Vikan

Tölublað

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 20

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 20
o AuðvitaS varS aS hafa ábyrga menn til aS mæla hæðina. DugSi ekki minna til en Gísla ritstjóra. Að lokinni keppni eru góSir íþróttamenn vanir að þakka hvor öðrum fyrir. (Annars cr ekki nema von, að Jón ynni, sjáið bara stærðarmuninn). með Víkingi til 15 ára aldurs, en þá varS árs eySa i íþróttaferlinum. — Hvernig atvikaSist þaS, Jón aS þú fórst aS æfa frjálsar iþróttir? ÞaS gerSist þannig, aS I.R. auglýsti nám- skeiS i frjálsum iþróttum áriS 1957. Mér datt í hug aS fara i þaS. Ég var 16 ára þá og árangurinn i liástökki var 1,42 in., sem var mjög lélegt. Nú, ég hélt áfram aS æfa, og um haustiS fór ég svo 1,60. Næsta ár náSi ég árangrinum 1,73 og 1959 fór ég yfir l, 80. Öll þessi ár stökk ég á saxi, sem kallaS er. Svo áriS 1960 kom ungverski þjálfarinn Gabor liingaS til lands. Hann kenndi grúfu- stökk, sem ég lief notaS síSan. Þetta ár æfSi ég eins og vitlaus maSur, takmarkiS var aS komast yfir 2 metra, en þaS var lágmarks- hæS til aS komast á Ólympíuleikana. En þaS tókst ekki; ég komst yfir 1,88, og þar viS sat. En þetta sama ár komst Jón Pétursson fyrstur íslendinga yfir 2 metra. ÁriS 1961 æfði ég mjög vel og í maí sama ár sló ég unglingametið i hástökki, stökk 1,90. Þetta ár tók ég þátt i keppni úti í Ilostock við ýmsa af beztu hástökkvurum Austur-Evrópu, sem áttu allir betra en ég, allt upp i 2,09 m. ÞaS var leiðindaveður, meðan keppnin fór fram, en ég vann hana meS nokkrum yfirburðum, stökk 2,03, en þeir sem næstir komu voru mcð 1,90 og þaðan af verra. Þetta var i fyrsta skipti, sem ég fór yfir þá lang- þráðu liæS 2 metra. Áriö 1962 var gott ár hjá mér. Þá bætti ég mitt eigið íslandsmet um 2 cm., stökk 2,05. Á jólamóti í. R. innan- húss síökk ég 1,75 i hástökki án atrennu, en það var jaf’nt fyrrverandi heimsmeti Vilhjálms Einarssonar. Þá stökk ég einnig 2,11 i hástökki innanhúss, en það var þá, auk ])ess að vera íslandsmet, fjórði hezti ár; ngur í heimi, innanhúss frá upphafi. Árið 1963 bætti ég og jafnaði 16 íslands- met í ýmsum greinum og bætti enn metiS í hástökki um 1 cm. 1964 fékk ég boð til Bandarikjanna, sem ég þáði með þökkum. Kg fór út i marz og var þar úti í 4 mánuði aðallega í Los Angeles, en einnig fór mikið af thnanum i flakk um landið, þar sem keppnirnar fóru fram. Ég keppti fyrir geysi- sterkt féJag „Striders". Þarna voru hin beztu skilyrði bæði til æfinga og keppni. En ég ofgerði mér alveg á æfingunum, enda æf'ði ég oft þrisvar á dag og komst jafnvel upp i 100 stökk á æfingu. Það var náttúrlega ekkert vit i þessu, og ég náði hæst 2 metr- um í Ameriku. Hingaö kom ég svo aftur í júlí. Nú voru Olympíuleikar framundan á nýjan leik, og auSvitað stóð hugurinn til þeirra. En lágmarkshæðin á Olympiuleik- unum var 2,06. ÍR-ingar fóru í ágúst til Sví- þjóðar til að keppn þar. Ég var búinn að fara yfir 2,04 þar og búinn að reyna tvisvar sinn- um við 2,06 í síðustu keppni en felhi i bæði skiptin. En Iánið var yfir mér, i síðasta stökkinu fór ég yfir. Og sama kvöld og ég kom heim var mér tilkynnt, að ég liefði verið valinn einn af fjórum keppendum á Olympíuleikana. En heppnin var mér ekki eins hliðholl þar. Rétt fyrir keppnina fing- urbrotnaði ég eða brákaði mig og einnig varð ég fyrir véspustungu i fótinn, og fékk kýli af þeim sökum. Ég lét þetta þó ekki aftra mér frá þvi að keppa á leikunum, en árangurinn varð ekki góður eins og við var að búast, ég fór yfir tvo metrana og sið- an ekki meir. í vetur, sem leið æfði ég mjög litið. En i vor var ég friskur og sprækur og æfði þá vel. Á fyrsta utanliússmótinu 15. mai bætti ég svo mitt eigið met allvel, eða i núverandi “ íslandsmct 2,10, til mikillar undrunar fyrir alla, og ekki sízt sjálfan mig. En ég vil þakka þetta þvi, að ég tók lifinu frekar ró- , lega í vetur, en byrjaði að æfa vel þegar mig langaði til þess i vor, enda ltemur nú fram Amerílcuþjálfunin frá i fyrra. Æfingin á ekki að vera einhver kvöð, sem lögð er á menn, heldur á liún að vera skemmtun um leið og hún hjálpar til aS ná auknum árangri. — Heldurðu, að þú standir nú á toppn- um, eða geturðu gert enn betur? — Ég er viss um, að ég get betur og þess vegna held ég áfram að æfa af kappi. Og ég er staðráðinn í þvi aS bæta metið enn betur. — Nú æfir þú mikið Jón. Iivernig skipu- leggur þú æfingarnar? Er þetta ekki allt kerfisbundið hjá þér? — Nei ég æfi ekki eftir neinu sérstöku kerfi eða skipulagi. Fyrst á æfingunni hita ég mig upp fyrir átökin, hoppa og hleyp rólega svo sem einn eða tvo hringi. Þá tek ég til við leikfimina til að styrkja vöðvana. Svo byrja ég hinar reglulegu æfingar. Yfir- leitt stekk ég ekki mörg stöklc á hverri æf- ingu, mér finnst miklu meira gaman að kasta kringlunni. Það eru margir að hnýta i mig fyrir að vera að kasta henni en halda mig ekki betur að hástökkinu. Það, sem ræður lijá mér, er það, að i kringlunni fæ ég samkeppni, sem ég fæ ekki i hástökkinu. Það er lítið gaman að keppa, þegar enginn veitir manni kcppni. Og yfirleitt byrja ég að stökkva, þegar hinir hafa fellt þrisvar sinnum og eru þar með úr keppni. — En hver er þá þinn bezti árangur i kringlunni? 46,27, — En hvað er metiS? I-Iallgrímur Jónsson á íslandsmetið, sem er 56,05. — Hvaða atvinnu stundar þú hér i Reykja- vik, Jón? Ég vinn á skrifstofu Fiskmatsins. Þar annast ég eftirlit með útgáfu matsvottorða yfir allan matsskyldan fislc, sem við flytj- 1 um úl. Þar ofan á er ég bæði bókari og gjald- keri í'yrir embættið. — Svo að þú veizt alveg, hvað þú hefur t að gera. Já, þetta er nokkuð viðamikið starf. Árið 1945 var einn maður við þetta, og ég er einn enn i dag. En á þessu tímabili liefur samt aukningin á magni fjórfaldazt, að viðbættri aukinni skriffinnsku. o. fl. — Hvernig er ástandið í frjálsíþróttamál- um á íslandi i dag? Það má segja, að það sé algerlega óvið- unandi. Það er tæplega hægt að stunda þetta eins og það er. Frjálsum íþróttum er allt og lítill gaumur gefinn, og aðstaðan er ekkþ góð fyrir þá, sem vilja æfa. Þá eru líka allt Framhald á bls. 48. HttÍiMÍMÉáÉÉáf

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.