Vikan

Tölublað

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 43

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 43
RENAULT rennur út R-t Verð kr. 156 þús. Skemmtileg 5-manna bifreiS, fyrir yður og fjölskylduna. 4-dyra bifreið með barna-öryggislæsingu á afturhurðum. Verð kr. 144 þús. Bíllinn sem franski herinn notar sem torfærubifreið. Hentar íslenzkum staðháttum sérstaklega vel. Spyrjið þá er reynt hafa og þér munuð sannfærast um kosti RENAULT-4. COLUMBUS H.F. KOMIÐ, HRINGIÐ EÐA SKRIFIÐ OG FAIÐ MYNDA- OG VERÐLISTA. brautarholti 20. - símar 22116 - 22118. Pennavinir Svo eru hér þrjú bréf með ósk- um um pennavini. Hólmfríður Stella Sigurbergs- dóttir Skíðsholtum, Hraunhrepp í Mýrasýslu óskar eftir bréfavið- skiptum við pilta á aldrinum 16—20 ára. Annie Steingrímsdóttir Krossa- mýrarvegi 6, Reykjavík óskar eftir að komast í bréfasamband við pilta eða stúlkur á aldrinum 15—16 ára. Og svo langar japanska stúlku, 15 ára, að komast í bréfasamband við 15—16 ára íslenzka stúlka. Hún skrifar á ensku. Heimilisfang hennar er: Miss. Keiko Kimura, 18—14 Asahi, Anjo City, Aichi, JAPAN. Vögguvísa fyrir morðingjann Framhald af bls. 24. Auðmýkingin, sem hann fann til, þegar hann gekk eftir ganginum aS sínu eigin herbe'rgi, vannst á vissan hátt upp, vegna annarrar vitneskju. Vegna þess, hve vel gekk, var Hub ekki aðeins orðinn djarfur, heldur fífldjarfur. Hann hafði nú hlaupið illa á sig, og þegar hann hafði, að því er hann áleit, sloppið vel frú því, myndi hann gera fleiri glappaskot . . . Andy staðnæmdist andartak fyrir framan herbergisdyr sínar til að þera viss um, að andlitssvipur hans túlkaði hina réttu blöndu af reiði og óframfærni. Hub sat í þægileg- um stellingum, I stól úti við glugg- ann og hafði fæturnar á skammeli. Hann gerði sig ekki líklegan til að rísa á fætur. — Jæja, er allt komið í lag? spurði hann. — Ég býst við því. Þér vitið hvernig konur eru. — O, já, það er ekkert við því að segja þótt konan yðar þjóti svona upp, jafnvel þótt þetta væri aðeins draumur. — Þegar konan mín hefur róazt, mun hún áreiðanlega sjá, hve hlægileg þessi ásökun hennar var. En sennilega er heppilegast, að þér forðizt að vera á leið hennar næstu daga. — Sem yður þóknast, herra Pax- ton. Hub lyfti annarri augnabrún í spurn. — Þýðir þetta, að ég sé ennþá starfsmaður yðar? — Já, ég hef meiri þörf fyrir yður en nokkru sinni áður, nú þeg- ar Baker er horfinn, sagði Andy. — Þar að auki hef ég mikilsvert mál- efni að ræða við yður. Ég hef að lokum frétt frá barnsræningjunum. — Einmitt það? Veit lögreglan um það? — Nei, ég hef engum sagt það nema yður. Ég býst vð að þér getið gefið mér góð ráð. — Ég verð að fá að sjá bréfið fyrst. — Það er ekki bréf, sagði Andy. Með sjálfum sér dáðist hann að snilli Hubs og leikarahæfileikum að láta þegar í það skína, að skila- boðin hlytu að vera bréfleg. — Fyrst var hringt í mig, og svo barst mér í hendur spóla með segulbandi. — Segulband? Það var nýstár- legt. Og hvað segja þeir á band- inu? Andy stóðst ekki freistinguna að vera jafn djarfur í leik og Hub. — Ég skal lofa yður að heyra, sagði hann og tók spóluna upp úr vas- anum og setti hana á segulbands- tækið. — Kannske heyrið þér eitt- hvað, sem hefur farið framhjá mér. Hann þrýsti á hnappinn, en honum til undrunar og skelfingar var það ekki rödd barnsræningjans, sem kom út úr hátalaranum, heldur hans eigin. — Þetta er Andy Paxton . . . I í hugsunarleysi hafði hann látið báðar spólurnar í sama vasann, og nú tekið þá röngu. Hann var að hlusta á upphafið á sinni eigin á- kæru á hendur Hub. Með eldingarhraða stöðvaði hann tækið. Hub leit spyrjandi á hann og Andy greisti fram sauðslegt bros. — Þetta var gömul æfingaspóla, sagði hann. — Ég hef tekið hana í misgripum. Hann þreif spóluna af og kastaði henni kæruleysislega í pappírskörfuna. — Hér er sú rétta . . Meðan hann spilaði hana, sat Hub með pírð augu, án þess að segja nokkuð, eins og hann ein- beitti sér að því að hlusta. Meðan Andy renndi bandinu til baka, sagði hann hugsi. — Það verður ekki ann- að sagt, en þeir hafi skipulagt þetta vel. Það er ekki nokkursstaðar veik- ur punktur. — Hvað á ég að gera? — Ekkert annað en fara eftir fyr- irmælunum. Barnsræningjarnir geta fylgzt með yður, frá því að þér akið inn í garðinn, og ef til vill jafn- vel fyrr. Ef þeir sjá yður breyta eitthvað út af reglunum, taka þeir þegar í stað saman föggur sínar og hverfa. Það var einmitt þetta svar, sem Andy hafði átt von á. Hub hafði aðeins áhuga fyrir því, að hann sannfærðist um, hve hjálp- arvana hann væri. Hann hristi höf- uðið með uppgjafarsvip: — Já það er víst enginn vafi á þvl, að þeir hafa yfirhöndina. Ég get víst ekkert annað gert en bíða eftir því að það komi miðvikudagur. — Ég myndi ráða yður til þess. Hub reis á fætur. — Þér megið nefnilega vera viss um, að það verður haft auga með yður. En það er mögulegt, að ekki sé haft auga með mér. Ég skal svipast svolítið um í kvöld, ef þér hafið ekkert handa mér að gera. Ef til vill kemst ég á eitthvert spor. Andy fylgdi honum til dyra og sagði með ósvikinni sannfæringu: — Ég mun aldrei gleyma þætti yðar í þessu máli, Hub. Svo stóð hann kyrr í dyrunum og horfði á eftir háa, vöðvamikla manninum, sem gekk út eftir ganginum. Andy vissi fullvel hvert „leit" Hubs myndi leiða hann, — beint að felustaðnum, þar sem hann gat sagt hjálparmönnum sínum, að nú væri fiskurinn þeirra orðinn fastur á króknum. Hann tók segulbandsspóluna upp úr pappírskörfunni og þrýsti hana f hendi sér eins og vopn. Leiknum VIKAN 35. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.