Vikan

Tölublað

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 14

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 14
Framhaldssaga eftir Serganne Golon 8. hluti Fjármálaráðherrann hugsaði sig um andarak: - í fyrsta lagi ættuð þér aldrei að yfirgefa hirð- ina. Hengið yður á hana, festið yður við hana, fylgið henni hvert sem hún fer, gerið yður far um að kynnast eins mörgum og þér mögulega getið, og eins vel og nokkur kostur er. Angelique átti erfitt með að dylja ánægjuna, sem þetta ráð gaf henni. Heimili Colberts, og þó einkum og sér í lagi skrifstofa hans, var dæmi upp á einföld þægindi. Hann var svo kaldranalegur, a5 Hadame de Sevigné uppnefndi hann „herra Norðurpól". Maður með hans skap- ferli gat heldur ekki haft smekk fyrir íburði. Sparneytni var honum svo I blóð borin, að hann leyfði sér engan íburð og ekkert óhóf, annað en að halda öllum sínum bókum í smámunalegri röð og reglu og sama var að segja um ættartöfluna. Fyrir hana var enginn kostnaður of mikill og hann borgaði heilum her af skrifstofumönnum til að grúska í ólæsiiegu klóri kirkjubóka og ættartaflna til þess að reyna að sanna á einhvern hátt, að hann ætti rétt á aðalstign. Þessar kenjar komu þó ekki í veg fyrir, að hann sæi mjög greinilega hina ýmsu galla yfir- stéttanna og hvernig miðstéttin hlaut að verða stöðugt mikilvægari, því hún var hin eina mikilvæga og velgefna stétt í konungdæminu. Madame du Plessis baðst afsökunar á því að gera honum ónæði. Hún sagðist vera að hugsa um að gerast konsúll af Candia, og vegna þess að hún vissi, að hann sá um útnefningu slíkra starfa, óskaði hún eftir ráðleggingum hans. Colbert yggldi sig á hana I fyrstu, en sá sig svo um hönd. Hann viðurkenndi, að það væri ekki oft, sem fagrar konur hugsuðu um af- leiðingarnar, áður en þær tækju embætti. Venjulega yrði hann að yfirfara umsóknir um slik embætti án minnstu tillitssemi til stéttar eða stöðu þeirra sem sóttu um, og oftar varð hann að vísa frá en hitt. Angelique fann á tali hans, að það olli honum engum áhyggjum, VIKAN 35. tbl. þótt kona fengi konsúlsembætti. Það virtist mjög algengt. Eftir því sem hann sagði, var Candia, höfuðborg Kritar, bezti þræla- markaður á Miðjarðarhafssvæðinu. Það var einnig eini staðurinn, þar sem hægt var að kaupa sterka, hrausta Rússa fyrir aðeins 100— 150 livres stykkið, af Tyrkjanum, sem tók þá höndum í stöðugum bar- dögum í Armeníu, Úkraínu, Ungverjalandi og Póllandi. —• Þetta hefur nokkra þýðingu fyrir okkur núna, þegar við erum að reyna að færa út verzlunarsiglingar okkar og fjölga galeiðunum á Miðjarðarhafinu. Márarnir, Túnisbúarnir og Alsírmennirnir, sem við tökum höndum í orrustum okkar við sjóræningja, eru lélegir verk- menn. Þá er aðeins hægt að nota til að fylla tölu í fylgdarliði, þegar ekki er á betra völ, eða láta í skiptum fyrir kristna fanga. Þeir eru ekki brúklegir fyrir galeiðuþræla heldur, þeir verða sjóveikir og deyja eins og flugur. Beztu galeiðuþrælarnir eru Tyrkir og Rússar, sem ganga kaupum og sölum á markaðinum í Candia, þeir eru fyrsta flokks sjómenn. Ég hef hvað eftir annað sagt, að grundvöllurinn fyrir hinum góðu áhöfnum á ensku skipunum, sé þessir rússnesku þrælar. Eng- lendingar virða þá mjög og borga umboðsmönnum sinum vel fyrir þá. Af öllum þessum ástæðum hef ég nokkurn áhuga fyrir Candia. — Hvernig eru Frakkar staddir þar? spurði Angelique. Hún gat ekki hugsað sér sjálfa sig sem þrælakaupmann. — Ég held, að nokkur virðing sé borin fyrir fulltrúum okkar. Krít er nýlenda frá Feneyjum. Árum saman hafa Tyrkir reynt að leggja hana undir sig, og eyjan hefur orðið að hrinda frá sér mörgum árásum. — En er þorandi að leggja í fjárfestingu þar? — Það er undir ýmsu komið. Stundum hefur fjárhagur þjóðar gott af stríðstímum — ef Þjóðin er hlutlaus. Frakkland stendur í traustu sambandi við Feneyjar, og sömuleiðis Tyrki. —- Mademoiselle de Brienne sagði mér hreinskilnislega, að hún hefði engan arð af þessu embætti. Hún skellti skuldinni á framkvæmdastjóra hennar, sem hún sagði að ynni aðeins fyrir eigin hagnað. — Það er mjög líklegt. Útvegið mér nöfn þeirra og ég skal komast að raun um það. — En.... Viijið þér styðja umsókn mína um þetta embætti, Mon- sieur? Colbert svaraði ekki undir eins. Að lokum sagði hann og hleypt.i í brúnirnar um leið. — Já. Að öllu leyti er þetta starf betur komið í höndum Madame Morens, en í höndum Mademoiselle de Brienne eða einhverju aðalsmannsfifli. Þar að auki kemur það alveg heim við þær fyrirætlanir, sem ég hef i huga varðandi yður. — Varðandi mig? — Látið þér yður detta í hug, að við látum hæfileika á borð við yðar, ónotaða í þágu þjóðarinnar? Einn af aðalkostum hans hágöfgi er sá, að hann getur gert örvar úr öllum viði. Hvað yður snertir, er það hið eina sem veldur honum vafa, hvort kona með yðar fegurð og þokka geti haft hæfileika á borð við gott verzlunarvit. Ég fékk hann til að iofa mér því, að hann myndi ekki skipa yður of fljótt í einhverja stöðu við hirðina, sem hver asni gæti skipað. Þér hafið mikilvægari hlutverkum að gegna en að sitja eitthvert tylliembætti í fylgdarliði drottningarinnar eða leggja yður niður við barnaskap á borð við það. Látið dætrum fátækra yfirstéttarmanna eftir slikar stöður — þær geta heldur ekki goldið fyrir þær nema i mesta lagi með blíðu sinni. Auðæfi yðar eru mikil og vel skipulögð. Þar liggur yðar kraftur. Þessi beina árás fjármálaráðherrans vakti nokkra beiskju með Ange- lique. Svo það var hann, sem hafði staðið á móti öllum hennar óskum. sem hann getur dreift ábyrgðinni á. Eftir þvi sem Colbert talaði lengur, þeim mun reiðari virtist hann verða. Þegar hann að lokum hætti, var hann orðinn svo reiðilegur á svipinn, að Angelique gat ekki á sér setið að spyrja, hvernig á því stæði. — Vegna þess, að ég veit ekki hvað kemur mér til að segja yður allt þetta. Ef konan mín heyrði mig einhvern tíman kjafta svona, myndi hún aldeilis taka mig í karphúsið. Angelique fullvissaði hann um, að margir fleiri, sem hefðu orð fyrir að tala ekki frá sér allt vit, hefðu einnig ásakað hana fyrir, að hún kæmi þeim til að tala of mikið. •—• Trúið mér Monsieur, ég mun ekki bregðast trausti yðar. Allt sem þér hafið sagt, hefur haldið athygli minni vakandi. Svo vakandi, að mig myndi langa til að þér hélduð áfram í sama dúr. Colbert varð á svipinn eins og fugl, sem hefur gleypt of stóran maðk. Hann hataði hrós, vegna þess að hann grunaði alltaf, að eitthvað annað lægi á bak við það. En þegar hann leit lymskulega á Angelique, sá hann að henni var alvara. — Þegar allt kemur til alls, muldraði hann, — er hæfileikinn til þess að hafa áhuga fyrir þvi, sem annar er að segja mjög sjaldgæfur. Svo fann hann gamla brosið: — Þannig skulið þér alltaf snúa á gamla fugla eins og mig. Þokki yðar en nægur fyrir ungu fiflin. Og öll yðar framkoma lokkar kvenfólkið til að fylgja yður eftir. I raun og veru eruð þér ómótstæðileg báðum kynjum á öllum aldri. — Og hvernig á ég að nota mér það? Fjármálaráðherrann hugsaði sig um andartak: — 1 fyrsta lagi ættuð þér aldrei að yfirgefa hirðina. Hengið yður á hana, festið yður við hana, fylgið henni hvert sem hún fer, gerið yður far um að kynnast eins mörgum og þér mögulega getið, og eins vel og nokkur kostur er. Angelique átti erfitt með að dylja ánægjuna, sem þetta ráð gaf henni. .... Svona starf virðist ekki mjög flókið. — Við munum nota yður í mismunandi tilgangi. Sérstaklega varð- Hann var skeytingarlaus þvergirðingur og konungurinn lét sér lynda að fara eftir duttlungum hans. — Auðvitað á ég peninga, sagði hún þurrlega. -— En ekki nóg til að bjarga konungdæminu. — Hver var að tala um peninga? Þetta er spurning um vinnu. Það er vinnan, sem mun bjarga landinu og færa því smám saman aftur þau auðæfi, sem sóað hefur verið. Sjáið bara til. Einu sinni var ég aðeins venjulegur vefnaðarvörukaupmaður, en nú er ég fjármálaráð- herra. En stígur mér það til höfuðs? Hinsvegar er ég stoltur af því að vera framkvæmdastjóri hinna konunglegu verksmiðja. Við ekki aðeins getum, heldur eigum, að leggja í meiri fjárfestingu í Frakklandi en í framandi löndum. En húsbóndahollusta okkar er of klofin. l'il dæmis hefði ég getað haldið verzluninni áfram sjálfur og aukið min eigin auðæfi, en ég kaus heldur að læra ríkisstjórn hjá Marzarin kardi- nála og ijá ríkinu verzlunar og skipulagshæfileika mína. Afleiðingin er sú, að þjóðin hefur orðið sterkari og ég með henni. Konungurinn sjálfur, þótt ungur sé, byrjaði snemma að fylgja sömu grundvallar- reglu. Hann var einnig einn af nemendum kardinálans, en hann var gáfaðri en kennari hans, því hann þekkti vörurnar, sem hann var að selja. Kardínálinn sálugi vissi ekkert um Frakka, jafnvel þótt hann hefði mikið innsæi, bæði sem stjórnmálamaður og mannþekkjari. Kon- ungur okkar vinnur meira en fjórir kóngar til samans, og honum þykir það ekki fyrir neðan virðingu sina að safna í kringum sig hóp manna andi verzlunarsamgöngur á sjó, eða I stuttu máli: Við allskonar verzl- un og útanga hennar, svo sem tízku. — Tízku? — Ég nefndi tízku til að fullvissa hans hágöfgi um að hann gæti trúað yður konunni, fyrir mikilvægum hlutverkum. Lofið mér að útskýra málið. Til dæmis langar mig að biðja yður að komast fyrir um leyndarmálið um hvernig á að gera Point de Venise knipplinga, sem eru í hátízku núna og enginn Frakki getur gert svo rétt sé. Ég hef reynt að koma í veg fyrir innflutning á þeim, en blessað fína fólkið smyglar inn flibbum og líningum úr þessu undraefni, svo þrjár milljónir livres rata á ári hverju til Italíu íyrir þá eina saman. Og hvort þetta er löglegt eða ólöglegt, er þetta súrt epli að bíta í fyrir Frakka. Ann- ars væri engin ástæða til að stela leyndarmálinu. Mig langar að koma upp framleiðslu á þeim hér heima. — Þá verð ég að fara til Feneyja. — Ég held ekki. 1 Feneyjum væruð þér tortryggð. Ég hef gilda á- stæðu til að ætla, að útsendarar frá Feneyjum reki starfsemi sína við hirðina. Séu hirðmennirnir sjálfir. 1 gegnum þá getið þér komizt fyrir um, hvaða leið knipplingarnir koma. Ég gruna tvo kaupmenn frá Mar- seilles. Og þetta hlýtur að færa þeim gífurleg auðæfi. Angelique var djúpt hugsi. — Mér virðist þetta einna líkast njósnum. Framhald á bls. 36. VIKAN 35. tbl. jrj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.