Vikan

Tölublað

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 34

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 34
Ef þér viljið veita ySur og gestum yðar úrvals máltíðir, fullkomna þjónustu og hlýlegt umhverfi þá veljið þér örugglega NAUSTIÐ hann. Það var erfitt að taka ókvörð- un um þetta. Hún velti því fyrir sér ! tæpt ór. Var ekki of mikil fórn fyrir hana að senda augasteininn sinn fró sér og fó ekki að sjó hann í langan tíma. Ég vissi vel, að þetta var eina leiðin, en mér var svo sórt um að sjá af honum, og ég hafði í raun- inni alls ekki efni á því. • Þau fjögur ár, sem drengurinn var í menntaskóla, bjuggu þau mæðgin sitt í hvorum landshluta. Þau skrifuðust að vísu á, en bréfin sögðu ekki margt og stundum voru þau ósköp stutt. Þegar hann hafði verið eitt ár í burtu, grét hann enn af heimþrá. Hann er nú 23ja ára og hefur góða stöðu og í dag segir hann að það bezta, sem móðir hans hafi nokkurn tíma gert, hafi verið það að senda hann á heimavistarskóla. Það var ekki alveg sársaukalaust fyrir hana að hætta að vera bara húsmóðir og þurfa þess í stað að sjá heimilinu farborða. — Full skelfingar fann ég, hvern- ig karlmenn höfðu breytt hegðun sinni gagnvart mér og litu á mig sem hverja aðra bráð sér til handa. Það var alltaf verið að bjóða mér hitt og þetta, sem ég kærði mig alls ekkert um. Ég sá það á mönn- unum, að þeir bjuggust við að frá- skilin kona gripi fegins hendi hvert tækifæri til þess að lifa ástarlífi. Að vísu höfðu þeir ekki að öllu leyti rangt fyrir sér. Ég varð vör við sáran söknuð, en ég saknaði ekki bara ástarlífsins, heldur blíðu og ástarhóta einhvers, sem þótti vænt um mig . . . Og smám saman hætti mér að finnast mjög tómlegt að fara ein- sömul í samkvæmi. Þegar ég sá hamingjusöm, nýgift hjón, fann ég ekki til öfundssýki, og það snerti mig ekki lengur að sjá samhenta og hamingjusama fjölskyldu. En þetta tók mig mjög langan tíma — mörg ár. Staða mín í þjóðfélaginu gerði það að verkum, að ég var ekki lengur neinum háð. Ef mér var boð- ið í mat, hlaut ég sæti eftir eigin verðleikum, en ekki manns míns. Það var að vísu ekki eins fínt, en mér fannst ég eiga það skilið. Það var atvinna mín, sem hjálp- aði mér að komast aftur á réttan kjöl. Þar sem ég hafði nóg að gera, hafði ég ekki tíma til að hugsa um mín persónulegu vandamál. At- vinna mín var bæði gleði mfn og styrkur. Að lokum segir hún: Að hugsa sér, að ég skuli geta talað um þetta svona opinskátt, eðlilega og án þess að finna til sársauka. Það er yndis- legt að geta gleymt . . Ég spyr hana að síðustu, hvort hún hafi í hyggju að giftast á nýjan leik. — Aldrei nokkurn tímann, svarar hún. Frelsi mitt og sjálfstæði hafa verið svo dýru verði keypt að ég þori aldrei að hætta þeim aftur. ★ Það er meiri stæll á ykkur.... Framhald af bls. 21. — Hvernig er félagslífið í skólunum hjá ykkur? — Það er ansi fjörugt. Við höfum skólaböll oft á vetri og svo auðvitað málfundi, þar er 1 Kökur yðar og brauð verða bragðbetri og fallegri ef bezta tegund af lyftidufti er notuð VIKAN 35. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.