Vikan

Tölublað

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 16

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 16
Jón hefur stórt og viðamikið starf hjá Fiskmatinu. Hér er hann á skrifstofu sinni. Frjálsar íþróttir hafa ekki risið hátt á Islandi undanfarin ár. Það eru ekki lengur þeir dagar, þegar nöfnin Clausenbræður og Huseby voru nóg til að fá fólk til að fjölmenna út á íþróttavöll. Sá maður, sem einna hæst ber í heimi frjáls- íþróttanna í dag á íslandi, er Jón Þ. Ölafsson hástökkvari. Vikan ákvað að reyna að gera sitt til að vekja upp áhuga á frjálsum íþróttum með því ac$ skora á Jón í keppni. Frá Vik- unnar hálfu varð ungur Ve_st- mannaeyingur, Sigurgeir Jóns- son, til að keppa við íslands- meistarann og varð sú keppni bæði ströng og hörð. Fer frá- sögn Sigurgeirs af viðureign- inni hér á eftir. Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera blaðamaður. Hjá franska tímaritinu Paris Match eiga þeir alltaf á hættu að missa lífið við störf sín, enda er þeim otað út í hvað sem er. Ekki er hægt að segja að ís- lenzk blaðamennska útheimti slíka fórnar- lund, en ekki munaði þó miklu i sumar. Hvað á maður að gera, þegar ritstjórinn segir manni að fara út á íþróttavöll og keppa í hástökki við íslandsmeistarann? Og þegar það fylgir skipuninni, að maður eigi að vera í frakka og með hatt, meðan keppnin fer fram. En þetta var einmitt það, sem mér var falið á hendur. Það var þó nokkur sárabót, að mér var heimilt að nota stöng við að stökkva, meðan íslandsmeistarinn varð ein- ungis að treysta á eigin stökkkraft. Við fórum út á Melavöll og liittum þar að máli Jón Þ. Ólafsson íslandsmeistara í hástökki. Þegar við bárum málið undir hann, hikaði hann og spurði því næst, hvað ég hefði komizt í stangarstökki. Þvi var fljótsvarað, ég hef aldrei snert á þeirri í- þróttagrein og árangurinn mundi verða eftir því. Eftir að það var komið i ljós, var þetta auðsótt mál af Jóns liendi, og þegar liann var búinn að hafa fataskipti, fórum við út á völlinn. Jón byrjaði á því að hita sig upp og taka mýkjandi æfingar og auðvitað varð ég að gera það líka. Þegar við vorum búnir að lilaupa og hoppa um völlinn góða stund, þótti okkur mál að hefja keppnina. Það varð að samkomulagi, að Jón byrjaði keppnina og héldi áfram, þar til hann væri úr leik, en ég tæki þá við. Fyrst var sett í 1,70 og stökk Jón létti- lega yfir þá hæð i fyrstu tilraun. Var þá hækkað í 1,91 og fór alveg á sömu leið með jiá hæð. Yfir 2 metra fór Jón í annarri til- raun og í fyrstu tilraun yfir 2,05. Við liækk- uðum enn um tvo sentimetra. Jón felldi í fyrstu tilraun, og var mjög nærri því að fara yfir i annarri, en felldi með vinstri fæfinum. í þriðju atrennuni náði hann sér mjög vel upp og flaug yfir rána. Hann hefur aðeins einu sinni gert betur áður, en það var þegar liann setti metið 2.07, sem er næst bezti árangur hans á útivelli.Þegarviðspurð. um, hvað ætti að hækka mikið í næsta sinn, sagði hann, að það væri bezt að reyna við 2,11. Eins og menn vita, er íslandsmetið 2,20, og við héldum niðri í okkur andan- um af spenningi, þegar Jón bjó sig undir að stökkva. Það er annars sérstaklega skemmtilegt að horfa á hann, þegar hann stekkur. Hann er mjög hár vexti, 1,94 m, leggjalangur og tekur stór og fjaðurmögnuð skref. Hann notar ekki mikla krafta í upp- stökkið að því er virðist en mýkt og sveifla hjálpast við að koma honum yfir. Jón kom að ránni á fullri ferð, upp sveiflaði hann sér, en felldi. IJann sagði okkur, að honum hefði fipazt í uppstökkinu, en ætlaði að reyna einu sinni enn. En seinna stökkið heppnaðist ekki heldur, og Jón tjáði okkur, að hann myndi láta þetta nægja og sjá til, hvort ég slægi hann út. Og nú var sú stóra stund runnin upp. Val- hjörn Þorláksson var svo elskulegur að lána mér eina af sínum stöngum. Reyndar hafði ég heldur kosið að stökkva með styttri stöng, (þessi var eitthvað um 5 metra löng), en um aðra var ekki að ræða. Þegar átti að stilla ránni upp, kom í Ijós, að ekki er hægt að hafa liana lægri en 2,20, það er lágmarks- hæðin. Mær þótti þetta fullhátt til að byrja með, svo að við tókum „statívin“ hans Jóns og færðum þau yfir að stökkbrautinni. Fyrst var sett í geigvænlega hæð að mínum dómi, 1,52. Ég gekk með stöngina eftir brautinni og setti mig i stellingar fyrir enda hennar. Svo hljóp ég af stað. Hatturinn fauk af á miðri leið, en stöngin fór í holuna og ég VIÐISLANDS METHAFANN Sigurgeir Jónsson. IHAST0KKI VIKAN 35. tl)l,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.