Vikan

Tölublað

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 49
frístundum. Þeir eiga einungis gott skilið. En betur má ef duga skal. ★ Ég myndi hiklaust velja sönginn aftur Framhald af bls. 28. að árið 1962 til þess að sjá sýn- inguna á „My Fair Lady", gerði menntamálaráðherra, hr. Gylfi Þ. Gíslason okkur Stefáni það tilboð að gerast kennarar við Tónlistar- skólann hér í Reykjavík. Ég ákvað að taka tilboðinu, en stöðu minni i Höfn var þó haldið opinni fyrir mig, þótt ég fengi mig lausan frá samningi, þangað til afráðið var, að ég flyttist alfarinn hingað og byrjaði að kenna. Árin höfðu liðið hvert af öðru, og nú var ég búinn að standa í eldinum í 30 ár. Ég vissi að sá tími nálgaðist á söngferli mínum, að ákvörðunina um að hætta yrði að taka — eftir 30 ár á óperusvið- inu fer að verða komið nóg. Að vísu hafði ég alltaf hugsað mér að halda afram að syngja til sextugs, en þessi tímamót, þegar ég fluttist fyrir fullt og allt heim og sneri baki við óperusviðinu, voru, þegar öllu var á botninn hvolft, heppileg- ust til að taka þá erfiðu ákvörðun að „skrúfa alveg fyrir". Þessi ákvörðun, sem reyndar var tekin óþarflega fliótt, kostaði mikið sálarstríð, en ég er viss um, að hún væri rétt. Ég hafði haslað mér völl á erlendri grund. Nú var sá vett- vangur að baki, og fyrir mig tók enginn vettvangur við, þar sem ég gat haldið mér í fullri æfingu — æfingu, sem er hverjum manni nauðsynleg, ætli hann að ná sinu bezta. Ég get ekki hugsað mér að syngja nema það sé hsegt, þess vegna hef ég ekki séð eftir ákvörð- uninni um að hætta alveg. 011 árin í „útlegðinni" var ég ákveðinn í því að flytjast búferlum hingað heim áður en yfir lyki. Því er ég hamingjusamur maður yfir því að hafa átt þess kost að setjast hér að og taka við nýju og spenn- andi starfi. Ég kann Ijómandi vel við mig í nýja starfinu. Þætti mér það ekki skemmtilegt og hefði ég ekki brenn- andi áhuga, væri það mér raun. Engin tvö söngvaraefni eru eins. Kennarinn verður að finna nýja af- stöðu til hvers einstaks nemenda. Þetta kostar mikla þolinmæði, bæði fyrir nemanda og kennara, en ger- ir starfið lifandi, skemmtilegt og margslungið. í söng er ekki hægt að stytta sér leið, og þar er ekki hægt að bregða neinum töfrasprota. Þetta verður að seytlast inn í menn, hægt og hægt. Margir geta sungið dálaglega, án þess að hafa lært nokkurn skap- aðan hlut. Af því draga menn þá ályktun, að óþarfi sé að læra að syngja, annað hvort geti menn og kunni að syngja eða ekki, og því verði ekki breytt. Hitt er sönnu nær, að það er mikið djúp staðfest á milli þess að syngja „ósjálfrátt" með sínu nefi eða „sjálfrátt" eins og maður veit að á að syngja. En við þurfum að búa betur í haginn fyrir unga söngvara hér. Fyrsta skilyrðið er, að ungt fólk með úrvals raddir sjái fram á, að hér sé hægt að hafa atvinnu af söng, að grundvöllur sé fyrir að gera söng að lífsstarfi. M.a. þess vegna er sérstaklega tímabært að stofna hér óperu. Menn hafa að vísu gagnrýnt hugmyndina harð- lega og fundið henni flest til for- áttu. Samt sem áður er allt, sem horfir til framfara eða eðlilegrar þróunar, tímabært og á fullan rétt á sér, hvort sem um er að ræða útvarp, síma, þjóðleikhús, sjónvarp, Búrfellsvirkjun — eða óperu, þótt um leið séu ávallt til menn, sem úr öllu draga. Það er hættulegt að láta úrdráttar- og undansláttarmennina hafa yfirhöndina. Ég hef margoft fengið orð í eyra fyrir þá „stífni" að hafa gjörsam- lega „skrúfað fyrir" eftir komuna heim. Sumum finnst það eflaust ein- strengingsháttur. — En hversu mörg dæmi þekkja menn ekki um söngv- ara, sem ekki „skrúfuðu fyrir", fyrr en það var orðið of seint, söngvara með bilaða rödd og sljóvgaða dóm- greind, sem „gleymdu" að hætta. Ég vildi heldur, að fólk segði: „synd, að hann Einar skuli vera hættur að syngja", heldur en það hefði ástæðu til að segja: „synd, að hann Einar skuli ekki vera hætt- ur að syngja". Það er mergurinn málsins. En stæði ég nú á tvítugu og ætti að velja mér ævistarf á ný, myndi ég hiklaust velja sönginn aftur. Samt sem áður gæti ég ekki ráð- lagt nokkrum að gera slíkt hið sama. Menn verða að finna það sjálfir, að köllunin, viljinn, löngun- in og þráin búi í þeim. Þá köllun geta ekki aðrir framkallað og þess vegna er ekki hægt að ráðleggja mönnum að leggja fyrir sig söng. — Aðeins þeir, sem geta ekki hugs- að sér að gera neitt annað, komast áleiðis . . . Með þessum orðum slær Einar Kristjánsson óperusöngvari, einn fremsti listamaður, sem íslendingar hafa nokkru sinni átt, botninn í frá- sögn sína. Á ferli hvers listamanns hljóta að skiptast á skin og skúrir eins og gengur. Þótt Einar eigi að baki marga sigra og stóra, höfum við einnig kynnzt því, að l(f hans hef- ur ekki verið einn dans á rósum. Við flettum upp í gömlum dönsk- um blöðum og fundum umsagnir um frammistöðu Einars í „Albert Herr- ing": „ . . . En hvað um höfuðpaur- inn sjálfan, letiblóðið og „maíkon- unginn" Albert Herring, hann, sem allt snerist um og allt stóð og féll með? Skyldi nokkurs staSar í heim- inum finnast á óperusviði söngvari, sem gæti gert hlutverkinu eins góð skil og Einar Kristjánsson? Hann er óborganleg uppgötvun, sem getur hreint og beint ekki verið betri"! APPELSÍN SÍTRÓ N LIME Svalandi - ómissandi é hverju heimili — Síðan ber gagnrýnandinn saman þá Einar og sjálfan Peter Pears, sem hlutverkið var skrifað fyrir og kemst að raun um, að Einar hafi staðið Pears langtum framar. I öðru blaði segir m.a.: „Einar Krist- jánsson getur sungið og leikið Albert Herring á hvaða óperusviði heims sem er. Hann hefur alla þá eiginleika til að bera, sem hetju Benjámins Brittens eru áskapaðir, hinn bjarta og yndislega tenór, hið barnalega og Ijúfa bros, sem sæfta mann við uppskafningsháttinn og „syndafallið", sem gerir hann að karlmanni. Þegar kynslóð okkur lít- ur yfir farinn veg, mun hún brosa að endurminningum sínum og segja: Munið þið eftir Einari Krist- jánssyni í hlutverki Albert Herr- ings?" — Og enn er skrifað: „Einar Kristjánsson vann stóran sigur sem Albert Herrings, ekki sízt vegna þess, að söngrænt náði hann full- komnum meistaratökum á hinu erf- iða hlutverki með bjartri og mjúkri rödd og frábærri raddbeitingu hins hámenntaða söngvara". Um leið og við að endingu tök- um undir orð þeirra, sem segja — „synd, að hann Einar skuli vera hættur að syngja" — langar okkur að minnast á eitt atriði: Við Islendingar hömpum því gjarna, að við séum mikil menn- ingarþjóð, finnst að minnsta kosti ósköp þægilegt að heyra það utan í frá, að við séum þrælmenntaðir. Sagt er, að við gefum út fleiri bæk- ur, fleiri tímarit og fleiri blöð en aðrar þjóðir o.s.frv., o.s.frv. En í öllu þessu menningarsturtubaði eft- irstríðsáranna hefur harla lítið ver- ið gefið út af hljómplötum með okk- ar beztu söngvurum, og í þeim efn- um er engu líkara en Einar Krist- jánsson hafi verið settur utan garðs. Hið eina, sem til er af söng hans, eru fáein íslenzk sönglög á gömlum '78 snúninga plötum, og þar af nokkur lög, sem hann söng sér- staklega inn fyrir His Masters Voice. Ekki eitt einasta Schubert-lag, hvað þá lagaflokkur. Um langt árabil hefur ekki bætzt við ein einasta plata með rödd Einars Kristjánsson- ar, eins okkar bezta óperu- og Ijóða- söngvara fyrr og síðar. Það verður að teljast furðuleg seinheppni okkar, að hér skuli ekki vera til myndarlegt úrval af Ijóða- söng Einars á plötum. Andspænis þessari dapurlegu staðreynd gæti einhverjum ef til vill dottið í hug — þótt eflaust sé dýrt að taka upp söng, jafnvel bara til varðveizlu — að við séum þrátt fyrir allt ekki eins mikil alvörumenningarþjóð og af er látið. Því er þeirri spurningu beint til þeirra, sem hlut geta átt að máli: Getur verið, að ennþá megi ráða bót á þessari hneisu? Skyldi Einar ennþá vera fáanlegur til að syngja inn á hljómplötur? — Eða eigum við bara að segja við barnabörn okkar: Einu sinni áttum við stórkostlegan söngvara, sem hét Einar Kristjáns- son, en það „gleymdist" að taka röddina hans upp! — ? ★ i VIKAN 35. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.