrirhöfn að koma þvi svona kyrfilega fyrir og þegar það heyrist, að mennirnir séu komnir undir lás og slá, þá er eins og fólki finnist, að þetta sé nú óþarflega strangt. Svona er almenningsálitið á íslandi gagnvart smygli. Einmitt vegna þess verður Iiér við ramm- an reip að draga; almenningsálit- ið ræður oft mestu um, hvernig mál þróast. Mér skilst, að hér hafi á undanförnum árum verið næsta auðvelt að ná i smyglað vín, tóbak, nælonsokka og sitl- hvað fleira. Mér er ekki grun- laust um, að smygluð vara hafi jafnvel haft eitthvað sérstakt aðdráttarafl, þó liún væri ekkert bctri. Og hvað smyglarana á- hrærði, þá var verknaður þeirra álitinn sjálfsögð sjálfshjargarvið- leitni. Sú sjálfsbjargarviðleytni liefur það að lögmáli að verða meiri að vöxtum í hvert skipti, en enda hefur nú verið flett ofan af þvi að smygl er orðin ein- skonar stóriðja. Skipafélagi hef- ur verið valdið stórtjóni og það sem verra er; mennirnir eru trú- lega í sambandi við volduga, útlenda smyglhringi, alþjóðlega glæpamenn. Alþjóðalögreglan á i miklu stríði við þesskonar glæpamenn, ekki sizt fyrir eitur- * lyfjasmyglið og það er viður- kennd staðreynd, að smygl er ein helzta tekjulind Mafíunnar, glæpamannasamtaka af ítölskum uppruna, sem náð hefur ískyggi- legri fótfestu í Bandaríkjunum. Vonandi á það eftir að koma i ljós, að íslenzkir farmenn séu ekki sokknir svo djúpt, að þeir hafi gerzt handbendi hinna verstu undirheima- og glæpa- samtaka. Auðvitað þarf að skera upp herör til að kveða smyglið niður og beita þeim refsingum, að menn hugsi sig um tvisvar áður en þeir stoppa allt upp á milli þils og veggja. GS. 2 VIKAN 35. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.