Vikan

Tölublað

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 46

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 46
HEKLUÐ KAPA Efni: Hjartagarn, Combi Crepe. 26 hnotur eða um 1300 gr. Heklunál nr. 4. Hnappar og fóð- ur. Yfirvídd 110 sm. Munstur: Fastahekl: 1 1. á nálinni, dragið garn- ið upp í gegn um fitina, þá eru 2 1. á nálinni, bregðið þá garninu um nálina og dragið það í gegn um báðar lykkj- urnar í einu. Þá hefur myndazt 1 fastalykkja. Farið alltaf undir báða lykkjuhelminga. Ath. að fitja alltaf upp fremur laust. Bakstykki: Fitjið upp 84 loftl. og heklið síðan fastahekl, 1 1. í 2. 1. í fitinni en síðan í hverja lykkju þar til 83 1. eru í umí'erðinni. Hekl. áfram fastahekl og fitjið alltaf upp 1 1. í byrjun hverrar umferðar. Þegar stykkið mælist um 78 sm. (73 sm. + 5 sm. í fald) e$a er hæfilega sítt er tekið úr fyrir handvegum með því að hekla ekki 5 síðustu 1. 2ja umferða. í næstu 4 umf. er 2 síðustu lykkj- ununt.sleppt, þá eru eftir 65 1. Þegar handvegir mæla um 21 sm. er tekið úr fyrir hálslíningu að aftan með því að hekla ekki 15 miðlykkjurnar og hekla síðan aðra hliðina fyrst. í hverri umf. við hálsinn er 4 1. sleppt 1 sinni og 3 1. seppt 1 sinni. Þegar handvegur mælir 23 sm. er gerður halli á axlarsauminn með því að sleppa 9 1. 2 sinnum. (Ath. að það sé gert handvegsmegin). Heklið hina hliðina eins, en gagnstætt. Vinstra framstykki: Fitjið upp 66 loftl. og farið eins að og á bak- stykkinu (65 fastal.). Þegar hekl. hafa verið eins margar umf. og á bakstk. er tekið úr fyrir handvegi með því að sleppa 5 síðustu 1. einu sinni og 2 síðustu 1. 2 sinnum, þá eru eftir 50 fastal. Þegar handvegur mælir 19 sm., er 22 1. sleppt við hálsinn og síðan tekið úr hálsmálinu með því að sleppa 3 1. 3 sinnum og 1 1. einu sinni. Þegar handvegur mælir 23 sm. er gerður halli á axlarsauminn eins og á bakstykkinu með því að sleppa 9 1. 2 sinnum. Hægra framstykki er hekl. eins og vinstra, en gagnstætt og á því eru 6 tvöföld hnappagöt. Hafið efsta hnappagatið 2% sm. frá hálsúrtök- unni og önnur með 11 sm. millibili. Ágætt er að telja út umferðafjöldann milli hnappagat- anna á vinstra framstykkinu. Hnappagötin eru hekl. frá jaðri að framan þannig: 2 fastal., 4 loftl., sleppið 4 fastal., 10 fastal., 4 loftl., slepp- ið 4 fastal., hekl. síðan út umferðina. í næstu umferð eru síðan hekl. 4 fastal. í loftlykkjurnar frá fyrri umf. Framliald á bls. 51. Só!g!er- augu Sólgleraugu fylgja tízk- unni, eins og flest ann- aö. Þess vegna er um aö gera fyrir framleiö- endur aö finna stööugt upp á einhverju nýju. Gleraugun neöst og lengst t.v. eru ákaflega stór og ferhyrnd, en þaö nýja viö þau er þó aö þau eru tvílit, umgeröin um hœgra augað er sterk- bleik, en hvít um þaö vinstra. Stúlkan er meö hring á litla fingri úr sama efni og í sömu lit- um og umgeröin, en kjóllinn hennar er auö- vitaö bleikur. Þar fyrir ofan eru alveg fer- hyrnd gleraugu, en horn- in snúa á óvenjulegan hátt, eins og þiö sjáiö. Samskonar ferhyrningur er svo á spöngunum. Svo eru þaö spegla-gleraug- un hér til vinstri hand- ar. Þau eru gagnsce og gegna sama hlutverki og venjuleg sólgleraugu, en þœgindin eru augljós fyr- ir vinkonurnar, sem eru í fylgd meö þeirri, sem ber gleraugun. T.h. eru svo ákaflega ■ nýsttárleg sólgleraugu. Á neöri myndinni er eins og sé bundiö band fyrir aug- unx en mjó rauf er eftir endilöngu meö lituöu gleri eöa plast'i. Efri gleraugun hafa gler- augna lag, en þar eru einnig aöeins mjóar skor- ur, sem ætlaöar eru til aö horfa út um.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.