Vikan

Tölublað

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 51

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 51
Hekluð kápa Framliald af bls. 46. Vinstri ermi: Fitjið upp 44 loftl. og hekl. á sama hátt og á bak- stykkinu (43 fastal.). Þegar erm- in mælir um 10 sm. er aukið út 1 1. báðum megin með 4 sm. milli- bili þar til 63 1. eru í umferðinni. Hekl. áfr. þar til stk. mælir um 48 sm. (43 sm. + 5 sm. í innaf- brot) eða ermin er hæfilega löng. Þá er tekið úr erminni með því að sleppa 5 1. til endanna (53 1. eftir) og síðan með því að sleppa, að framan síðustu 2 1. 4 sinn- um og að aftan síðustu 2 1. 2 sinnum og síðan 1 1. í byrjun hverrar umferðar þar til 23 1. eru í umferðinni. í næstu 4 umf. er 3 síðustu lykkjunum sleppt og í næstu 2 umf. 2 endalykkjunum sleppt. Hægri ermi er hekluð eins og vinstri, en gagnstætt. Merkið miðlínu á framstykk- in. Brjótið inn af hægra fram- stykki þannig að hnappagötin mætist, teljið síðan 7 1. frá brot- inu og þræðið miðlínuna niður. Mælið einnig út fyrir miðlínu vinstra framstykkis. Saumið axlarsaumana með fremur grófu spori í saumavél og leggið bendlaband með saumn- um svo hann togni ekki. (Gjarnan má festa bendlabandi niður barminn að framan). Hálslíning: Fitjið upp 56 loft- lykkjur festið við réttu hægra framstykkis 11 1. frá miðlínu og heklið síðan þaðan að axlarsaumi 16, yfir bakið 35 1., það 16 1. að 11. 1. frá miðlínu, og fitjið síðan upp 56 1. í allt 177 1. Hekl. fastahekl 10 sm. Hálslíningin er síðan brotin tvöföld og lagt lauslega niður við hana í höndum frá röngu. Hekl. 1 umf. fastahekl. í kring um háls- málið í gegn um bæði stykkin til styrktar. Pressið stykkin mjög lauslega frá röngu með örlítið rökum klút. Ef fóðra á kápuna er snið af stykkjunum teiknað upp og fóðr- ið síðan sniðið eftir því. Saumið saman hliða- og ermasauma með þynntum garnþræðinum og aft- ursting. Einnig má sauma þá með grófu spori í saumavél. Saumið ermarnar í handvegina. Brjótið inn af ermunum og faldinn upp að neðan og saumið lauslega með „heksesting". Fremst á hálslín- ingunni er heklað báðum megin í gegn um bæði stykki til styrkt- ar eins og í hálsmálinu. Gangið frá hnappagötunum með þynntum garnþræðinum og tunguspori (kappmelluspori). Festið hnappa gegnt hnappagöt- unum. Pressið lauslega yfir saum- ana ef með þarf. Saumið fóðrið, nælið það vand- lega í kápuna og leggið niður við með ósýnilegu faldspori í höndum. ★ COMMER sendiferðabílar eru sérstaklega rúmgóðir, spar- neytnir og ódýrir Tilvalinn fyrir verzlanir, iðnfyrirtæki og leigubílstjóra. COMMER COB — 360 kg. burðarþol. COMMER 1 tonns með benzín- eða diselvél. Burðarþol 1—1 '/2 tonn. Með afturhurð og hliðarhurð. Með sætum fyrir 2 farþega. Leigubílstjórar! Getum nú afgreitt COMMER-sendiferðabíla með stuttum fyrirvara. — Leitið upplýsinga um afgreiðslu- og greiðsluskilmála, Egill Vilhjálmsson hf. Laugavegi 118. — Sími 22240. VIKAN 35. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.