Vikan

Tölublað

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 26

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 26
Nóttín logar af norðurljósum - Ei upp endurminningar sínar - IV. < EG MYNDIHIKLAUS Sírenurnar voru hljóðnaðar. Upp rann nýr tími í nýju um- hverfi — ný andlit, nýir siðir. Samningurinn við Konunglega leikhúsið ( Kaupmannahöfn, sem ótti eftir að leiða til 14 óra óslitins starfs, boðaði þátta- skil á eeviferli mfnum. Hérna heima hafði Ragnar ( Smára reyndar boðið mér kennarastöðu, en mér þótti ekki tímabært að „setjast í helgan stein", kvaðst vera alltof ungur og ekki vera búinn að rasa út enn — 15 árum síðar tók ég boðinu! Skömmu fyrir jól 1948 fluttust svo þær mæðgur til m(n út til Kaupmannahafnar. Starfið við Konunglega var töluvert frábrugðið því, sem ég átti að venjast. [ Konunglega sameinuðust allar listgrein- arnar þrjár, leiklist, ópera og ballett, undir sama þaki. Þetta hlaut sífellt að há allri starfsemi. Æfingaplássið var takmark- að og árekstrar milli listgreina þar af leiðandi óumflýjan- legir, þótt allt væri skipulagt fram í tímann eins og frekast var unnt. Með danskri lipurð og ágætri „sambúð" listgrein- anna fékkst þó furðumiklu áorkað. Þótt ég væri enn í bardagahug og upp á mitt bezta, gerði ekkert til, þótt maður færi að hægja svolítið á og taka lífinu með ró. Viðbrigðin frá starfinu í stóru óperuhúsunum voru því þægileg, þegar allt kom til alls. Launin voru að vísu ekki há, ca. ty hæstu launa, sem ég hafði fengið í Þýzkalandi, en starfið var þægilegt og rólegt. Fljótlega var ég einnig fenginn til að syngja í meiriháttar kirkjulegum verkum víða í Danmörku, enda þaulvanur slík- um söng. Við þessi tækifæri söng ég m.a. með Kim Borg, sem allir kannast við, óratóríó Bachs og Handels, passíurnar, Magnificat eftir Bach, Requiem Mozarts og svo framvegis o.s.frv. Messías hef ég sungið á þremur málum, dönsku, þýzku og ensku. Lítil ópera eins og við Konunglega í Kaupmannahöfn hef- ur einn stóran kost fram yfir stóru óperurnar. í litlu óperun- um getur sama uppfærslan varla gengið svo lengi, að hætt sé við að hún sjúskist þess vegna. Öðru máli gegnir um stóru óperuhúsin. í þeim getur komið fyrir, að sama óperuupp- færslan gangi ( tíu til tuttugu ár, án þess að nokkuð sé hreyft við henni til þess að laga það, sem með tímanum vill alltaf losna eitthvað úr böndunum, en aðeins er smellt inn ( nýjum og nýjum kröftum eftir þörfum. Þetta er eiginlega „bakhliðin" á stóru óperuhúsunum og skýringin á því, að sýningar þeirra eru stundum orðnar all sjúskaðar og lakari en þær ættu að vera við beztu aðstæður. Þessi „bakhlið" sést yfirleitt alls ekki hjá smærri óperuhúsum. Smátt og smátt bættust við hjá mér ný og ný hlutverk, ekki sízt í dönskum og enskum óperum. Lengi vel átti ég ( töluverðu stríði við að „læra" að syngja á góðri dönsku. íslendingar kannast mætavel við, hve snúið getur verið að ná fullu valdi á að tala dönsku, en það er fjáranum erfiðara að syngja tæknilega vel á góðri dönsku. Fyrst fannst mér Danir hlæja að mér og þótti óþægilegt að vinna með þeim, en fljótlega tók ég eftir því, að þeir hlógu alveg eins hver að öðrum — voru einfaldlega ákaflega hlát- urmildir og glaðværir. Maður vandist því fljótt þessum létt- leika og komst að raun um, að Danir voru sérstaklega þægi- legir og indælir ( umgengni. í Danaveldi tóku menn ekki eins strangt á of-seint-komum eins og í Þýzkalandi. Ég held ég gleymi aldrei morgninum, þegar ég kom of seint á æfinguna í Þýzkalandi. Ég man ekki eftir, að það hafi skeð nema ( þetta eina sinn, þannig að ég hafi getað sjálfum mér um kennt. Þá hagaði svo til, að ég bjó ca. tveggja mínútna gang frá óperunni. Rétt í þvf, að ég var að ganga út úr dyrunum heima, hringdi síminn og tafði mig smástund, varla meira en tvær til þrjár mínútur, svo ég varð tveimur mínútum of seinn upp í óperu. Ekki vil ég segja, að hver einasta æfing hafi alltaf byrjað ná- kvæmlega á réttum tíma, en í þetta sinn hafði allt verið til- búið á mínútunni. Þetta var ein af síðustu æfingunum með 20 VIKAN 35. tbl. Einar í hlutverki Don Ottavios í Don Edith Oldrup og Einar i danskri ópery lega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. (] Einar í hlutverki Alfreds í La Travi- ata á sviði Þjóðleik- hússins 1953. einsöngvurum, kór, hljómsveit, statistum og öllu heila gallaríinu — ekki undir 100 manns í allt. Þegar ég gekk inn á sviðið, ríkti þar dauðaþögn, sem ein- ungis var rofin af glymjandi skóhljóði mínu. Hver einasti maður stóð eða sat steinþegjandi á sínum stað. Þá stóð upp sá, sem æfingunni stjórnaði, brá tónsprotanum og mælti: „Jæja, herrar mínir og frúr, þá getum við byrjað. Herra Kristjánsson er mættur". — Ég kom ekki of seint eftir þetta. Svona harka var ekki til í Höfn. Þó eru Danir manna: stundvísastir, og það er ég reyndar sjálfur að eðlisfari. Ég læt engan b(ða eftir mér af ásettu ráði — það væri móðgun við viðkomandi. Ef N.N. pantar viðtalstíma við banka- stjóra, dettur N.N. ekki í hug að koma of seint. Hvers vegna skyldi hann þá koma of seint, ef hann hefur ætlað að hitta mig? Þannig lít ég á málið. Okkur leið vel í Kaupmannahöfn og kunnum ágætlega við okkur. Börn eru furðumiklir heimsborgarar og fljót að aðlagast breyttum staðháttum. í þeim efnum voru stelpurnar ekki eftirbátar annarra, og ekki munaði þær mikið um að bæta við sig einu tungumálinu enn. Eftir nokkra mánuði töluðu þær dönskuna eins og þær hefðu aldrei gert annað. Brynja hóf sína skóla- gnögu, sem lauk með gagnfræðaprófi, en þetta var þriðja skóla-landið hjá Völu, og þarna lauk hún stúdentsprófi. Heima hjá okkur voru jöfnum hönd- um töluð þrjú tungumál. Við hjónin ræddumst jafnan við á þýzku, stelpurnar töluðu saman á dönsku og ég við þær á íslenzku. Sjálfur var ég töluvert mik- ið á flakki, því að sýningarferðir um Danmörku voru snar þáttur í starfsemi Konunglega leikhússins. Margar af skemmtilegustu og hugljúfustu endurminningunum á söngferli mínum eru tengdar gamla sviðinu á Konunglega. Það svið er í einhverjum Elnar í minnls- $ stæðasta hlutverki sínu frá Hafnarárun- um: í hlutverki Al- berts Herring í sam- nefndri óperu, 1953.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.